47% þjóðarsátt? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. janúar 2024 08:30 Það var einbeittur hópur forystufólks atvinnurekenda og stéttarfélaga sem settist niður með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs. Stefnan skal sett á „þjóðarsátt“, þráttfyrir að meirihluti launakostnaðar í hagkerfinu liggi utan samningssviðs aðila og að stór hluti þjóðarinnar sé í öðrum stéttarfélögum. Það má öllum vera ljóst að þessi leikflétta er ekki líkleg til að skila árangri. Mikið meira þarf til og fleiri þurfa að koma að borðinu ef stuðla á að auknum stöðugleika og víðtækri sátt um kjarabætur á árinu 2024. Aðeins um 47% umboð fyrir þjóðarsátt Í nýrri skýrslu Kjaratölfræðinefndar má sjá vægi heildarsamtaka í vísitölu grunntímakaups á vinnumarkaði en vægið veitir vísbendingu um hlutdeild samtaka í launakostnaði hagkerfisins. Athygli vekur að ASÍ fer aðeins fyrir 50% vísitölunnar en hinn helmingurinn samanstendur af BHM, BSRB, KÍ, stéttarfélögum utan heildarsamtaka (t.a.m. hjúkrunarfræðingum og læknum) og launafólki utan stéttarfélaga. Gróflega má áætla að bandalag stéttarfélaga ASÍ, sem nú boðar nýja þjóðarsátt, fari fyrir um 47% af grunnlaunavísitölunni. Meirihlutaumboð fyrir þjóðarsátt er því einfaldlega ekki til staðar og allra síst ef hugmyndin er að semja um krónutöluhækkanir fyrir allt launafólk á vinnumarkaði. Meira en 10% fyrir sum en 2% fyrir önnur? Samkvæmt fréttum hljóða launakröfur hópsins upp á 26.000 króna flata hækkun á öll laun, háð skilyrðum um tugmilljarða tekjutilfærslur til hópa í lægri enda tekjudreifingarinnar. Ætla má að flatar krónutöluhækkanir og auknar barna- og vaxtabætur muni jafnvel leiða til meira en 10% aukningar í ráðstöfunartekjum hjá Eflingarhópum en minnst 1,5-2% hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. Í þeim hópi er fólk sem hefur nær enga kaupmáttaraukningu hlotið yfir lengri tíma t.a.m. sérfræðingar í heilbrigðis- og menntakerfi hjá ríkinu. Staðreyndin er sú að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins leiddu til kaupmáttarrýrnunar hjá stórum hluta millistéttarinnar á árunum 2019-2024. Stéttarfélög háskólamenntaðra eru sjálfstæðir samningsaðilar sem munu ekki samþykkja kjarasamning sem er sérsniðinn að þörfum láglaunahópa á almennum vinnumarkaði. Og allra síst ef stéttarfélögunum er haldið frá samtalinu um fórnarskipti launahækkana, verðbólgu og vaxta. Heildarhagsmunir og sameiginlegt verkefni Stærsta áskorun hagstjórnarinnar á árinu 2024 er að leiða saman alla aðila vinnumarkaðar til að treysta verðstöðugleika á Íslandi. Það verður ekki gert með því að semja eingöngu um miklar kjarabætur hjá láglaunahópum og sýna millistéttinni og kröfum hennar tómlæti. Það má öllum vera ljóst að slík leikflétta mun aðeins leiða til átaka og aukins efnahagslegs- og félagslegs óstöðugleika. Ef stuðla á að langtímasamningum og auknum stöðugleika þurfa stjórnvöld að hafa hugrekki til að samhæfa alla aðila vinnumarkaðar á fyrstu vikum nýs árs. Heildarsamtökin á opinbera vinnumarkaðnum þurfa að koma að þeirri vinnu. BHM er reiðubúið í samtalið um þær stóru áskoranir sem við blasa t.a.m. um leiðirnar til að lækka verðbólgu og vexti. Sá einbeitti hópur sem settist niður með ríkissáttasemjara milli jóla og nýárs hefur ekki umboð til að lýsa yfir þjóðarsátt fyrir hönd heildarinnar. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það var einbeittur hópur forystufólks atvinnurekenda og stéttarfélaga sem settist niður með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs. Stefnan skal sett á „þjóðarsátt“, þráttfyrir að meirihluti launakostnaðar í hagkerfinu liggi utan samningssviðs aðila og að stór hluti þjóðarinnar sé í öðrum stéttarfélögum. Það má öllum vera ljóst að þessi leikflétta er ekki líkleg til að skila árangri. Mikið meira þarf til og fleiri þurfa að koma að borðinu ef stuðla á að auknum stöðugleika og víðtækri sátt um kjarabætur á árinu 2024. Aðeins um 47% umboð fyrir þjóðarsátt Í nýrri skýrslu Kjaratölfræðinefndar má sjá vægi heildarsamtaka í vísitölu grunntímakaups á vinnumarkaði en vægið veitir vísbendingu um hlutdeild samtaka í launakostnaði hagkerfisins. Athygli vekur að ASÍ fer aðeins fyrir 50% vísitölunnar en hinn helmingurinn samanstendur af BHM, BSRB, KÍ, stéttarfélögum utan heildarsamtaka (t.a.m. hjúkrunarfræðingum og læknum) og launafólki utan stéttarfélaga. Gróflega má áætla að bandalag stéttarfélaga ASÍ, sem nú boðar nýja þjóðarsátt, fari fyrir um 47% af grunnlaunavísitölunni. Meirihlutaumboð fyrir þjóðarsátt er því einfaldlega ekki til staðar og allra síst ef hugmyndin er að semja um krónutöluhækkanir fyrir allt launafólk á vinnumarkaði. Meira en 10% fyrir sum en 2% fyrir önnur? Samkvæmt fréttum hljóða launakröfur hópsins upp á 26.000 króna flata hækkun á öll laun, háð skilyrðum um tugmilljarða tekjutilfærslur til hópa í lægri enda tekjudreifingarinnar. Ætla má að flatar krónutöluhækkanir og auknar barna- og vaxtabætur muni jafnvel leiða til meira en 10% aukningar í ráðstöfunartekjum hjá Eflingarhópum en minnst 1,5-2% hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. Í þeim hópi er fólk sem hefur nær enga kaupmáttaraukningu hlotið yfir lengri tíma t.a.m. sérfræðingar í heilbrigðis- og menntakerfi hjá ríkinu. Staðreyndin er sú að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins leiddu til kaupmáttarrýrnunar hjá stórum hluta millistéttarinnar á árunum 2019-2024. Stéttarfélög háskólamenntaðra eru sjálfstæðir samningsaðilar sem munu ekki samþykkja kjarasamning sem er sérsniðinn að þörfum láglaunahópa á almennum vinnumarkaði. Og allra síst ef stéttarfélögunum er haldið frá samtalinu um fórnarskipti launahækkana, verðbólgu og vaxta. Heildarhagsmunir og sameiginlegt verkefni Stærsta áskorun hagstjórnarinnar á árinu 2024 er að leiða saman alla aðila vinnumarkaðar til að treysta verðstöðugleika á Íslandi. Það verður ekki gert með því að semja eingöngu um miklar kjarabætur hjá láglaunahópum og sýna millistéttinni og kröfum hennar tómlæti. Það má öllum vera ljóst að slík leikflétta mun aðeins leiða til átaka og aukins efnahagslegs- og félagslegs óstöðugleika. Ef stuðla á að langtímasamningum og auknum stöðugleika þurfa stjórnvöld að hafa hugrekki til að samhæfa alla aðila vinnumarkaðar á fyrstu vikum nýs árs. Heildarsamtökin á opinbera vinnumarkaðnum þurfa að koma að þeirri vinnu. BHM er reiðubúið í samtalið um þær stóru áskoranir sem við blasa t.a.m. um leiðirnar til að lækka verðbólgu og vexti. Sá einbeitti hópur sem settist niður með ríkissáttasemjara milli jóla og nýárs hefur ekki umboð til að lýsa yfir þjóðarsátt fyrir hönd heildarinnar. Höfundur er formaður BHM.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun