Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Ólafur Björn Sverrisson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. desember 2023 16:04 Ívar kveðst spenntur að halda jólin innilokaður á Flateyri. vísir Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum í gær, sem tók gildi á miðnætti. Eins og sést frá myndum úr Bolungarvík í morgun geisar norðanstormur og hríð á svæðinu. Snjóflóð féll um Eyrarhlíð í gær, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, og veginum lokað í kjölfarið. Óvissustigi var svo einnig lýst yfir á Norðurlandi í morgun; snjóflóð féll ofan Siglufjarðar í nótt og tvö flóð fóru yfir Siglufjarðarveg í gærkvöldi, veginum hefur verið lokað. Veðurstofan telur þó hvergi hættu steðja að í byggð. Halda jól innilokuð Öllum helstu vegum á Vestfjörðum hefur einnig verið lokað eða þeir ófærir, eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar. Varaformaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var staddur í snjómokstursbíl þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Ég ákvað að stinga í gegnum hringinn svokallaða á Flateyri, svo fólk komist um, komist í jólasundið,“ segir Ívar. Ívar segir Vestfirðinga almennt rólega yfir snjóflóðahættunni, fólk hafi ekki áhyggjur af stöðunni enn þá. Veður sé þó sannarlega slæmt og alls ekki ráðlegt að vera á ferðinni. „Það gerir blint á milli og ekkert ferðaveður þannig það er ekkert verið að moka. Flateyrarvegi var lokað í gær klukkan ellefu vegna þess. Þannig að við erum bara föst á Flateyri.“ En hvernig er að halda jól svona innilokuð? „Mér finnst það eiginlega bara geggjað, að veðrið sé bara slæmt, þá getur maður bara verið inni í rólegheitunum í friði.“ Áfram óvissustig Jón Þór Víglundsson segir daginn hafa verið heldur rólegan, þó að sinna hafi þurft ófærðaraðstoð hér og þar. Meðal í Vatsndal og við Bolungarvíkurgöng. Heppilegt sé að fáir séu ár ferli á þessum tíma árs. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu á Snæfellsnesi í gær þegar rúta með tuttugu innanborðs hafnaði utanvegar. Allir sluppu ómeiddir. Enn eru gular veðurviðvaranir í gildi á vesturhluta landsins en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Svipuð staða er á snjóflóðahættu að sögn Minneyjar Sigurðardóttur ofanflóðasérfræðingi hjá Veðurstofunni. „Það hefur ekki skapast meiri hætti við byggð, það eru nokkrir staðir á dreifbýli sem við erum að fylgjast náið með. Mesta hættan er til fjalla og vegum í hlíðum.“ „Það verður engin aflétting í dag á óvissustigi,“ segir Minney. Jól Ísafjarðarbær Veður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum í gær, sem tók gildi á miðnætti. Eins og sést frá myndum úr Bolungarvík í morgun geisar norðanstormur og hríð á svæðinu. Snjóflóð féll um Eyrarhlíð í gær, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, og veginum lokað í kjölfarið. Óvissustigi var svo einnig lýst yfir á Norðurlandi í morgun; snjóflóð féll ofan Siglufjarðar í nótt og tvö flóð fóru yfir Siglufjarðarveg í gærkvöldi, veginum hefur verið lokað. Veðurstofan telur þó hvergi hættu steðja að í byggð. Halda jól innilokuð Öllum helstu vegum á Vestfjörðum hefur einnig verið lokað eða þeir ófærir, eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar. Varaformaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var staddur í snjómokstursbíl þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Ég ákvað að stinga í gegnum hringinn svokallaða á Flateyri, svo fólk komist um, komist í jólasundið,“ segir Ívar. Ívar segir Vestfirðinga almennt rólega yfir snjóflóðahættunni, fólk hafi ekki áhyggjur af stöðunni enn þá. Veður sé þó sannarlega slæmt og alls ekki ráðlegt að vera á ferðinni. „Það gerir blint á milli og ekkert ferðaveður þannig það er ekkert verið að moka. Flateyrarvegi var lokað í gær klukkan ellefu vegna þess. Þannig að við erum bara föst á Flateyri.“ En hvernig er að halda jól svona innilokuð? „Mér finnst það eiginlega bara geggjað, að veðrið sé bara slæmt, þá getur maður bara verið inni í rólegheitunum í friði.“ Áfram óvissustig Jón Þór Víglundsson segir daginn hafa verið heldur rólegan, þó að sinna hafi þurft ófærðaraðstoð hér og þar. Meðal í Vatsndal og við Bolungarvíkurgöng. Heppilegt sé að fáir séu ár ferli á þessum tíma árs. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu á Snæfellsnesi í gær þegar rúta með tuttugu innanborðs hafnaði utanvegar. Allir sluppu ómeiddir. Enn eru gular veðurviðvaranir í gildi á vesturhluta landsins en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Svipuð staða er á snjóflóðahættu að sögn Minneyjar Sigurðardóttur ofanflóðasérfræðingi hjá Veðurstofunni. „Það hefur ekki skapast meiri hætti við byggð, það eru nokkrir staðir á dreifbýli sem við erum að fylgjast náið með. Mesta hættan er til fjalla og vegum í hlíðum.“ „Það verður engin aflétting í dag á óvissustigi,“ segir Minney.
Jól Ísafjarðarbær Veður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira