Hann hlýtur að vera á útleið Jón Ingi Hákonarson skrifar 20. desember 2023 10:30 Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu. En það er grímulaus vinavæðing og firring þegar ráðherra hagar sér með þessum hætti þó svo að þetta hafi verið nokkuð algengt í gegnum tíðina. Það er firring þegar ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla ár eftir ár að stjórnviskan sé ekki meiri en sú að bæta í sendiherraflota landsins, floti sem telur töluvert fleiri en sendiráðin sem við starfrækjum. Ef það er einhvers staðar fita í stjórnkerfinu sem skera má burt, þá er það þarna. Fyrrum fjármálaráðherra ætti að hafa ágætan skilning á slíkum aðhaldsaðgerðum. Enda hefur sá hinn sami bæði beðið og krafist þess af landsmönnum að taka á sig afleiðingar máttlausra aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þann 2 mars 2020 skrifaði þáverandi utanríkisráherra góða grein í Morgunblaðið þar sem hann tíundaði ansi góðar breytingar á lögum um utanríkisþjónustuna. Þar nefnir hann m.a. Að sett verði þak á fjölda sendiherra Að komið verði á auglýsingaskyldu og sérstakar hæfniskröfur lögfestar Að takmörk verð sett á sérstakar sendiherraskipanir Að sveigjanleiki utanríkisþjónustunnar verði aukinn og tækifærum fyrir yngra fólk yrði fjölgað Það er ljóst að þessar mjög svo góðu breytingar voru bara orðin tóm, sem er svo sem engin nýlunda þegar kemur að þessari ríkisstjórn. Eitt af höfuðmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar var og er að efla og auka traust almennings á stjórnmálum. Það gerist ekki með innihaldslausum frösum. Það gerist með breyttu og bættu vinnulagi. Gamla frændhyglin er enn alsráðandi og er ekki á útleið. En kannski er utanríkisráðherra á útleið og heldur í þá gömlu hefð að skipa vini sína sendiherra korteri fyrir afsögn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu. En það er grímulaus vinavæðing og firring þegar ráðherra hagar sér með þessum hætti þó svo að þetta hafi verið nokkuð algengt í gegnum tíðina. Það er firring þegar ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla ár eftir ár að stjórnviskan sé ekki meiri en sú að bæta í sendiherraflota landsins, floti sem telur töluvert fleiri en sendiráðin sem við starfrækjum. Ef það er einhvers staðar fita í stjórnkerfinu sem skera má burt, þá er það þarna. Fyrrum fjármálaráðherra ætti að hafa ágætan skilning á slíkum aðhaldsaðgerðum. Enda hefur sá hinn sami bæði beðið og krafist þess af landsmönnum að taka á sig afleiðingar máttlausra aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þann 2 mars 2020 skrifaði þáverandi utanríkisráherra góða grein í Morgunblaðið þar sem hann tíundaði ansi góðar breytingar á lögum um utanríkisþjónustuna. Þar nefnir hann m.a. Að sett verði þak á fjölda sendiherra Að komið verði á auglýsingaskyldu og sérstakar hæfniskröfur lögfestar Að takmörk verð sett á sérstakar sendiherraskipanir Að sveigjanleiki utanríkisþjónustunnar verði aukinn og tækifærum fyrir yngra fólk yrði fjölgað Það er ljóst að þessar mjög svo góðu breytingar voru bara orðin tóm, sem er svo sem engin nýlunda þegar kemur að þessari ríkisstjórn. Eitt af höfuðmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar var og er að efla og auka traust almennings á stjórnmálum. Það gerist ekki með innihaldslausum frösum. Það gerist með breyttu og bættu vinnulagi. Gamla frændhyglin er enn alsráðandi og er ekki á útleið. En kannski er utanríkisráðherra á útleið og heldur í þá gömlu hefð að skipa vini sína sendiherra korteri fyrir afsögn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun