„Við verðum miklu betri eftir áramót“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. desember 2023 21:35 Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði 7 mörk í kvöld Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, var svekktur eftir fimm marka tap gegn Val 28-33. Þorsteinn fór yfir tímabilið til þessa og að hans mati á liðið mikið inni. „Þeir refsuðu okkur mikið í seinni bylgjunni. Það var klaufaskapur í fyrri hálfleik að fá svona margar tveggja mínútna brottvísanir og þá gekk Valur á lagið,“ sagði Þorsteinn Leó í samtali við Vísi eftir leik. Þorsteinn var svekktur með síðari hálfleikinn þar sem honum fannst liðið vera að tapa allt of mörgum boltum. „Þetta var klaufaskapur og við vorum með of marga tapaða bolta. Þetta var asnalegur sóknarleikur hjá okkur og leikurinn fór í vaskinn.“ Þegar að tæplega hálf mínúta var eftir tók Valur leikhlé fimm mörkum yfir. Mörgum fannst þetta afar sérstakt en Þorsteinn kippti sér ekki upp við þetta. „Þetta böggaði mig ekkert. Hann [Anton Rúnarsson] gerði mistök og viðurkenndi það eftir leikinn. Þetta var alveg óviljandi hjá honum.“ Afturelding var að ljúka sínum síðasta leik fyrir áramót. Að mati Þorsteins á liðið mikið inni og liðið þarf að gera betur. „Mér finnst við eiga mikið inni sóknarlega en varnarlega er þetta að koma. Mér finnst við samt þurfa að bæta varnarleikinn líka. Við þurfum að hlaupa betur til baka og það vantar alveg þriðju bylgjuna. Við verðum miklu betri eftir áramót.“ Þorsteinn Leó var valinn í tuttugu manna æfingahóp fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem fram fer í næsta mánuði. „Það var heiður að vera valinn í tuttugu manna hópinn og ég reyni allt sem ég get til að komast út.“ En hvernig metur Þorsteinn möguleikann á að vera í 18 manna hópnum sem fer til Þýskalands? „Það er góður möguleiki held ég,“ sagði Þorsteinn Leó að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sjá meira
„Þeir refsuðu okkur mikið í seinni bylgjunni. Það var klaufaskapur í fyrri hálfleik að fá svona margar tveggja mínútna brottvísanir og þá gekk Valur á lagið,“ sagði Þorsteinn Leó í samtali við Vísi eftir leik. Þorsteinn var svekktur með síðari hálfleikinn þar sem honum fannst liðið vera að tapa allt of mörgum boltum. „Þetta var klaufaskapur og við vorum með of marga tapaða bolta. Þetta var asnalegur sóknarleikur hjá okkur og leikurinn fór í vaskinn.“ Þegar að tæplega hálf mínúta var eftir tók Valur leikhlé fimm mörkum yfir. Mörgum fannst þetta afar sérstakt en Þorsteinn kippti sér ekki upp við þetta. „Þetta böggaði mig ekkert. Hann [Anton Rúnarsson] gerði mistök og viðurkenndi það eftir leikinn. Þetta var alveg óviljandi hjá honum.“ Afturelding var að ljúka sínum síðasta leik fyrir áramót. Að mati Þorsteins á liðið mikið inni og liðið þarf að gera betur. „Mér finnst við eiga mikið inni sóknarlega en varnarlega er þetta að koma. Mér finnst við samt þurfa að bæta varnarleikinn líka. Við þurfum að hlaupa betur til baka og það vantar alveg þriðju bylgjuna. Við verðum miklu betri eftir áramót.“ Þorsteinn Leó var valinn í tuttugu manna æfingahóp fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem fram fer í næsta mánuði. „Það var heiður að vera valinn í tuttugu manna hópinn og ég reyni allt sem ég get til að komast út.“ En hvernig metur Þorsteinn möguleikann á að vera í 18 manna hópnum sem fer til Þýskalands? „Það er góður möguleiki held ég,“ sagði Þorsteinn Leó að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sjá meira