Friðsæl jól Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:00 Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist. Hugum að eldvörnum Indælt er að skreyta heimilið og kveikja kertaljós á jólum en þá er nauðsynlegt að hafa auga með logandi kertum. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Led-kerti eru fyrirtaks lausn til að njóta kertaljóss og minnka áhættuna sem fylgt getur opnum eldi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum heimilisins og skynsamlegt er að prófa þá í desember svo öruggt sé að þeir virki ef á reynir. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Eldvarnateppi ætti að vera til taks, ekki síst þegar mikið stendur til og álag er á eldhúsinu þegar framreiddar eru hátíðarkræsingar ýmiss konar. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja, flambera o.s.frv. og gæta þarf þess að gleyma ekki pottum á heitum hellum en pottabrunar eru algengir. Einnig ætti að forðast að geyma hluti ofan á eldavélum, pizzukassar og aðrar umbúðir eru til að mynda mikill eldsmatur. Slökkvitæki ætti síðan að vera á hverju heimili og staðsett þar sem fólk á leið um, til dæmis nærri útgöngum, á göngum eða stigapöllum. Að lokum er vert að hafa í huga að ein algengasta orsök bruna á heimilum er tengd raftækjum. Fara þarf að öllu með gát þegar raftæki eru hlaðin og einnig þarf að gæta þess að það lofti vel um tækin. Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og Slökkviliðin hafa hvatt fólk til að forðast það að hlaða raftæki á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Örugg á ferðinni Nú er jólaösin að ná hámarki og þá er ekki úr vegi að minna á að kapp er best með forsjá. Betra er að gefa sér nokkrar aukamínútur í umferðinni, anda djúpt og sýna tillitssemi frekar en að hætta á að lenda í óhappi. Gott er að bakka í stæði, ekki síst á stórum bílaplönum við verslunarmiðstöðvar, þar sem það minnkar líkur á árekstri þegar ekið er úr stæðinu. Einnig er vert að fylgjast vel með veðurspá nú um hávetur þegar kólnað getur snarlega og gefið í vind og snjókomu. Þegar þetta er ritað er í gildi gul viðvörun á Þorláksmessu og því brýnt að skoða vel færð, akstursskilyrði og vera vel búin ef lagt er í hann. Loks er mikilvægt að halda athygli við aksturinn, vera úthvíld og ekki nota farsíma undir stýri. Gleðileg jól Með því að gera forvarnaráðstafanir heima fyrir og á ferðinni má stuðla að gleðilegri jólahátíð. Við viljum jú að öll skili sér heil heim og geti notið jólanna örugg heima fyrir. Gleðilega hátíð og hlýjar kveðjur til ykkar og kærleikur út í heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Jól Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist. Hugum að eldvörnum Indælt er að skreyta heimilið og kveikja kertaljós á jólum en þá er nauðsynlegt að hafa auga með logandi kertum. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Led-kerti eru fyrirtaks lausn til að njóta kertaljóss og minnka áhættuna sem fylgt getur opnum eldi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum heimilisins og skynsamlegt er að prófa þá í desember svo öruggt sé að þeir virki ef á reynir. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Eldvarnateppi ætti að vera til taks, ekki síst þegar mikið stendur til og álag er á eldhúsinu þegar framreiddar eru hátíðarkræsingar ýmiss konar. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja, flambera o.s.frv. og gæta þarf þess að gleyma ekki pottum á heitum hellum en pottabrunar eru algengir. Einnig ætti að forðast að geyma hluti ofan á eldavélum, pizzukassar og aðrar umbúðir eru til að mynda mikill eldsmatur. Slökkvitæki ætti síðan að vera á hverju heimili og staðsett þar sem fólk á leið um, til dæmis nærri útgöngum, á göngum eða stigapöllum. Að lokum er vert að hafa í huga að ein algengasta orsök bruna á heimilum er tengd raftækjum. Fara þarf að öllu með gát þegar raftæki eru hlaðin og einnig þarf að gæta þess að það lofti vel um tækin. Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og Slökkviliðin hafa hvatt fólk til að forðast það að hlaða raftæki á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Örugg á ferðinni Nú er jólaösin að ná hámarki og þá er ekki úr vegi að minna á að kapp er best með forsjá. Betra er að gefa sér nokkrar aukamínútur í umferðinni, anda djúpt og sýna tillitssemi frekar en að hætta á að lenda í óhappi. Gott er að bakka í stæði, ekki síst á stórum bílaplönum við verslunarmiðstöðvar, þar sem það minnkar líkur á árekstri þegar ekið er úr stæðinu. Einnig er vert að fylgjast vel með veðurspá nú um hávetur þegar kólnað getur snarlega og gefið í vind og snjókomu. Þegar þetta er ritað er í gildi gul viðvörun á Þorláksmessu og því brýnt að skoða vel færð, akstursskilyrði og vera vel búin ef lagt er í hann. Loks er mikilvægt að halda athygli við aksturinn, vera úthvíld og ekki nota farsíma undir stýri. Gleðileg jól Með því að gera forvarnaráðstafanir heima fyrir og á ferðinni má stuðla að gleðilegri jólahátíð. Við viljum jú að öll skili sér heil heim og geti notið jólanna örugg heima fyrir. Gleðilega hátíð og hlýjar kveðjur til ykkar og kærleikur út í heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun