Alfreð kom á óvart með vali sínu Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 17:31 Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar. Getty/Maja Hitij Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 19 leikmenn sem hann ætlar að treysta á þegar kemur að Evrópumótinu í janúar en þar verða Þjóðverjar á heimavelli. Þýska landsliðið er eitt af þeim sem Ísland mætir í milliriðli mótsins ef bæði lið komast þangað. Þjóðverjar hefja mótið 10. janúar á leik við Sviss en eru einnig í riðli með Norður-Makedóníu og Frakklandi. Miðað við fyrirsagnir þýskra miðla þá kom Alfreð mörgum á óvart með vali sínu í dag. Hann valdi til að mynda alls fjóra leikmenn úr U21-landsliðinu, sem varð heimsmeistari í sumar. Þá valdi Alfreð óvænt einn nýliða, hinn 22 ára Martin Hanne, sem er vinstri skytta hjá Hannover Burgdorf. „Ég hef fylgst með honum í langan tíma. Ég hef séð nánast alla leiki hjá honum síðustu tvö ár,“ sagði Alfreð þegar hann útskýrði val sitt. Fjórir sem unnu EM með Degi Í hópnum eru einnig miklir reynsluboltar og til að mynda fjórir leikmenn frá Evrópumeistaraliði Dags Sigurðssonar frá árinu 2016. Þar á meðal er markvörðurinn Andreas Wolff sem hefur jafnað sig af meiðslum, en einnig Rune Dahmke, Kai Häfner og Jannik Kohlbacher. Áður en að EM kemur mun þýski landsliðshópurinn koma saman til æfinga í Frankfurt frá 27.-29. desember, og eftir áramót hefst svo lokaundirbúningurinn þar sem liðið spilar meðal annars tvo vináttulandsleiki við Portúgal 4. og 6. janúar. Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen) Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Þýska landsliðið er eitt af þeim sem Ísland mætir í milliriðli mótsins ef bæði lið komast þangað. Þjóðverjar hefja mótið 10. janúar á leik við Sviss en eru einnig í riðli með Norður-Makedóníu og Frakklandi. Miðað við fyrirsagnir þýskra miðla þá kom Alfreð mörgum á óvart með vali sínu í dag. Hann valdi til að mynda alls fjóra leikmenn úr U21-landsliðinu, sem varð heimsmeistari í sumar. Þá valdi Alfreð óvænt einn nýliða, hinn 22 ára Martin Hanne, sem er vinstri skytta hjá Hannover Burgdorf. „Ég hef fylgst með honum í langan tíma. Ég hef séð nánast alla leiki hjá honum síðustu tvö ár,“ sagði Alfreð þegar hann útskýrði val sitt. Fjórir sem unnu EM með Degi Í hópnum eru einnig miklir reynsluboltar og til að mynda fjórir leikmenn frá Evrópumeistaraliði Dags Sigurðssonar frá árinu 2016. Þar á meðal er markvörðurinn Andreas Wolff sem hefur jafnað sig af meiðslum, en einnig Rune Dahmke, Kai Häfner og Jannik Kohlbacher. Áður en að EM kemur mun þýski landsliðshópurinn koma saman til æfinga í Frankfurt frá 27.-29. desember, og eftir áramót hefst svo lokaundirbúningurinn þar sem liðið spilar meðal annars tvo vináttulandsleiki við Portúgal 4. og 6. janúar. Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen)
Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen)
Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira