Telja alvarleg brot hafa verið framin varðandi samruna N1 og Festi Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 09:09 Festi hafnar því að hafa brotið gegn ákvæðum sáttarinnar. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur sent Festi andmælaskjal vegna ætlaðra brota á skilyrðum sem fram koma í ákvörðun frá árinu 2019 um samruna N1 og Festi. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að hin meintu brot séu alvarleg og að til álita komi að beita viðurlögum. Festi hafnar því að hafa brotið gegn ákvæðum sáttarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallar, en þar segir að andmælaskjalið hafi borist félaginu eftir lokun markaða í gær. Í tilkynningunni segir að andmælaskjalið sé liður í málsmeðferð rannsóknar sem hafi hafist með tilkynningu Samkeppniseftirlitsins til Festi í desember 2020. Í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins sé gerð grein fyrir því frummati að Festi hafi í nokkrum liðum brotið gegn ákvæðum sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið sem gerð var 30. júlí 2018 vegna samruna N1 og Festi, auk þess að vísað er til ætlaðra brota gegn samkeppnislögum. „Andmælaskjal SE felur hvorki í sér stjórnvaldsákvörðun né er það á nokkurn hátt bindandi. Svo sem greinir í andmælaskjalinu er það ritað í þeim tilgangi að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Þá er því lýst að ef athugasemdir, skýringar eða ný gögn þykja gefa tilefni til, geti frummat SE tekið breytingum. Festi er enn þeirrar skoðunar að félagið hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttarinnar við SE og er vinna hafin við að bregðast við tilgreindu andmælaskjali og því frummati sem þar er lýst,“ segir í tilkynningunni. Myndi raska samkeppni Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2019 var fjallað um að N1 væri stærsti smásali eldsneytis á Íslandi og Festi næststærsti smásali dagvöru á landinu og sem reki meðal annars verslanir Krónunnar. „Rannsókn málsins leiddi í ljós að samruninn, án skilyrða, væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Nánar tiltekið var það mat eftirlitsins að samruninn myndi leiða til brotthvarfs Krónunnar sem mögulegs keppinautar á eldsneytismarkaði, leiða til staðbundinnar röskunar á samkeppni á tilteknum landsvæðum, hafa skaðleg áhrif á heildsölu- og birgðastigi og hafa í för með sér aukin og skaðleg eignatengsl á milli keppinauta á bæði eldsneytis- og dagvörumarkaði. Rannsókn málsins lauk með undirritun sáttar á milli Samkeppniseftirlitsins og N1, dags. 30. júlí 2018. Með sáttinni skuldbatt N1 sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við framangreindri röskun á samkeppni sem samruninn hefði annars leitt til. Skilyrði sáttarinnar fólu m.a. í sér sölu eigna á eldsneytismarkaði til nýs aðila þar sem Krónan taldist líklegur keppinautur N1 á markaðnum. Að undangenginni sölumeðferð og athugun óháðs kunnáttumanns, sem skipaður var í ágúst 2018 til að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar, samþykkti Samkeppniseftirlitið kaupendur hinna seldu eigna í febrúar og mars 2019,“ segir um ákvörðunina á vef Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnismál Festi Bensín og olía Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallar, en þar segir að andmælaskjalið hafi borist félaginu eftir lokun markaða í gær. Í tilkynningunni segir að andmælaskjalið sé liður í málsmeðferð rannsóknar sem hafi hafist með tilkynningu Samkeppniseftirlitsins til Festi í desember 2020. Í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins sé gerð grein fyrir því frummati að Festi hafi í nokkrum liðum brotið gegn ákvæðum sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið sem gerð var 30. júlí 2018 vegna samruna N1 og Festi, auk þess að vísað er til ætlaðra brota gegn samkeppnislögum. „Andmælaskjal SE felur hvorki í sér stjórnvaldsákvörðun né er það á nokkurn hátt bindandi. Svo sem greinir í andmælaskjalinu er það ritað í þeim tilgangi að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Þá er því lýst að ef athugasemdir, skýringar eða ný gögn þykja gefa tilefni til, geti frummat SE tekið breytingum. Festi er enn þeirrar skoðunar að félagið hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttarinnar við SE og er vinna hafin við að bregðast við tilgreindu andmælaskjali og því frummati sem þar er lýst,“ segir í tilkynningunni. Myndi raska samkeppni Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2019 var fjallað um að N1 væri stærsti smásali eldsneytis á Íslandi og Festi næststærsti smásali dagvöru á landinu og sem reki meðal annars verslanir Krónunnar. „Rannsókn málsins leiddi í ljós að samruninn, án skilyrða, væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Nánar tiltekið var það mat eftirlitsins að samruninn myndi leiða til brotthvarfs Krónunnar sem mögulegs keppinautar á eldsneytismarkaði, leiða til staðbundinnar röskunar á samkeppni á tilteknum landsvæðum, hafa skaðleg áhrif á heildsölu- og birgðastigi og hafa í för með sér aukin og skaðleg eignatengsl á milli keppinauta á bæði eldsneytis- og dagvörumarkaði. Rannsókn málsins lauk með undirritun sáttar á milli Samkeppniseftirlitsins og N1, dags. 30. júlí 2018. Með sáttinni skuldbatt N1 sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við framangreindri röskun á samkeppni sem samruninn hefði annars leitt til. Skilyrði sáttarinnar fólu m.a. í sér sölu eigna á eldsneytismarkaði til nýs aðila þar sem Krónan taldist líklegur keppinautur N1 á markaðnum. Að undangenginni sölumeðferð og athugun óháðs kunnáttumanns, sem skipaður var í ágúst 2018 til að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar, samþykkti Samkeppniseftirlitið kaupendur hinna seldu eigna í febrúar og mars 2019,“ segir um ákvörðunina á vef Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppnismál Festi Bensín og olía Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun