Erfitt að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni en ekkert annað í boði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 13:43 Kristinn var á leið í skötuveislu ásamt öðrum áhafnarmeðlimum Freyju, því næst var planið að fara að kaupa jólatré og hamborgarhrygg. Háseti og kafari á varðskipinu Freyju segir stemninguna meðal átján áhafnarmeðlima mjög góða, þrátt fyrir að nú sé ljóst að þeir muni eyða jólunum um borð í skipinu við Ísafjarðarhöfn. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn auk þess sem miklar líkur eru taldar á snjóflóðum á svæðinu. Kristinn Ómar Jóhannsson, atvinnukafari hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í ellefu ár. Varðskipið Freyja lagðist að höfn í Ísafjarðabryggju skömmu fyrir hádegi, þar sem áhöfn verður til taks þegar appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið. Auk þess eru taldar miklar líkur á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni hafði áhöfnin nýlokið við að binda skipið niður og var á leið til skötuveislu í björgunarsveitarhúsi bæjarins. Hann sagði stemninguna innan hópsins mjög góða. „Við erum að fara að kaupa jólatré í Húsasmiðjunni núna á eftir. Ætlum svo að kaupa einhverja pakka og bæta við skreytingum um borð. Við þurfum að gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Átján áhafnarmeðlimir munu eyða aðfangadegi saman um borð í Freyju. Að sögn Kristins verður keyptur hamborgahryggur í dag auk þess sem boðið verður upp á skötusel í hádeginu á morgun. Erfið tilhugsun að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni Kristinn er fjölskyldumaður og býr á Seyðisfirði með eiginkonu sinni og syni. Hann viðurkennir að það sé erfið tilhugsun að eyða jólunum án þeirra en ekkert annað hafi verið í boði. Kristinn Ómar hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm ellefu ár en mun hverfa til annara starfa eftir áramót. Aðsend „Við vorum á bakvakt og áttum alveg von á að vera kallaðir út. Auðvitað vonuðum við það besta, að þetta myndi sleppa, en svona er þetta.“ Lögreglan á Vestfjörðum bað um skipið og við urðum að sjálfsögðu við því. Byrjað er að hvessa og snjóa á Ísafirði og veðrið verður mjög slæmt í fyrramálið. Það versta ætti samkvæmt spá að vera yfirstaðið annað kvöld og segir Kristinn mögulegt að áhöfn komist heim annan í jólum. „En í raun vitum við ekki hvað við verðum lengi. En það verður alveg þar til verður búið að aflétta öllu, þá förum við að dóla okkur heim.“ Fólk rólegra að vita af skipinu Þar sem skipið er svo nýkomið til Ísafjarðar var Kristinn ekki upplýstur um hvernig hljóðið væri í bæjarbúum vegna stöðunnar. Hann sagðist þó vita að það róaði fólk að hafa skipið við bryggjuna, enda væri það ein af ástæðunum fyrir komu þess. Aðspurður um verkefnin framundan sagði hann áhöfnina reiðubúna að takast á við öll þau verkefni sem upp kunna að koma. „Ef það lokast vegir, sjúkraflutningar eða það sem til fellur. Við gerum bara það sem þarf að gera.“ Veður Landhelgisgæslan Jól Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Kristinn Ómar Jóhannsson, atvinnukafari hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í ellefu ár. Varðskipið Freyja lagðist að höfn í Ísafjarðabryggju skömmu fyrir hádegi, þar sem áhöfn verður til taks þegar appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið. Auk þess eru taldar miklar líkur á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni hafði áhöfnin nýlokið við að binda skipið niður og var á leið til skötuveislu í björgunarsveitarhúsi bæjarins. Hann sagði stemninguna innan hópsins mjög góða. „Við erum að fara að kaupa jólatré í Húsasmiðjunni núna á eftir. Ætlum svo að kaupa einhverja pakka og bæta við skreytingum um borð. Við þurfum að gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Átján áhafnarmeðlimir munu eyða aðfangadegi saman um borð í Freyju. Að sögn Kristins verður keyptur hamborgahryggur í dag auk þess sem boðið verður upp á skötusel í hádeginu á morgun. Erfið tilhugsun að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni Kristinn er fjölskyldumaður og býr á Seyðisfirði með eiginkonu sinni og syni. Hann viðurkennir að það sé erfið tilhugsun að eyða jólunum án þeirra en ekkert annað hafi verið í boði. Kristinn Ómar hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm ellefu ár en mun hverfa til annara starfa eftir áramót. Aðsend „Við vorum á bakvakt og áttum alveg von á að vera kallaðir út. Auðvitað vonuðum við það besta, að þetta myndi sleppa, en svona er þetta.“ Lögreglan á Vestfjörðum bað um skipið og við urðum að sjálfsögðu við því. Byrjað er að hvessa og snjóa á Ísafirði og veðrið verður mjög slæmt í fyrramálið. Það versta ætti samkvæmt spá að vera yfirstaðið annað kvöld og segir Kristinn mögulegt að áhöfn komist heim annan í jólum. „En í raun vitum við ekki hvað við verðum lengi. En það verður alveg þar til verður búið að aflétta öllu, þá förum við að dóla okkur heim.“ Fólk rólegra að vita af skipinu Þar sem skipið er svo nýkomið til Ísafjarðar var Kristinn ekki upplýstur um hvernig hljóðið væri í bæjarbúum vegna stöðunnar. Hann sagðist þó vita að það róaði fólk að hafa skipið við bryggjuna, enda væri það ein af ástæðunum fyrir komu þess. Aðspurður um verkefnin framundan sagði hann áhöfnina reiðubúna að takast á við öll þau verkefni sem upp kunna að koma. „Ef það lokast vegir, sjúkraflutningar eða það sem til fellur. Við gerum bara það sem þarf að gera.“
Veður Landhelgisgæslan Jól Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira