Eigandinn kastaði drykk yfir stuðningsmenn félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 14:01 David Tepper er ekki að gera frábæra hluti sem eigandi Carolina Panthers liðsins. Getty/Jane Gershovich Carolina Panthers mátti þola háðuglegt tap í NFL-deildinni á Gamlársdag og eigandinn David Tepper var allt annað en ánægður með gang mála. Það var þó ekki bara slök frammistaða leikmanna hans sem komst í fréttirnar heldur endaði reiðikast eigandans þar líka. Það náðist nefnilega á myndband þegar David Tepper kastaði drykk út úr heiðursstúkunni og yfir stuðningsfólk sem voru að horfa á leikinn fyrir neðan hann. Hann hendir drykknum frá sér í pirringskasti og það má sjá stuðningsmennina snúa sér við og láta hann heyra það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H3HUP0zjVoU">watch on YouTube</a> Atvikið varð skömmu eftir að leikstjórnandinn Bryce Young, kastaði boltanum frá sér. Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta vor en hefur ekki staðið undir þeim væntingum. Panthers liðið átti skelfilegan dag og tapaði leiknum á endanum 26-0. Þetta var í fyrsta sinn í 342 leikjum, frá árinu 2002, sem liðið lék heilan leik án þess að skora. Talsmaður Panthers neitaði að tjá sig um atvikið en NFL-deildin veit af því og er með þetta til skoðunar hjá sér. Tepper lét frá sér úrvalsútherjann DJ Moore og tvo valrétti til að komast yfir fyrsta valrétt svo félagið gæti valið Bryce Young. Tepper gekk síðan svo langt að lýsa því yfir að Young myndi koma félaginu í Super Bowl leiki og það fleiri en einn. Tepper keypti félagið fyrir 2,75 milljarða dollara árið 2018, 375 milljarða króna, en ekkert hefur gengið síðan. Hann hefur rekið þrjá þjálfara og tapið um helgina þýðir að liðið er með versta árangurinn í deildinni í ár. As if going 2-14 wasn t embarrassing enough, now there s this shit. It s not worth it at this point. David Tepper has ruined the Carolina Panthers. pic.twitter.com/2imqRphv9X— B.P. Cox (@BPCox_) January 1, 2024 NFL Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Það var þó ekki bara slök frammistaða leikmanna hans sem komst í fréttirnar heldur endaði reiðikast eigandans þar líka. Það náðist nefnilega á myndband þegar David Tepper kastaði drykk út úr heiðursstúkunni og yfir stuðningsfólk sem voru að horfa á leikinn fyrir neðan hann. Hann hendir drykknum frá sér í pirringskasti og það má sjá stuðningsmennina snúa sér við og láta hann heyra það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H3HUP0zjVoU">watch on YouTube</a> Atvikið varð skömmu eftir að leikstjórnandinn Bryce Young, kastaði boltanum frá sér. Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta vor en hefur ekki staðið undir þeim væntingum. Panthers liðið átti skelfilegan dag og tapaði leiknum á endanum 26-0. Þetta var í fyrsta sinn í 342 leikjum, frá árinu 2002, sem liðið lék heilan leik án þess að skora. Talsmaður Panthers neitaði að tjá sig um atvikið en NFL-deildin veit af því og er með þetta til skoðunar hjá sér. Tepper lét frá sér úrvalsútherjann DJ Moore og tvo valrétti til að komast yfir fyrsta valrétt svo félagið gæti valið Bryce Young. Tepper gekk síðan svo langt að lýsa því yfir að Young myndi koma félaginu í Super Bowl leiki og það fleiri en einn. Tepper keypti félagið fyrir 2,75 milljarða dollara árið 2018, 375 milljarða króna, en ekkert hefur gengið síðan. Hann hefur rekið þrjá þjálfara og tapið um helgina þýðir að liðið er með versta árangurinn í deildinni í ár. As if going 2-14 wasn t embarrassing enough, now there s this shit. It s not worth it at this point. David Tepper has ruined the Carolina Panthers. pic.twitter.com/2imqRphv9X— B.P. Cox (@BPCox_) January 1, 2024
NFL Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira