Líf færist í skíðabrekkur landsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 09:20 Skíðasvæðin í Bláfjöllum opna klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag, í fyrsta sinn í vetur. Góðar aðstæður eru á svæðinu,-12° og logn. Skíðagarpar í jólafríi ættu því að kætast, en einnig verður opið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Á Facebook síðu Bláfjalla kemur fram að byrjað verði á að opna Drottingarbraut og byrjendasvæðið. Þá verður göngubraut lögð út á horn, kringum hólinn og um Leirurnar. Opið verður frá klukkan 14 til 21. Lokað verður í Bláfjöllum 23, 24. og 25. desember en opið 26.-30.desember. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár, líkt og Vísir fjallaði um fyrir skömmu. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt sjálfvirkt snjóframleiðslukerfi. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Framleiddur snjór í Hlíðarfjalli Í dag er einnig stefnt að opnun í Hlíðarfjalli. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn þar sem snjó skortir á efra og neðra svæði. Sá snjór sem er í brekkunum er nánast eingöngu framleiddur. „Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar ásamt Töfrateppinu, en síðustu daga höfum við með aðstoð framleiðandans Sun Kid gert frábærar endurbætur á nýju yfirbyggingunni fyrir veturinn. Næstu daga verður svo unnið að því að ná tengingum við Fjarka stólalyftu og von okkar er að hún geti verið komin inn á jóladag“, segir á Facebook síðu Hlíðarfjalls. Gestum er bent á að utanbrautaskíðun sé gríðarlega varasöm, þar sem snjóþekjan er lítil sem engin og stutt í grjót undir. Skíðasvæði Reykjavík Akureyri Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Á Facebook síðu Bláfjalla kemur fram að byrjað verði á að opna Drottingarbraut og byrjendasvæðið. Þá verður göngubraut lögð út á horn, kringum hólinn og um Leirurnar. Opið verður frá klukkan 14 til 21. Lokað verður í Bláfjöllum 23, 24. og 25. desember en opið 26.-30.desember. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár, líkt og Vísir fjallaði um fyrir skömmu. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt sjálfvirkt snjóframleiðslukerfi. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Framleiddur snjór í Hlíðarfjalli Í dag er einnig stefnt að opnun í Hlíðarfjalli. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn þar sem snjó skortir á efra og neðra svæði. Sá snjór sem er í brekkunum er nánast eingöngu framleiddur. „Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar ásamt Töfrateppinu, en síðustu daga höfum við með aðstoð framleiðandans Sun Kid gert frábærar endurbætur á nýju yfirbyggingunni fyrir veturinn. Næstu daga verður svo unnið að því að ná tengingum við Fjarka stólalyftu og von okkar er að hún geti verið komin inn á jóladag“, segir á Facebook síðu Hlíðarfjalls. Gestum er bent á að utanbrautaskíðun sé gríðarlega varasöm, þar sem snjóþekjan er lítil sem engin og stutt í grjót undir.
Skíðasvæði Reykjavík Akureyri Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent