„Er afar þakklát“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. janúar 2024 07:01 Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík. Vísir/Vilhelm Danielle Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik varð íslenskur ríkisborgari nú í desember. Hún segir það mikinn heiður að hafa verið veittur ríkisborgararéttur. Danielle Rodriguez kom fyrst til Íslands árið árið 2016. Hún er nú á sínu öðru tímabili með Grindavík. Í desember var hún ein þeirra sem Alþingi veitti íslenskan ríkisborgararétt og er Dani, eins og hún er oftast kölluð, því orðin Íslendingur og gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Ég er mjög þakklát og mér finnst þetta mjög mikill heiður. Þegar ég kom hingað fyrst árið 2016 þá var ég mjög hrifinn af landinu og fólkinu hérna. Ég er afar þakklát,“ segir Dani í samtali við Vísi. „Elska að búa hér og vera örugg“ Hún segist upphaflega hafa komið til Íslands því það var það eina sem henni hafði boðist. „Ég var að byrja minn feril sem atvinnumaður og þetta var eina tilboðið sem ég fékk, eini staðurinn sem ég gat spilað á. Ég kom með þau markmið að byrja af krafti, búa til ferilskrá og fara síðan eitthvað annað,“ en Dani lék í þrjú ár með Stjörnunni og eitt ár með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna vorið 2020 og varð hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla og kvenna hjá Stjörnunni. Ári seinna hélt Dani síðan til Bandaríkjanna þar sem hún fékk starf sem þjálfari hjá háskólaliði San Diego. „Ég fór í eitt ár því mér bauðst frábært tækifæri sem þjálfari. Þar fékk ég dýrmæta reynslu og gat gert meira hvað varðar körfuboltann. Ég kom aftur því ég á líf hér og fjölskyldu hérna núna.“ Dani ólst upp í Los Angeles og segir mikinn mun á samfélaginu hér á landi og í borg englanna. „Los Angeles er mjög stór borg og svolítið klikkuð. Ég elska að búa hér og að vera alltaf örugg. Fyrir utan fólkið auðvitað þá finnst mér allt annað frábært. Þetta er staður þar sem mig langar að stofna fjölskyldu í framtíðinni og staður sem er á undan flestum öðrum hvað varðar skilning á því að ég eigi kærustu. Að mér líði þannig að ég geti verið ég sjálf á hverjum degi. Svo margir hlutir varðandi landið gera það svo auðvelt og öruggt að búa hérna.“ Þegar Dani sneri aftur til að spila með Grindavík haustið 2022 hafði hún ekki spilað körfubolta í tvö tímabil þar á undan. Körfuboltaskórnir voru þó aldrei langt undan. „Árið sem ég þjálfaði var ég aðeins á æfingum með liðinu sem ég þjálfaði. Það var háskólalið og skipað leikmönnum á aldrinum 18 til 23 ára. Síðan æfði ég sjálf í líkamsræktarstöð nálægt heimili mínu og spilaði þar gegn karlmönnum. Þeir voru ekki atvinnumenn en þetta voru strákar og karlmenn sem ég spilaði við til að koma mér aftur í leikform.“ Fegin að þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu Hún segir nýfenginn ríkisborgararétt breyta ýmsu fyrir sig. „Körfubolti er ekki heilsársíþrótt. Ég get ekki fengið vinnu utan körfuboltans og þetta hjálpar mér að komast betur inn í samfélagið. Að fá venjulega vinnu á sumrin er erfiðasti hlutinn því ég hef bara þjálfunina,“ en Dani hefur verið viðloðandi þjálfun yngri landsliða Íslands og einnig komið að þjálfun í körfuboltabúðum sem haldnar hafa verið hér á landi. „Það myndi hjálpa mér mikið að geta fengið mér vinnu og þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu í hvert sinn sem ég kem. Það er ýmislegt svona sem gerir hlutina auðveldari en fyrst og fremst er þetta mikill heiður og það að ég get sest að hér og þarf ekki að hafa áhyggjur af hlutum í framtíðinni sem gætu gert mér erfiðara fyrir.“ „Í sumar var ég aðalþjálfari U16-ára landsliðs kvenna og var boðin staða á ný næsta sumar. Það hefur verið erfitt fyrir mig að vera hér á sumrin þar sem ég hef ekki getað fengið neina vinnu fyrir utan þjálfunina. Ég þarf að borga af húsi og það var ekki nóg fyrir mig að lifa bara á þjálfaralaununum. Ég þurfti því að gefa það frá mér að sinni.“ Dani segist kunna afar vel að vinna með ungum leikmönnum. „Ég elska það. Mér finnst það frábært og ég elska að vinna með ungum leikmönnum. Það er frábært að geta gefið til baka til leikmanna sem eru að koma upp í landsliðunum.“ Hefur rætt við landsliðsþjálfarann Þar sem Dani er nú orðin íslenskur ríkisborgari er hún gjaldgeng í íslenska landsliðið í körfubolta. Hún segist munu gefa kost á sér verði hún valin en Dani hefur verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar hér á landi síðan hún kom hingað fyrst. „Ég myndi elska að spila fyrir hönd Íslands og spila ef ég tækifærið kemur og ég verð valin,“ segir Dani en bætir við að hún hafi ekkert rætt við Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfara síðan hún fékk ríkisborgararéttinn. „Við ræddum möguleikann ef þetta myndi gerast. Þetta hefur tekið svolítið langan tíma því við sendum umsókn í apríl og bjuggumst við að fá svar í maí. Það dróst þangað til nú í desember en við vorum búin að ræða möguleikann ef við myndum fá svar í maí, hvort ég myndi spila í landsliðsglugganum sem var þá framundan. Næsti gluggi er ekki fyrr en í nóvember og við höfum ekkert rætt þetta nýlega.