Myndin er sú fyrsta sem sjónaukinn nær af Neptúnusi og jafnframt sú skýrasta sem næst af plánetunni í þrjátíu ár. Samkvæmt grein Geimferðarstofnunar Evrópu er myndin sérstök að því leyti að hún sýnir hringi Neptúnusar mun betur en fyrri ljósmyndir sem náðst hafa undanfarna áratugi.
Sumir hringanna hafa ekki sést á ljósmyndum síðan geimflaugin Voyager 2 flaug fram hjá plánetunni árið 1989. Á þessari nýjustu mynd sjást bæði bjartir hringirnir sem umkringja plánetuna en líka aðrir, daufari hringir.
🚀 Finally, we fly out to the ice giant, Neptune.
— ESA (@esa) December 26, 2023
Not only did #Webb capture the clearest view of this peculiar planet’s rings in more than 30 years, but its cameras are also revealing the ice giant in a whole new light.https://t.co/aOkozLS6cx pic.twitter.com/vTxLusnCIx