Flugeldasalan ívíð meiri en um síðustu áramót Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2024 10:36 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar, telur að gott veður á höfuðborgarsvæðinu hafi haft sitt að segja um aukna flugeldasölu. Vísir/Vilhelm Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að flugeldasala björgunarsveitanna í kringum nýliðin áramót virðist hafa verið ívíð meiri en fyrir ári. „Þetta gekk nú bara þokkalega vel og flestar sveitir eru sáttar við söluna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið gígantísk aukning, en þetta var meira en í fyrra,“ segir Borghildur. Slysavarnafélagið Landsbjörg eigi eftir að taka saman sölutölur en muni að venju ekki birta þær opinberlega. Gott veður á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð um hvað hafi valdið söluaukningunni nú segir Borghildur Fjóla að veðrið kunni að hafa sitt að segja. „Það er ekki gott að segja. Það var ágætis veður á höfuðborgarsvæðinu og svo hafa verkefnin verið mörg og stór sem kunni að hafa haft áhrif á að fólk hafi frekar vilja styðja okkur. Við erum að minnsta kosti mjög þakklát.“ Minni umræða um mengun af völdum flugelda Athygli vakti dagana áður en 2022 gekk í garð þegar Umhverfisstofnun réðst í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Borghildur Fjóla segir að þessi umræða hafi ekki verið eins áberandi að þessu sinni, en bendir á að björgunarsveitirnar geri sér fulla grein fyrir því að flugeldar séu ekki umhverfisvænir. „Við vitum alveg að flugeldar menga og það verður svifrykstopppur á þessum tíma. En við höfum reynt að minnka plastið og svo eru engir þungmálmar eftir í flugveldum. En flugeldarnir menga og búa til svifryk og eru erfiðir fyrir þá sem eru veikir fyrir. Við reynum því öll að takmarka tímann þar sem flugeldar eru skotnir upp.“ Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
„Þetta gekk nú bara þokkalega vel og flestar sveitir eru sáttar við söluna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið gígantísk aukning, en þetta var meira en í fyrra,“ segir Borghildur. Slysavarnafélagið Landsbjörg eigi eftir að taka saman sölutölur en muni að venju ekki birta þær opinberlega. Gott veður á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð um hvað hafi valdið söluaukningunni nú segir Borghildur Fjóla að veðrið kunni að hafa sitt að segja. „Það er ekki gott að segja. Það var ágætis veður á höfuðborgarsvæðinu og svo hafa verkefnin verið mörg og stór sem kunni að hafa haft áhrif á að fólk hafi frekar vilja styðja okkur. Við erum að minnsta kosti mjög þakklát.“ Minni umræða um mengun af völdum flugelda Athygli vakti dagana áður en 2022 gekk í garð þegar Umhverfisstofnun réðst í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Borghildur Fjóla segir að þessi umræða hafi ekki verið eins áberandi að þessu sinni, en bendir á að björgunarsveitirnar geri sér fulla grein fyrir því að flugeldar séu ekki umhverfisvænir. „Við vitum alveg að flugeldar menga og það verður svifrykstopppur á þessum tíma. En við höfum reynt að minnka plastið og svo eru engir þungmálmar eftir í flugveldum. En flugeldarnir menga og búa til svifryk og eru erfiðir fyrir þá sem eru veikir fyrir. Við reynum því öll að takmarka tímann þar sem flugeldar eru skotnir upp.“
Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52