„Eina leiðin til að bjarga henni var að fara út í“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. desember 2023 10:06 Bergþóra tók það ekki í mál að láta hundana drukkna í ánni. eiður h eiðsson „Þetta var nú ekkert svakalegt, ég blotnaði bara vel og var lengi að ná upp hita,“ segir Bergþóra Eiðsdóttir sem kom hundi sínum til bjargar sem slysaðist út í Sogið í Þorláksmessugöngu. Bergþóra var ásamt föður sínum í hefðbundinni göngu með hunda sína í Þrastarskógi þegar einn þeirra kom auga á álftir í Soginu. „Hún hefur mikinn áhuga á fuglum og rauk af stað, hleypur meðfram bakkanum en endar með því að detta út í og var heillengi í vatninu,“ segir Bergþóra sem kveðst þekkja svæðið vel. Hundurinn var lengi úti í ánni og Bergþóra beið átekta þar til að hún áttaði sig á því að eina leiðin til að bjarga honum væri að fara út í. „Ég vissi alveg hvar ég ætti að fara út í. Þetta var ekki gert í neinu fáti, ég fór ekki út í fyrr en ég vissi að hún kæmist ekkert upp,“ segir Bergþóra og bætir við að faðir hennar hafi fengið mikið áfall. Tíkin Medúsa ásamt Bergþóru. „Ég öskra á hann að vera ekki að koma út í. Hann er 77 ára en hefði aldrei skilið hundinn eftir. Það kom því ekki annað til greina en að ég færi út í og sagði pabba bara að halda kyrru fyrir og taka myndir eða eitthvað.“ Björgunin gekk vel, þótt mikið puð væri. „Það var auðvitað ekki þurr þráður á mér, en mér varð ekkert meint af. Það var aðallega að brjóta klakann sem tók smá tíma. En ég mæli ekki með að stökkva til sunds í kraftkalla, hann þyngist svolítið,“ segir Bergþóra. „Ég hugsaði eftir á að ef þetta hefðu verið börnin mín þá hefði ég ekkert hugsað, bara látið vaða.“ Nú ætla þau í fjölskyldunni að njóta gleðilegra jóla. „Núna eru allir búnir að jafna sig en húsfreyjan er aðeins þreytt, ekki alveg klár að sjóða hangikjötið, en það kemur,“ segir Bergþóra að lokum. Hundarnir fylgdust nokkuð áhyggjufullir með.eiður h eiðsson Dýr Ölfus Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bergþóra var ásamt föður sínum í hefðbundinni göngu með hunda sína í Þrastarskógi þegar einn þeirra kom auga á álftir í Soginu. „Hún hefur mikinn áhuga á fuglum og rauk af stað, hleypur meðfram bakkanum en endar með því að detta út í og var heillengi í vatninu,“ segir Bergþóra sem kveðst þekkja svæðið vel. Hundurinn var lengi úti í ánni og Bergþóra beið átekta þar til að hún áttaði sig á því að eina leiðin til að bjarga honum væri að fara út í. „Ég vissi alveg hvar ég ætti að fara út í. Þetta var ekki gert í neinu fáti, ég fór ekki út í fyrr en ég vissi að hún kæmist ekkert upp,“ segir Bergþóra og bætir við að faðir hennar hafi fengið mikið áfall. Tíkin Medúsa ásamt Bergþóru. „Ég öskra á hann að vera ekki að koma út í. Hann er 77 ára en hefði aldrei skilið hundinn eftir. Það kom því ekki annað til greina en að ég færi út í og sagði pabba bara að halda kyrru fyrir og taka myndir eða eitthvað.“ Björgunin gekk vel, þótt mikið puð væri. „Það var auðvitað ekki þurr þráður á mér, en mér varð ekkert meint af. Það var aðallega að brjóta klakann sem tók smá tíma. En ég mæli ekki með að stökkva til sunds í kraftkalla, hann þyngist svolítið,“ segir Bergþóra. „Ég hugsaði eftir á að ef þetta hefðu verið börnin mín þá hefði ég ekkert hugsað, bara látið vaða.“ Nú ætla þau í fjölskyldunni að njóta gleðilegra jóla. „Núna eru allir búnir að jafna sig en húsfreyjan er aðeins þreytt, ekki alveg klár að sjóða hangikjötið, en það kemur,“ segir Bergþóra að lokum. Hundarnir fylgdust nokkuð áhyggjufullir með.eiður h eiðsson
Dýr Ölfus Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira