Óbærilegt margmenni vegna niðurskurðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2023 20:39 Ólöf og Halldóra eru báðar fastagestir í Vesturbæjarlaug. Þær eru afar ósáttar við skertan opnunartíma yfir hátíðarnar. Vísir/Arnar Fastagestir Vesturbæjarlaugar mótmæla því harðlega að sundlaugar borgarinnar skuli standa meira og minna lokaðar á hátíðisdögum þetta árið. Óbærilegt margmenni hafi verið í lauginni á annan í jólum og heilu vinahóparnir verði svo sviknir um áramótasundið. Opið var á aðfangadag og annan í jólum í Vesturbæjarlaug en lokað yfir aðra helstu hátíðisdaga - og lokað verður bæði gamlárs- og nýársdag. Þetta er staðan í hinum laugum borgarinnar líka; afleiðing hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg kynnti í fyrra. Ólafur Egilsson leikari gagnrýnir þessa skerðingu, eftir að hafa heimsótt laugina í algjörri örtröð á annan í jólum. Þann dag stóðu aðeins tvær aðrar sundlaugar í Reykjavík opnar. „Þar ræddum við að það hafði verið mikil aðsókn og yrði líka lokað á gamlársdag. Og fólk var leitt vegna þess að það eru þónokkrir hópar fastagesta sem hafa það fyrir sið að hittast hérna fyrir hádegið á gamlársdag og fara yfir árið, þetta er hefð, áratugahefð,“ segir Ólafur við fréttamann í pottinum. Þessir hópar fái þannig ekki að njóta þessarar áratugahefðar í ár. „Auðvitað þarf þetta að vera skynsamlega rekið og fjármagni ráðstafað af hyggjuviti en ég held að þarna hafi verið gengið fulllangt í niðurskurðinum,“ segir Ólafur. Ólafur Egilsson vakti máls á samdrætti í opnum tímum yfir hátíðarnar í sundlaugum borgarinnar. Hann telur niðurskurðarkröfuna of bratta.Vísir/Arnar Alltof margir í lauginni Og förum aðeins yfir tölfræðina sem Ólafur tók saman og birti á Facebook. Árið 2021 voru sundlaugarnar átta í borginni opnar í samtals 275 klukkustundir yfir hátíðisdagana sex. Þetta var komið niður í um 190 klukkustundir í fyrra og í ár eru sundlaugarnar aðeins opnar í um 113 klukkustundir. Þetta er sextíu prósent samdráttur á tveimur árum. Fréttamaður fer yfir tölfræðina í lauginni í dag. „Við erum ekki ánægðar með þetta og sérstaklega á Þorláksmessu, það var lokað þá. Og styttri tími. Við erum ekki ánægðar með það,“ segir Ólöf Stefánsdóttir, fastagestur í Vesturbæjarlaug. Hún og Halldóra Gestsdóttir, annar fastagestur, skelltu sér báðar í laugina á annan í jólum. „Það var hræðilegt, það var svo mikið af fólki!“ Hátíðarlokanir verða ræddar í menningar- íþrótta og tómstundaráði eftir áramót. Þá verður í það minnsta skoðað hvort skerpa megi á útfærslu þeirra. Það þykir til að mynda halla á laugargesti í Austurborginni. Þá er raunar frekari skerðing í kortunum, almenns eðlis. Frá og með 1. apríl verður opnunartími allra sundlauga í Reykjavík styttur um klukkutíma, til níu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni sparast um fimmtíu milljónir á ári með hátíðarlokunum sundlauganna og um tuttugu milljónir til viðbótar með skertu helgarsundi í vor. Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Opið var á aðfangadag og annan í jólum í Vesturbæjarlaug en lokað yfir aðra helstu hátíðisdaga - og lokað verður bæði gamlárs- og nýársdag. Þetta er staðan í hinum laugum borgarinnar líka; afleiðing hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg kynnti í fyrra. Ólafur Egilsson leikari gagnrýnir þessa skerðingu, eftir að hafa heimsótt laugina í algjörri örtröð á annan í jólum. Þann dag stóðu aðeins tvær aðrar sundlaugar í Reykjavík opnar. „Þar ræddum við að það hafði verið mikil aðsókn og yrði líka lokað á gamlársdag. Og fólk var leitt vegna þess að það eru þónokkrir hópar fastagesta sem hafa það fyrir sið að hittast hérna fyrir hádegið á gamlársdag og fara yfir árið, þetta er hefð, áratugahefð,“ segir Ólafur við fréttamann í pottinum. Þessir hópar fái þannig ekki að njóta þessarar áratugahefðar í ár. „Auðvitað þarf þetta að vera skynsamlega rekið og fjármagni ráðstafað af hyggjuviti en ég held að þarna hafi verið gengið fulllangt í niðurskurðinum,“ segir Ólafur. Ólafur Egilsson vakti máls á samdrætti í opnum tímum yfir hátíðarnar í sundlaugum borgarinnar. Hann telur niðurskurðarkröfuna of bratta.Vísir/Arnar Alltof margir í lauginni Og förum aðeins yfir tölfræðina sem Ólafur tók saman og birti á Facebook. Árið 2021 voru sundlaugarnar átta í borginni opnar í samtals 275 klukkustundir yfir hátíðisdagana sex. Þetta var komið niður í um 190 klukkustundir í fyrra og í ár eru sundlaugarnar aðeins opnar í um 113 klukkustundir. Þetta er sextíu prósent samdráttur á tveimur árum. Fréttamaður fer yfir tölfræðina í lauginni í dag. „Við erum ekki ánægðar með þetta og sérstaklega á Þorláksmessu, það var lokað þá. Og styttri tími. Við erum ekki ánægðar með það,“ segir Ólöf Stefánsdóttir, fastagestur í Vesturbæjarlaug. Hún og Halldóra Gestsdóttir, annar fastagestur, skelltu sér báðar í laugina á annan í jólum. „Það var hræðilegt, það var svo mikið af fólki!“ Hátíðarlokanir verða ræddar í menningar- íþrótta og tómstundaráði eftir áramót. Þá verður í það minnsta skoðað hvort skerpa megi á útfærslu þeirra. Það þykir til að mynda halla á laugargesti í Austurborginni. Þá er raunar frekari skerðing í kortunum, almenns eðlis. Frá og með 1. apríl verður opnunartími allra sundlauga í Reykjavík styttur um klukkutíma, til níu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni sparast um fimmtíu milljónir á ári með hátíðarlokunum sundlauganna og um tuttugu milljónir til viðbótar með skertu helgarsundi í vor.
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37