Skella í lás á Húsavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 14:06 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist svekkt að þurfa að loka starfsstöðinni á Húsavík. Vísir/Egill Tekin hefur verið ákvörðun um að loka starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og hefur tveimur starfsmönnum verið sagt upp. Starfsstöðin mun loka dyrum sínum um áramót. Forstjóri segir fjárlaganefnd ekki hafa veitt styrk til verkefnisins og því hafi þurft að loka. Lokun starfsstöðvarinnar var tekin fyrir á fundi byggðarráðs Norðurþings 14. desember síðastliðinn og lýsti ráðið yfir mikilli óánægju og furðu með ákvörðun Persónuverndar. „Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum,“ segir í bókun byggðarráðs í fundargerð. Verkefnum fjölgað og starfsmenn vantar Opnun starfsstöðvarinnar var tilkynnt vorið 2021 og var formlega opnuð í Húsavík 9. september sama ár. Tvö ný störf fylgdu starfsstöðinni sem 106 umsóknir bárust um á sínum tíma. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ástæðu lokunar starfsstöðvarinnar fjárskort. „Ég er búin að vera með útistandandi ósk um fleira starfsfólk til Persónuverndar ansi lengi og það er búið að þrefalda okkur í stærð síðan fyrir níu árum síðan. Að sama skapi var Persónuvernd alvarlega undirmönnuð þá og síðan nýja persónuverndarlöggjöfin var innleidd 2018 hefur verkefnum bara fjölgað,“ segir Helga. Hvött til að dreifa starfsemi en ekkert fjármagn fylgir Til þess að bregðast við þessu hafi hún meðal annars, ásamt sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lagt fram ósk um að hafa starfsstöð þar og bæta við tveimur starfsgildum. „Persónuvernd hefur rekið þetta útibú á ákvörðun fjárlagnefndar til að styrkja okkur, um um það bil 25 milljónir á ári, í tvö eða þrjú ár. Nú höfum við ekki fengið þetta fjármagn inn í varanlega aukið fjármagn hjá okkur. Síðan kom niðurskurðurinn og okkur var tilkynnt að við fengjum ekki krónu fyrir Húsavík,“ segir Helga. Starfsstöð Persónuverndar á Húsavík mun loka um áramót.Vísir/Vilhelm „Það kostar leigu og ræstingu og við þurfum að hafa aðgangsstýringu því við þurftum að vera alveg aðskilin sýslumanni. Þetta fékk ekki hljómgrunn þannig að á sama tíma og stjórnvöld segja stofnunum að hafa starfsemi úti á landi þá höfum við ekki fengið varanlegan stuðning til þess. Það er mjög erfitt að reka starfsemi sem ekki er meiri vissa fyrir rekstrinum en ár í senn en þannig hefur það verið.“ Það hlýtur að vera svekkjandi að þurfa að loka þessari starfsstöð? „Já, við vorum að vonast til að stækka. Við sáum fyrir okkur að það væri frekar hægt að auka í og hafa þarna tvo í viðbót og gera þetta að sjálfstæðri einingu.“ Persónuvernd Vinnumarkaður Norðurþing Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Lokun starfsstöðvarinnar var tekin fyrir á fundi byggðarráðs Norðurþings 14. desember síðastliðinn og lýsti ráðið yfir mikilli óánægju og furðu með ákvörðun Persónuverndar. „Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum,“ segir í bókun byggðarráðs í fundargerð. Verkefnum fjölgað og starfsmenn vantar Opnun starfsstöðvarinnar var tilkynnt vorið 2021 og var formlega opnuð í Húsavík 9. september sama ár. Tvö ný störf fylgdu starfsstöðinni sem 106 umsóknir bárust um á sínum tíma. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ástæðu lokunar starfsstöðvarinnar fjárskort. „Ég er búin að vera með útistandandi ósk um fleira starfsfólk til Persónuverndar ansi lengi og það er búið að þrefalda okkur í stærð síðan fyrir níu árum síðan. Að sama skapi var Persónuvernd alvarlega undirmönnuð þá og síðan nýja persónuverndarlöggjöfin var innleidd 2018 hefur verkefnum bara fjölgað,“ segir Helga. Hvött til að dreifa starfsemi en ekkert fjármagn fylgir Til þess að bregðast við þessu hafi hún meðal annars, ásamt sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lagt fram ósk um að hafa starfsstöð þar og bæta við tveimur starfsgildum. „Persónuvernd hefur rekið þetta útibú á ákvörðun fjárlagnefndar til að styrkja okkur, um um það bil 25 milljónir á ári, í tvö eða þrjú ár. Nú höfum við ekki fengið þetta fjármagn inn í varanlega aukið fjármagn hjá okkur. Síðan kom niðurskurðurinn og okkur var tilkynnt að við fengjum ekki krónu fyrir Húsavík,“ segir Helga. Starfsstöð Persónuverndar á Húsavík mun loka um áramót.Vísir/Vilhelm „Það kostar leigu og ræstingu og við þurfum að hafa aðgangsstýringu því við þurftum að vera alveg aðskilin sýslumanni. Þetta fékk ekki hljómgrunn þannig að á sama tíma og stjórnvöld segja stofnunum að hafa starfsemi úti á landi þá höfum við ekki fengið varanlegan stuðning til þess. Það er mjög erfitt að reka starfsemi sem ekki er meiri vissa fyrir rekstrinum en ár í senn en þannig hefur það verið.“ Það hlýtur að vera svekkjandi að þurfa að loka þessari starfsstöð? „Já, við vorum að vonast til að stækka. Við sáum fyrir okkur að það væri frekar hægt að auka í og hafa þarna tvo í viðbót og gera þetta að sjálfstæðri einingu.“
Persónuvernd Vinnumarkaður Norðurþing Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum