Flug og blý Ólafur St. Arnarsson skrifar 3. janúar 2024 20:00 Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Í forsetatíð Clintons voru samþykkt áform (Executive Order 12898) um að skoða sérstaklega mengun á svæðum þar sem býr fólk sem minna má sín í þjóðfélaginu. Tíu árum síðar er það niðurstaða rannsóknar Kwai Cheung Chan að EPA hafi lítið sem ekkert gert til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Í kjölfar þessarar svörtu skýrslu bjó EPA til aðgerðaráætlun. Í henni eru m.a. viðmiðunarmörk blýs endurskoðuð reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir. Framkæmd þessarar aðgerðaráætlunar varð til að þess að árið 2008 voru viðmiðunarmörk þriggja mánaðar meðaltals blýs í andrúmslofti lækkuð tífalt. Í kjölfarið var sérstakt eftirlit með þeim sem menguðu andrúmsloftið með einu tonni af blýi á ári eða meira. Undir þá reglu féllu nokkrir flugvellir. Að auki voru nokkrir flugvellir vaktaðir í eitt ár. Einn þeirra var Reid-Hillview flugvöllurinn í Santa Clara sýslu í Kaliforníuríki. Þó blýmengun við Reid-Hillview flugvöllinn hafi mælst aðeins undir viðmiðunarmörkum grunuðu foreldrar í nágrenni hans að óvenju há gildi blýs í blóði barna sinna mætti rekja til flugvallarstarfseminnar. Um árabil hafði töluverður hópur fólks viljað loka flugvellinum og nota svæðið í annað. Ef rétt reyndist að blýmagn í blóði væri hærra hjá þeim sem byggju nálægt flugvellinum en þeirra sem byggju fjær væri komin enn ein ástæða til þess að loka flugvellinum. Þrýstingur frá þessum hópi varð til þess að sveitarfélagið féllst á að fjármagna rannsókn á blýmagni í blóði fólks í nágrenni flugvallarins. Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi og í kjölfarið bannaði sveitarfélagið sölu á flugvélaeldsneyti sem inniheldur blý á Reid-Hillview flugvellinum. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna voru ekki par hrifin af þessu uppátæki og höfðuðu mál gagnvart sveitarfélaginu. En vegna nýlegs úrskurðar umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um skaða vegna blýmengunnar frá flugi hafa flugmálayfirvöld fallið frá kærunni. Nýleg ályktun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur því aðeins hjálpað minnihlutahópum í Bandaríkjunum í átt til umhverfisréttlætis. En það var þó aðallega vegna þess að minnihlutahópurinn sjálfur náði að knýja á um rannsókn sem skilaði niðurstöðum sem ekki var hægt að véfengja. Mælingar umhverfisstofnunarinnar á blýi í andrúmslofti og þau viðmið sem hún styðst við þarfnast verulegrar endurskoðunnar til þess að skila þeim árangri sem vonast er eftir. Börn yngri en fimm ára verða fyrir mestum skaða af blýmengun. Í Bandaríkjunum búa 400 þúsund börn yngri en fimm ára minna en 500 metra frá flugvöllum. Á Íslandi er blýbætt flugbensín undanskilið reglugerð sem fjallar um gæði eldsneytis. Magnið sem selt er á Íslandi er aðeins minna en á Reid-Hillview flugvellinum. Flugbensín er ekki notað á þotur og því er líklegt að á mestöll sala á því eigi sér stað á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er eðlisfræðingur og starfar hjá Landi og Skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Í forsetatíð Clintons voru samþykkt áform (Executive Order 12898) um að skoða sérstaklega mengun á svæðum þar sem býr fólk sem minna má sín í þjóðfélaginu. Tíu árum síðar er það niðurstaða rannsóknar Kwai Cheung Chan að EPA hafi lítið sem ekkert gert til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Í kjölfar þessarar svörtu skýrslu bjó EPA til aðgerðaráætlun. Í henni eru m.a. viðmiðunarmörk blýs endurskoðuð reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir. Framkæmd þessarar aðgerðaráætlunar varð til að þess að árið 2008 voru viðmiðunarmörk þriggja mánaðar meðaltals blýs í andrúmslofti lækkuð tífalt. Í kjölfarið var sérstakt eftirlit með þeim sem menguðu andrúmsloftið með einu tonni af blýi á ári eða meira. Undir þá reglu féllu nokkrir flugvellir. Að auki voru nokkrir flugvellir vaktaðir í eitt ár. Einn þeirra var Reid-Hillview flugvöllurinn í Santa Clara sýslu í Kaliforníuríki. Þó blýmengun við Reid-Hillview flugvöllinn hafi mælst aðeins undir viðmiðunarmörkum grunuðu foreldrar í nágrenni hans að óvenju há gildi blýs í blóði barna sinna mætti rekja til flugvallarstarfseminnar. Um árabil hafði töluverður hópur fólks viljað loka flugvellinum og nota svæðið í annað. Ef rétt reyndist að blýmagn í blóði væri hærra hjá þeim sem byggju nálægt flugvellinum en þeirra sem byggju fjær væri komin enn ein ástæða til þess að loka flugvellinum. Þrýstingur frá þessum hópi varð til þess að sveitarfélagið féllst á að fjármagna rannsókn á blýmagni í blóði fólks í nágrenni flugvallarins. Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi og í kjölfarið bannaði sveitarfélagið sölu á flugvélaeldsneyti sem inniheldur blý á Reid-Hillview flugvellinum. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna voru ekki par hrifin af þessu uppátæki og höfðuðu mál gagnvart sveitarfélaginu. En vegna nýlegs úrskurðar umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um skaða vegna blýmengunnar frá flugi hafa flugmálayfirvöld fallið frá kærunni. Nýleg ályktun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur því aðeins hjálpað minnihlutahópum í Bandaríkjunum í átt til umhverfisréttlætis. En það var þó aðallega vegna þess að minnihlutahópurinn sjálfur náði að knýja á um rannsókn sem skilaði niðurstöðum sem ekki var hægt að véfengja. Mælingar umhverfisstofnunarinnar á blýi í andrúmslofti og þau viðmið sem hún styðst við þarfnast verulegrar endurskoðunnar til þess að skila þeim árangri sem vonast er eftir. Börn yngri en fimm ára verða fyrir mestum skaða af blýmengun. Í Bandaríkjunum búa 400 þúsund börn yngri en fimm ára minna en 500 metra frá flugvöllum. Á Íslandi er blýbætt flugbensín undanskilið reglugerð sem fjallar um gæði eldsneytis. Magnið sem selt er á Íslandi er aðeins minna en á Reid-Hillview flugvellinum. Flugbensín er ekki notað á þotur og því er líklegt að á mestöll sala á því eigi sér stað á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er eðlisfræðingur og starfar hjá Landi og Skógi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun