Sport

Putellas leggst undir hnífinn og verður lengi frá

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alexa Putellas hreykir sig þarna af Gullboltanum sem hún vann tvö ár í röð.
Alexa Putellas hreykir sig þarna af Gullboltanum sem hún vann tvö ár í röð. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images

Alexia Putellas, heimsmeistari og tvöfaldur sigurvegari Ballon d'Or, fer í aðgerð á vinstra hné vegna krossbandsslita sem hún varð fyrir í haust. Hún hefur verið frá keppni síðan 14. nóvember 2023. 

Putellas hefur verið meðal fremstu leikmanna heims undanfarin ár. Hún sópaði til sín einstaklingsverðlaunum árin 2021–22 og fagnaði sömuleiðis góðu gengi með bæði félags- og landsliði. 

Hún meiddist illa eftir að hafa skorað tvisvar í leik gegn Benfica þann 14. nóvember. Fáar fregnir hafa borist um ástand hennar en margir óttuðust það versta og FC Barcelona staðfesti á samfélagsmiðlum í dag að Putellas muni gangast undir hnífinn og verður væntanlega lengi frá. 

Þetta er í annað sinn sem hin 29 ára gamla Putellas slítur krossband í vinstra hné. Hún var frá keppni í hálft ár árið 2022 og missti af Evrópumótinu það sumar. Eftir að hafa jafnað sig á því leiddi hún landa sína að heimsmeistaratitlinum í sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×