“ Seinni hluti viðtalsins við Dani Rodriguez birtist á Vísi á morgun Grindavík UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Danielle Rodriguez kom fyrst til Íslands árið árið 2016. Hún er nú á sínu öðru tímabili með Grindavík. Í desember var hún ein þeirra sem Alþingi veitti íslenskan ríkisborgararétt og er Dani, eins og hún er oftast kölluð, því orðin Íslendingur og gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Ég er mjög þakklát og mér finnst þetta mjög mikill heiður. Þegar ég kom hingað fyrst árið 2016 þá var ég mjög hrifinn af landinu og fólkinu hérna. Ég er afar þakklát,“ segir Dani í samtali við Vísi. „Elska að búa hér og vera örugg“ Hún segist upphaflega hafa komið til Íslands því það var það eina sem henni hafði boðist. „Ég var að byrja minn feril sem atvinnumaður og þetta var eina tilboðið sem ég fékk, eini staðurinn sem ég gat spilað á. Ég kom með þau markmið að byrja af krafti, búa til ferilskrá og fara síðan eitthvað annað,“ en Dani lék í þrjú ár með Stjörnunni og eitt ár með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna vorið 2020 og varð hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla og kvenna hjá Stjörnunni. Ári seinna hélt Dani síðan til Bandaríkjanna þar sem hún fékk starf sem þjálfari hjá háskólaliði San Diego. „Ég fór í eitt ár því mér bauðst frábært tækifæri sem þjálfari. Þar fékk ég dýrmæta reynslu og gat gert meira hvað varðar körfuboltann. Ég kom aftur því ég á líf hér og fjölskyldu hérna núna.“ Dani ólst upp í Los Angeles og segir mikinn mun á samfélaginu hér á landi og í borg englanna. „Los Angeles er mjög stór borg og svolítið klikkuð. Ég elska að búa hér og að vera alltaf örugg. Fyrir utan fólkið auðvitað þá finnst mér allt annað frábært. Þetta er staður þar sem mig langar að stofna fjölskyldu í framtíðinni og staður sem er á undan flestum öðrum hvað varðar skilning á því að ég eigi kærustu. Að mér líði þannig að ég geti verið ég sjálf á hverjum degi. Svo margir hlutir varðandi landið gera það svo auðvelt og öruggt að búa hérna.“ Þegar Dani sneri aftur til að spila með Grindavík haustið 2022 hafði hún ekki spilað körfubolta í tvö tímabil þar á undan. Körfuboltaskórnir voru þó aldrei langt undan. „Árið sem ég þjálfaði var ég aðeins á æfingum með liðinu sem ég þjálfaði. Það var háskólalið og skipað leikmönnum á aldrinum 18 til 23 ára. Síðan æfði ég sjálf í líkamsræktarstöð nálægt heimili mínu og spilaði þar gegn karlmönnum. Þeir voru ekki atvinnumenn en þetta voru strákar og karlmenn sem ég spilaði við til að koma mér aftur í leikform.“ Fegin að þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu Hún segir nýfenginn ríkisborgararétt breyta ýmsu fyrir sig. „Körfubolti er ekki heilsársíþrótt. Ég get ekki fengið vinnu utan körfuboltans og þetta hjálpar mér að komast betur inn í samfélagið. Að fá venjulega vinnu á sumrin er erfiðasti hlutinn því ég hef bara þjálfunina,“ en Dani hefur verið viðloðandi þjálfun yngri landsliða Íslands og einnig komið að þjálfun í körfuboltabúðum sem haldnar hafa verið hér á landi. „Það myndi hjálpa mér mikið að geta fengið mér vinnu og þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu í hvert sinn sem ég kem. Það er ýmislegt svona sem gerir hlutina auðveldari en fyrst og fremst er þetta mikill heiður og það að ég get sest að hér og þarf ekki að hafa áhyggjur af hlutum í framtíðinni sem gætu gert mér erfiðara fyrir.“ „Í sumar var ég aðalþjálfari U16-ára landsliðs kvenna og var boðin staða á ný næsta sumar. Það hefur verið erfitt fyrir mig að vera hér á sumrin þar sem ég hef ekki getað fengið neina vinnu fyrir utan þjálfunina. Ég þarf að borga af húsi og það var ekki nóg fyrir mig að lifa bara á þjálfaralaununum. Ég þurfti því að gefa það frá mér að sinni.“ Dani segist kunna afar vel að vinna með ungum leikmönnum. „Ég elska það. Mér finnst það frábært og ég elska að vinna með ungum leikmönnum. Það er frábært að geta gefið til baka til leikmanna sem eru að koma upp í landsliðunum.“ Hefur rætt við landsliðsþjálfarann Þar sem Dani er nú orðin íslenskur ríkisborgari er hún gjaldgeng í íslenska landsliðið í körfubolta. Hún segist munu gefa kost á sér verði hún valin en Dani hefur verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar hér á landi síðan hún kom hingað fyrst. „Ég myndi elska að spila fyrir hönd Íslands og spila ef ég tækifærið kemur og ég verð valin,“ segir Dani en bætir við að hún hafi ekkert rætt við Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfara síðan hún fékk ríkisborgararéttinn. „Við ræddum möguleikann ef þetta myndi gerast. Þetta hefur tekið svolítið langan tíma því við sendum umsókn í apríl og bjuggumst við að fá svar í maí. Það dróst þangað til nú í desember en við vorum búin að ræða möguleikann ef við myndum fá svar í maí, hvort ég myndi spila í landsliðsglugganum sem var þá framundan. Næsti gluggi er ekki fyrr en í nóvember og við höfum ekkert rætt þetta nýlega.“ Seinni hluti viðtalsins við Dani Rodriguez birtist á Vísi á morgun
Grindavík UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira