Vallarmark á síðustu sekúndunum tryggði sigurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2023 10:31 Jason Sanders tryggði Miami Dolphins sigurinn gegn Dallas Cowboys í nótt. Vísir/Getty Miami Dolphins vann dramatískan 22-20 sigur er liðið tók á móti Dallas Cowboys í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt. Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn á lokasekúndum leiksins. Það var einmitt Sanders sem skoraði fyrstu stig leiksins þegar 52 metra spark hans rataði rétta leið tæpum þremur mínútum fyrir lok fyrsta leikhluta. CeeDee Lamb kom gestunum frá Dallas þó yfir með snertimarki stuttu síðar og aukastigið þýddi að kúrekarnir leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, staðan 3-7. Sanders skoraði svo annað vallarmark sitt um miðjan annan leikhluta áður en sending Tua Tagovailoa á Raheem Mostert skilaði heimamönnum sínu fyrsta snertimarki leiksins og þeir höfðu því forystuna í hálfleik, staðan 13-7. Áfram var það Sanders sem sá að miklu leyti um að koma stigum á töfluna fyrir Miami-liðið og tvö vallarmörk hans í þriðja leikhluta, gegn einu vallarmarki Brandon Aubrey, sáu til þess að heimamenn leiddu með níu stigum fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir frá Dallas skiluðu einu vallarmarki og einu snertimarki á fyrstu átta mínútum fjórða leikhluta og náðu þar með forystunni þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Heimamenn höfðu þó nægan tíma í sína síðustu sókn sem endaði með því að Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn með sínu fimmta vallarmarki í leiknum, lokatölur 22-20. Jason Sanders today:- 5/5 FG- 3/3 50+ yard FG- Hit career long 57 yard FG- GAME WINNERLegacy game🔥 pic.twitter.com/OddhIS24Yl— King of Phinland🐬👑 (@KingOfPhinland) December 25, 2023 NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Það var einmitt Sanders sem skoraði fyrstu stig leiksins þegar 52 metra spark hans rataði rétta leið tæpum þremur mínútum fyrir lok fyrsta leikhluta. CeeDee Lamb kom gestunum frá Dallas þó yfir með snertimarki stuttu síðar og aukastigið þýddi að kúrekarnir leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, staðan 3-7. Sanders skoraði svo annað vallarmark sitt um miðjan annan leikhluta áður en sending Tua Tagovailoa á Raheem Mostert skilaði heimamönnum sínu fyrsta snertimarki leiksins og þeir höfðu því forystuna í hálfleik, staðan 13-7. Áfram var það Sanders sem sá að miklu leyti um að koma stigum á töfluna fyrir Miami-liðið og tvö vallarmörk hans í þriðja leikhluta, gegn einu vallarmarki Brandon Aubrey, sáu til þess að heimamenn leiddu með níu stigum fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir frá Dallas skiluðu einu vallarmarki og einu snertimarki á fyrstu átta mínútum fjórða leikhluta og náðu þar með forystunni þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Heimamenn höfðu þó nægan tíma í sína síðustu sókn sem endaði með því að Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn með sínu fimmta vallarmarki í leiknum, lokatölur 22-20. Jason Sanders today:- 5/5 FG- 3/3 50+ yard FG- Hit career long 57 yard FG- GAME WINNERLegacy game🔥 pic.twitter.com/OddhIS24Yl— King of Phinland🐬👑 (@KingOfPhinland) December 25, 2023
NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira