Við hefjum leik strax klukkan 12:25 með beinn útsendingu frá HM í pílukasti á Vodafone Sport og stendur útsendingin langt fram eftir degi.
Þá verða tveir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 þar sem Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsækja Sassuolo klukkan 17:20 áður en Salernitana tekur á móti AC Milan klukkan 19:35.
UCAM Murcia og Unicaja eigast svo við í spænsku ACB-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20:20 áður en Rangers og Oilers mætast í NHL-deildinni í íshokkí á Vodafone Sport klukkan 00:05 eftir miðnætti.