Botna ekkert í viðbrögðum Víkings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2023 11:19 Víkingar hafa unnið sex stóra titla undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. vísir/hulda margrét Forráðamenn Norrköping eru undrandi á viðbrögðum Víkings vegna þeirrar ákvörðunar Íslands- og bikarmeistaranna um að slíta viðræðum félaganna vegna Arnars Gunnlaugssonar. Norrköping vildi fá Arnar sem næsta þjálfara liðsins og hóf viðræður við Víking. Íslands- og bikarmeistararnir slitu þeim hins vegar þar sem þeim þótti tilboð Norrköping í Arnar of lágt. „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í tilkynningu félagsins. Norrköping sendi í dag bréf til stuðningsmanna félagsins vegna viðræðnanna við Arnar. Þar segir að Norrköping hafi alltaf verið meðvitað um að félagið þyrfti að greiða Víkingi ákveðna upphæð fyrir að losa Arnar undan samningi. „Norrköping virti þetta alltaf og mætti kröfum Víkings um greiðslu fyrir hann. Af þeim sökum, og að Víkingur samþykkti að Arnar færi í viðræður við annað félag, er stjórnin mjög undrandi á orðum íþróttastjóra Víkings um að félagið hafi ekki viljað selja þjálfarann sinn,“ sagði í bréfinu. Þar segir ennfremur að leit Norrköping að nýjum þjálfara standi enn yfir. Jóhannes Karl Guðjónsson er einn þeirra sem kemur til greina í starfið. Hann hefur einnig verið orðaður við Öster sem leikur í næstefstu deild. Í viðtali við íþróttadeild á Þorláksmessu sagðist Arnar ekki vera svekktur að hafa ekki fengið að taka við Norrköping. „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils,“ sagði Arnar. Skagamaðurinn er samningsbundinn Víkingi til 2024. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018 og undir hans stjórn hefur það unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Norrköping vildi fá Arnar sem næsta þjálfara liðsins og hóf viðræður við Víking. Íslands- og bikarmeistararnir slitu þeim hins vegar þar sem þeim þótti tilboð Norrköping í Arnar of lágt. „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í tilkynningu félagsins. Norrköping sendi í dag bréf til stuðningsmanna félagsins vegna viðræðnanna við Arnar. Þar segir að Norrköping hafi alltaf verið meðvitað um að félagið þyrfti að greiða Víkingi ákveðna upphæð fyrir að losa Arnar undan samningi. „Norrköping virti þetta alltaf og mætti kröfum Víkings um greiðslu fyrir hann. Af þeim sökum, og að Víkingur samþykkti að Arnar færi í viðræður við annað félag, er stjórnin mjög undrandi á orðum íþróttastjóra Víkings um að félagið hafi ekki viljað selja þjálfarann sinn,“ sagði í bréfinu. Þar segir ennfremur að leit Norrköping að nýjum þjálfara standi enn yfir. Jóhannes Karl Guðjónsson er einn þeirra sem kemur til greina í starfið. Hann hefur einnig verið orðaður við Öster sem leikur í næstefstu deild. Í viðtali við íþróttadeild á Þorláksmessu sagðist Arnar ekki vera svekktur að hafa ekki fengið að taka við Norrköping. „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils,“ sagði Arnar. Skagamaðurinn er samningsbundinn Víkingi til 2024. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018 og undir hans stjórn hefur það unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira