Eitt er víst að smekkur manna er misjafn og laðast fólk að ólíkum þáttum í fari annarra.
„Þrátt fyrir það að vera aðlaðandi teljist meðfæddur eiginleiki má huga að ýmsum þáttum í daglegu lífi til að bæta sig,“ segir Beggi.
Með því að huga að eftirfarandi atriðum getur fólk orðið meira aðlaðandi að mati Begga.
- Snyrting og hreinlæti - klipptu neglurnar, farðu reglulega í sturtu, vertu í snyrtilegum fötum og ilmaðu vel.
- Stundaðu líkamsrækt- hlauptu og lyftu þungum lóðum.
- Borðaðu holla og hreina fæðu.
- Markmiðasetning - settu þér háleit markmið.
Beggi er búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hann er í doktorsnámi í sálfræði við Claremont Graduate University.
Beggi er fyrirlesari auk þess hefur hann haldið úti hlaðvarpinu 24/7.