Rafíþróttir

Du­sty aftur á toppnum eftir sigur á Kano

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Dusty endurheimti efsta sæti Ljósleiðaradeildarinnar með 3-1 sigri á Kano í 3. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike.
Dusty endurheimti efsta sæti Ljósleiðaradeildarinnar með 3-1 sigri á Kano í 3. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike.

Þriðju um­­­­­ferð Ljós­­­leiðara­­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke lauk í gær­­kvöld með þremur leikjum þar sem Saga sigraði ÍA 0-2, Du­sty lagði Kano 2-1 og Venus tapaði fyrir Þór 0-2.

Stigataflan tók nokkrum breytingum eftir leiki gærkvöldsins í 3. umferð Ljósleiðaradeildarinnar en að henni lokinni er Dusty aftur í efsta sætinu, Þór í öðru og Ármann í því þriðja.

Fjórða umferð byrjar þriðjudaginn 24. september þegar Venus og Höttur keppa annars vegar og Ármann og Veca hins vegar. Umferðinni lýkur síðan á fimmtudeginum með leikjum ÍA og Þórs, Dusty og Rafik og Kano og Sögu.

Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir 3. umferð.

Tengdar fréttir

Frá­bær enda­sprettur hjá Veca gerði út af við Hött

Þriðja um­­­ferð Ljós­­leiðara­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke hófst í gær­kvöld með tveimur leikjum þar sem Veca sigraði Hött 2-1 og Ár­mann lagði lið RAF­ÍK 2-0. Með sigrinum í gær komst Veca í annað sæti deildarinnar en þegar þrír leikir eru eftir í um­ferðinni er Ár­mann í fyrsta sæti og Du­sty í því þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×