„Ég er í smá afneitun um að gera þetta af því að ég er svo heimakær“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 10:01 Íslenska frjálsíþróttaafreksparið Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Guðni Valur Guðnason. Vísir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er að flytja út til Svíþjóðar þar sem hún mun hefja æfingar með sænsku frjálsíþróttaliði. Guðbjörg Jóna segir frá flutningum sínum í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands en Guðbjörg Jóna er fremsta spretthlaupskona landsins. Guðbjörg æfði með sænska liðinu MAI (Malmö Allmänna Idrottsförening) í nokkrar vikur í október og leyst það vel á aðstæður að hún ákvað að fara þangað eftir áramót. „Ég ákvað að prófa nýtt umhverfi æfingalega séð og leist bara svona líka vel á mig í Malmö þannig ég er að fara að flytja þangað um áramótin. Ég kem líka eitthvað heim til að keppa og mögulega æfa líka. Þetta er aðallega hugsað til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guðbjörg Jóna í viðtali við heimasíðu FRÍ. Guðbjörg ætlar ekki að slaka mikið á milli æfinga því hún mun einnig reyna að hefja þar Mastersnám í háskólanum í Lundi. „Ég ætla líka, á meðan ég er að æfa, að sækja um mastersnám í háskólanum í Malmö eða háskólanum í Lundi, er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég ætla allavega að æfa og keppa fram í ágúst því að þá byrjar námið. Þannig ég ætla bara að sjá hvort ég komist ekki alveg örugglega inn,“ sagði Guðbjörg. Að hennar mati var kominn tími á að gera eitthvað öðruvísi. „Mig er búið að langa að prufa eitthvað nýtt í einhvern tíma og ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að prufa nýtt umhverfi svona ef maður getur. Ég hafði tækifæri til þess þannig ég ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðbjörg. „Ég er í smá afneitun um að gera þetta því ég er svo heimakær, en þetta er eitthvað sem ég þarf að gera til þess að fara út fyrir þægindarammann. Ég held að maður verði bara betri íþróttamaður að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg er að fara í í æfingabúðir með liðinu frá 1. til 16. janúar þannig að hún og Guðni Valur, kærastinn hennar, fara út þann 27. desember. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var talað um að Guðni Valur væri líka að flytja út en það er ekki rétt. Hann mun æfa hér áfram heima með stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í París. Það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Guðbjörg Jóna segir frá flutningum sínum í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands en Guðbjörg Jóna er fremsta spretthlaupskona landsins. Guðbjörg æfði með sænska liðinu MAI (Malmö Allmänna Idrottsförening) í nokkrar vikur í október og leyst það vel á aðstæður að hún ákvað að fara þangað eftir áramót. „Ég ákvað að prófa nýtt umhverfi æfingalega séð og leist bara svona líka vel á mig í Malmö þannig ég er að fara að flytja þangað um áramótin. Ég kem líka eitthvað heim til að keppa og mögulega æfa líka. Þetta er aðallega hugsað til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guðbjörg Jóna í viðtali við heimasíðu FRÍ. Guðbjörg ætlar ekki að slaka mikið á milli æfinga því hún mun einnig reyna að hefja þar Mastersnám í háskólanum í Lundi. „Ég ætla líka, á meðan ég er að æfa, að sækja um mastersnám í háskólanum í Malmö eða háskólanum í Lundi, er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég ætla allavega að æfa og keppa fram í ágúst því að þá byrjar námið. Þannig ég ætla bara að sjá hvort ég komist ekki alveg örugglega inn,“ sagði Guðbjörg. Að hennar mati var kominn tími á að gera eitthvað öðruvísi. „Mig er búið að langa að prufa eitthvað nýtt í einhvern tíma og ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að prufa nýtt umhverfi svona ef maður getur. Ég hafði tækifæri til þess þannig ég ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðbjörg. „Ég er í smá afneitun um að gera þetta því ég er svo heimakær, en þetta er eitthvað sem ég þarf að gera til þess að fara út fyrir þægindarammann. Ég held að maður verði bara betri íþróttamaður að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg er að fara í í æfingabúðir með liðinu frá 1. til 16. janúar þannig að hún og Guðni Valur, kærastinn hennar, fara út þann 27. desember. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var talað um að Guðni Valur væri líka að flytja út en það er ekki rétt. Hann mun æfa hér áfram heima með stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í París. Það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira