Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 07:06 Börn fá aðhlynningu á spítala eftir loftárásir Ísraelsmanna. AP/Marwan Saleh Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. Yfirvöld á Gasa segja um 20 þúsund manns hafa látist í aðgerðum Ísraelsmanna og Thurtle segir ómögulegt að skipuleggja viðbragð við hörmungunum á meðan árásir standa yfir. Fleiri og fleiri borgarar verði sjúklingar á degi hverjum og fólk hafi ekki í neitt öruggt skjól að leita. Ísraelsmenn hafa sagst vera reiðubúnir til að semja um annað hlé á átökum en hafa á sama tíma heitið því að láta ekki af aðgerðum fyrr en Hamas-samtökin hafa verið upprætt. „Við erum að láta vítislogum rigna á Hamas,“ sagði forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Thurtle hefur verið stödd í Austur-Jerúsalem þar sem hún hefur skipulagt starf Lækna án landamæra á Gasa og segir þá fáu spítala sem enn séu starfhæfir fulla af sjúklingum og fólki á vergangi. Af þeim 150 til 200 einstaklingum sem séu fluttir til al-Aqsa sjúkrahússins á degi hverjum sé um þriðjungur látinn þegar þangað er komið. Hlutfall barna sé afar hátt. Upplýsingar hvað þetta varðar hafi verið misvísindai en þetta sé sá raunveruleiki sem samtökin hafi upplifað á vettvangi. Chris Hook, sem hefur farið fyrir aðgerðum á Gasa, sagði fyrr í vikunni að læknar á Nasser-sjúkrahúsinu þyrftu að „stíga yfir lík barna til að veita öðrum börnum aðstoð sem myndu deyja hvort sem er“. Thurtle segir talsmenn Lækna án landamæra hafa ákveðið að stíga fram og lýsa upplifun sinni til að vega upp á móti orðræðu fólk sem væri ekki á vettvangi og hefði ekki vit á því sem það væri að segja. „Við höfum verið sökuð um að vera hlutdræg í þessum átökum en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hlutdrægni að lýsa því sem heilbrigðisstarfsmenn eru að upplifa,“ segir hún. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Yfirvöld á Gasa segja um 20 þúsund manns hafa látist í aðgerðum Ísraelsmanna og Thurtle segir ómögulegt að skipuleggja viðbragð við hörmungunum á meðan árásir standa yfir. Fleiri og fleiri borgarar verði sjúklingar á degi hverjum og fólk hafi ekki í neitt öruggt skjól að leita. Ísraelsmenn hafa sagst vera reiðubúnir til að semja um annað hlé á átökum en hafa á sama tíma heitið því að láta ekki af aðgerðum fyrr en Hamas-samtökin hafa verið upprætt. „Við erum að láta vítislogum rigna á Hamas,“ sagði forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Thurtle hefur verið stödd í Austur-Jerúsalem þar sem hún hefur skipulagt starf Lækna án landamæra á Gasa og segir þá fáu spítala sem enn séu starfhæfir fulla af sjúklingum og fólki á vergangi. Af þeim 150 til 200 einstaklingum sem séu fluttir til al-Aqsa sjúkrahússins á degi hverjum sé um þriðjungur látinn þegar þangað er komið. Hlutfall barna sé afar hátt. Upplýsingar hvað þetta varðar hafi verið misvísindai en þetta sé sá raunveruleiki sem samtökin hafi upplifað á vettvangi. Chris Hook, sem hefur farið fyrir aðgerðum á Gasa, sagði fyrr í vikunni að læknar á Nasser-sjúkrahúsinu þyrftu að „stíga yfir lík barna til að veita öðrum börnum aðstoð sem myndu deyja hvort sem er“. Thurtle segir talsmenn Lækna án landamæra hafa ákveðið að stíga fram og lýsa upplifun sinni til að vega upp á móti orðræðu fólk sem væri ekki á vettvangi og hefði ekki vit á því sem það væri að segja. „Við höfum verið sökuð um að vera hlutdræg í þessum átökum en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hlutdrægni að lýsa því sem heilbrigðisstarfsmenn eru að upplifa,“ segir hún.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira