Óvinsældir Bjarna sláandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. desember 2023 19:55 Eiríkur segir óvinsældir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra sláandi. Vísir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvinsældir Bjarna Benediktssonar samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu sláandi. Spurt var við framkvæmd könnunarinnar hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili. Sá ráðherra sem svarendur sem tóku afstöðu töldu hafa staðið sig best var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með 9,7 prósent. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með 7,2 prósent. Stuðningurinn þverr ansi fljótt Tæp 34 prósent töldu þó að enginn einn ráðherra hefði staðið sig best. Á hinum enda skalans voru 45,5 prósent sem töldu Bjarna Benediktsson hafa staðið sig verst, en 14,6 prósent töldu Svandísi hafa staðið sig verst. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra býr ekki við miklar vinsældir um þessar mundir.Vísir „Þetta eru alveg fádæma óvinsældir sem Bjarni Benediktsson býr við núna. Hann er auðvitað stjórnmálamaður sem hefur notið töluverðs trausts og stuðnings í íslensku þjóðfélagi en núna þverr það ansi fljótt. Og þetta eru sláandi tölur að sjá núna,“ segir Eiríkur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þá var einnig spurt við framkvæmd könnunarinnar hversu vel eða illa ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist að koma sínum málefnum til framkvæmda í ríkisstjórnarsamstarfinu. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda, en 13 prósent telja það hafa tekist vel hjá flokknum. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda.Vísir Rúmum 35 prósentum þótti þá Framsóknarflokknum hafa tekist illa til við að koma málefnum sínum á framfæri, en tæp 17 prósent töldu það hafa tekist vel hjá flokknum. Yfir 30 prósent sögðu Sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel til, en tæp 38 prósent sögðu hið gagnstæða, að flokknum hefði illa eða alls ekki tekist að koma málefnum sínum til framkvæmda í samstarfinu. Hugur fólksins skýr Eiríkur tekur fram að langt sé í kosningar og að staðan gæti verið gjörbreytt þegar líður að kosningum. Þó segir Eiríkur að ákveðin mynd sé að festa sig í sessi. „Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins komið niður í rúmlega 17 prósent og heldur sér þar. Framsóknarflokkurinn missir þennan gríðarlega stuðning sem hann hafði í síðustu kosningum og VG heldur áfram að dala algjörlega kominn við þau mörk að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum og þetta er flokkur forsætisráðherrans. Samfylkingin fer áfram með himinskautum. Þessi mynd er að festast í sessi,“ segir Eiríkur. Hann segir það vera alveg rétt að það væru kosningar sem skiptu máli en ekki skoðanakannanir en að hugur fólksins í landinu um þessar mundir sé skýr og búinn að vera það í einhvern tíma. Eiríkur segir augljóst að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu reyna að mynda stjórn miðað við þessa könnun. „Framsókn getur alltaf verið með í öllum partíum,“ bætir hann við. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Spurt var við framkvæmd könnunarinnar hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili. Sá ráðherra sem svarendur sem tóku afstöðu töldu hafa staðið sig best var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með 9,7 prósent. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með 7,2 prósent. Stuðningurinn þverr ansi fljótt Tæp 34 prósent töldu þó að enginn einn ráðherra hefði staðið sig best. Á hinum enda skalans voru 45,5 prósent sem töldu Bjarna Benediktsson hafa staðið sig verst, en 14,6 prósent töldu Svandísi hafa staðið sig verst. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra býr ekki við miklar vinsældir um þessar mundir.Vísir „Þetta eru alveg fádæma óvinsældir sem Bjarni Benediktsson býr við núna. Hann er auðvitað stjórnmálamaður sem hefur notið töluverðs trausts og stuðnings í íslensku þjóðfélagi en núna þverr það ansi fljótt. Og þetta eru sláandi tölur að sjá núna,“ segir Eiríkur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þá var einnig spurt við framkvæmd könnunarinnar hversu vel eða illa ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist að koma sínum málefnum til framkvæmda í ríkisstjórnarsamstarfinu. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda, en 13 prósent telja það hafa tekist vel hjá flokknum. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda.Vísir Rúmum 35 prósentum þótti þá Framsóknarflokknum hafa tekist illa til við að koma málefnum sínum á framfæri, en tæp 17 prósent töldu það hafa tekist vel hjá flokknum. Yfir 30 prósent sögðu Sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel til, en tæp 38 prósent sögðu hið gagnstæða, að flokknum hefði illa eða alls ekki tekist að koma málefnum sínum til framkvæmda í samstarfinu. Hugur fólksins skýr Eiríkur tekur fram að langt sé í kosningar og að staðan gæti verið gjörbreytt þegar líður að kosningum. Þó segir Eiríkur að ákveðin mynd sé að festa sig í sessi. „Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins komið niður í rúmlega 17 prósent og heldur sér þar. Framsóknarflokkurinn missir þennan gríðarlega stuðning sem hann hafði í síðustu kosningum og VG heldur áfram að dala algjörlega kominn við þau mörk að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum og þetta er flokkur forsætisráðherrans. Samfylkingin fer áfram með himinskautum. Þessi mynd er að festast í sessi,“ segir Eiríkur. Hann segir það vera alveg rétt að það væru kosningar sem skiptu máli en ekki skoðanakannanir en að hugur fólksins í landinu um þessar mundir sé skýr og búinn að vera það í einhvern tíma. Eiríkur segir augljóst að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu reyna að mynda stjórn miðað við þessa könnun. „Framsókn getur alltaf verið með í öllum partíum,“ bætir hann við.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21