Síbrotamaður í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hnéspark Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 12:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn. Vísir/Vilhelm Karlmanni, sem hefur langan sakaferil að baki, hefur verið dæmdur fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Hann var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veitt manni hnéspark í höfuðið í verslunarmiðstöð í Reykjavík. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá sem fyrir hnésparkinu varð hafi hlotið heilahrising, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Sá gerði einkaréttarkröfu í málinu og krafðist skaða- og miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og viðurkennt bótaskyldu en mótmælt fjárhææð bótakröfu. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu yrði lækkuð. Hegningarauki við annan hegningarauka Málið hafi því verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn margsinnis áður gerst brotlegur við refsilög. Það skipti aðallega máli við ákvörðun refsingar hans sé að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2023, sem sé undir áfrýjun fyrir Landsrétti, gert að sæta níu mánaða fangelsi vegna þjófnaðar, eignaspjalla, nytjastuldar, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs, auk varslna á fíkniefnum. Sá dómur hafi verið hegningarauki við dóm sama héraðsdómstóls frá 2022 þar sem manninum var gert að sæta sjö mánaða fangelsi vegna gripdeildar, nytjastuldar, vopnalagabrots, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. Annar hegningarauki við hegningarauka, sem var uppdómur Með dómi fyrrgreinds héraðsdómstóls frá 2020 hafi manninum verið gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, hættubrots, auk umferðarlagabrota. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 2019 þar sem mannninum var gert að sæta tólf mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, líkamsárásar, nytjastuldar, þjófnaðar, varslna á fíkniefnum, lyfja-, fíkniefna- og sviptingaraksturs, auk vopnalagabrots. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 2019 þar sem manninum hafi verið gert að sæta tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, vegna nytjastuldar. Með refsingunni hafi verið dæmdur upp eldri átta mánaða skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem hafi meðal annars verið vegna húsbrots, þjófnaðar, gripdeildar, ráns, nytjastuldar, lyfja-, ölvunar-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. „Að öðru leyti eru ekki efni til að rekja sakaferil ákærða.“ Með vísan til brotaferils mannsins og þess að háttsemi hans hafi verið sérlega hættuleg, til refsiþyngingar, og skýlausrar játningar hans, honum til málsbóta, var refsing hans hæfilega metin fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 300 þúsund krónu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá sem fyrir hnésparkinu varð hafi hlotið heilahrising, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Sá gerði einkaréttarkröfu í málinu og krafðist skaða- og miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og viðurkennt bótaskyldu en mótmælt fjárhææð bótakröfu. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu yrði lækkuð. Hegningarauki við annan hegningarauka Málið hafi því verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn margsinnis áður gerst brotlegur við refsilög. Það skipti aðallega máli við ákvörðun refsingar hans sé að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2023, sem sé undir áfrýjun fyrir Landsrétti, gert að sæta níu mánaða fangelsi vegna þjófnaðar, eignaspjalla, nytjastuldar, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs, auk varslna á fíkniefnum. Sá dómur hafi verið hegningarauki við dóm sama héraðsdómstóls frá 2022 þar sem manninum var gert að sæta sjö mánaða fangelsi vegna gripdeildar, nytjastuldar, vopnalagabrots, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. Annar hegningarauki við hegningarauka, sem var uppdómur Með dómi fyrrgreinds héraðsdómstóls frá 2020 hafi manninum verið gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, hættubrots, auk umferðarlagabrota. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 2019 þar sem mannninum var gert að sæta tólf mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, líkamsárásar, nytjastuldar, þjófnaðar, varslna á fíkniefnum, lyfja-, fíkniefna- og sviptingaraksturs, auk vopnalagabrots. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 2019 þar sem manninum hafi verið gert að sæta tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, vegna nytjastuldar. Með refsingunni hafi verið dæmdur upp eldri átta mánaða skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem hafi meðal annars verið vegna húsbrots, þjófnaðar, gripdeildar, ráns, nytjastuldar, lyfja-, ölvunar-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. „Að öðru leyti eru ekki efni til að rekja sakaferil ákærða.“ Með vísan til brotaferils mannsins og þess að háttsemi hans hafi verið sérlega hættuleg, til refsiþyngingar, og skýlausrar játningar hans, honum til málsbóta, var refsing hans hæfilega metin fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 300 þúsund krónu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent