Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 13:05 Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. Myndband úr upptökum öryggismyndavélar í versluninni sýnir tvo menn nota kúbein til að spenna upp hurðina. Því næst tæmdu þeir úr hillum verslunarinnar ofan í töskur sem þeir voru með. Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong á Höfðabakka, segist ekki vera búinn að ná utan um tjónið enn. Örtröðin hafi verið mikil síðustu daga þar sem hann ætlar að vera með opið alla daga um jólin. Hann segir þó að mennirnir hafi tekið bikið af vape-búnaði og öðrum vörum og tjónið sé töluvert. „Maður var spenntur fyrir því að hafa opið en þetta er leiðinleg byrjun á jólatörninni,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa vitað hvað gerðist um leið og hann sá hurðina utan frá. Myndbandið gefur til kynna að mennirnir hafi vitað hvað þeir vildu úr versluninni og voru þeir þar inni í rétt rúma eina og hálfa mínútu. Þeir gerðu ekki tilraun til opna peningakassa verslunarinnar, né litu þeir innar í húsnæðið eftir verðmætum, þar sem þeir hefðu samkvæmt Jóni getað fundið tvær fartölvur Jón Þór opnaði verslunina fyrir þremur mánuðum en er nýbúinn að kaupa húsnæðið því hann stefni á að útvíkka verslunina og opna sjoppu. Hann segir að frá upphafi hafi hann í raun átt von á innbroti sem þessu þar sem verslunin sé nánast á iðnaðarsvæði og umferð sé mjög lítil á næturnar. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir ætli sér að gera við vörurnar, þar sem þeir geti ekki komið þeim í verð án þess að það spyrjist út. „Reyndar er komin ný reglugerð sem bannar flestar þessara græja á næsta ári. Kannski voru þeir æstir útaf því,“ segir Jón Þór. Jón Þór segist vona að þjófarnir finnist. „Það er vonandi að þeir finnist svo hægt verði að láta þá taka afleiðingunum gagnvart lögunum,“ segir Jón Þór. „Maður reynir að horfa á björtu hliðarnar og halda áfram.“ Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Myndband úr upptökum öryggismyndavélar í versluninni sýnir tvo menn nota kúbein til að spenna upp hurðina. Því næst tæmdu þeir úr hillum verslunarinnar ofan í töskur sem þeir voru með. Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong á Höfðabakka, segist ekki vera búinn að ná utan um tjónið enn. Örtröðin hafi verið mikil síðustu daga þar sem hann ætlar að vera með opið alla daga um jólin. Hann segir þó að mennirnir hafi tekið bikið af vape-búnaði og öðrum vörum og tjónið sé töluvert. „Maður var spenntur fyrir því að hafa opið en þetta er leiðinleg byrjun á jólatörninni,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa vitað hvað gerðist um leið og hann sá hurðina utan frá. Myndbandið gefur til kynna að mennirnir hafi vitað hvað þeir vildu úr versluninni og voru þeir þar inni í rétt rúma eina og hálfa mínútu. Þeir gerðu ekki tilraun til opna peningakassa verslunarinnar, né litu þeir innar í húsnæðið eftir verðmætum, þar sem þeir hefðu samkvæmt Jóni getað fundið tvær fartölvur Jón Þór opnaði verslunina fyrir þremur mánuðum en er nýbúinn að kaupa húsnæðið því hann stefni á að útvíkka verslunina og opna sjoppu. Hann segir að frá upphafi hafi hann í raun átt von á innbroti sem þessu þar sem verslunin sé nánast á iðnaðarsvæði og umferð sé mjög lítil á næturnar. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir ætli sér að gera við vörurnar, þar sem þeir geti ekki komið þeim í verð án þess að það spyrjist út. „Reyndar er komin ný reglugerð sem bannar flestar þessara græja á næsta ári. Kannski voru þeir æstir útaf því,“ segir Jón Þór. Jón Þór segist vona að þjófarnir finnist. „Það er vonandi að þeir finnist svo hægt verði að láta þá taka afleiðingunum gagnvart lögunum,“ segir Jón Þór. „Maður reynir að horfa á björtu hliðarnar og halda áfram.“
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira