Hafi verið þekktur á Akranesi fyrir að ofsækja konur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. desember 2023 21:16 Árásin sem málið varðar átti sér stað á Akranesi í mars í fyrra. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Héraðdómur Vesturlands dæmdi í dag í máli sem varðar líkamsárás sem átti sér stað í mars í fyrra á Akranesi. Dómurinn taldi sannað að maður, sem var ákærður í málinu, hefði veitt brotaþola málsins, öðrum manni, eitt hnefahögg. Þó þótti ekki tilefni til að gefa honum refsingu. Manninum var gefið að sök að ráðast gegn brotaþolanum með því að slá hann ítrekað í höfuð og bringu. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka, skurð á eyra, og verk í baki. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu. Reiður og pirraður á hrellihegðun Fyrir dómi útskýrði maðurinn að brotaþolinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Maðurinn hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Svo virðist sem mennirnir hafi hist utandyra. Brotaþolinn segir að maðurinn hafi stigið úr bílnum sínum og spurt: „Er þetta ekki komið gott?“ og hann svarað: „Fyrst það er komið að þessu þá skulum við bara láta verða af þessu.“ Hann sagði átök þeirra á milli síðan hafa hafist, en sagðist óviss um hvor hafi átt fyrsta höggið. Jafnframt hélt hann því fram að hann hefði óttast um líf sitt. Ólíkar lýsingar Árásarmaðurinn vildi hins vegar meina að hann hafi spurt „hvort þetta væri ekki orðið gott“ en þá hafi brotaþolinn ráðist á hann með því að slá hann með steini í höfuðið. Sjálfur hafi hann reynt að ná honum af sér og síðan farið aftur upp í bíl og keyrt að sjúkrahúsinu. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum líkt og greint er frá í ákæru, en þó væri sannað, líkt og áður segir, að hann hafi veitt honum eitt hnefahögg. Í dómi Héraðsdóms segir allt bendi til þess að árásarmaðurinn hafi farið á vettvang til að jafna sakir við brotaþolann. Fyrirætlanir hans hafi ekki raungerst þar sem þeir hafi ráðist á hvorn annan. Refsing mannsins var látin falla niður og var hann sýknaður af bótakröfu brotaþola sem hljóðaði upp á eina milljón í skaða- og miskabætur. Dómsmál Akranes Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Dómurinn taldi sannað að maður, sem var ákærður í málinu, hefði veitt brotaþola málsins, öðrum manni, eitt hnefahögg. Þó þótti ekki tilefni til að gefa honum refsingu. Manninum var gefið að sök að ráðast gegn brotaþolanum með því að slá hann ítrekað í höfuð og bringu. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka, skurð á eyra, og verk í baki. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu. Reiður og pirraður á hrellihegðun Fyrir dómi útskýrði maðurinn að brotaþolinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Maðurinn hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Svo virðist sem mennirnir hafi hist utandyra. Brotaþolinn segir að maðurinn hafi stigið úr bílnum sínum og spurt: „Er þetta ekki komið gott?“ og hann svarað: „Fyrst það er komið að þessu þá skulum við bara láta verða af þessu.“ Hann sagði átök þeirra á milli síðan hafa hafist, en sagðist óviss um hvor hafi átt fyrsta höggið. Jafnframt hélt hann því fram að hann hefði óttast um líf sitt. Ólíkar lýsingar Árásarmaðurinn vildi hins vegar meina að hann hafi spurt „hvort þetta væri ekki orðið gott“ en þá hafi brotaþolinn ráðist á hann með því að slá hann með steini í höfuðið. Sjálfur hafi hann reynt að ná honum af sér og síðan farið aftur upp í bíl og keyrt að sjúkrahúsinu. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum líkt og greint er frá í ákæru, en þó væri sannað, líkt og áður segir, að hann hafi veitt honum eitt hnefahögg. Í dómi Héraðsdóms segir allt bendi til þess að árásarmaðurinn hafi farið á vettvang til að jafna sakir við brotaþolann. Fyrirætlanir hans hafi ekki raungerst þar sem þeir hafi ráðist á hvorn annan. Refsing mannsins var látin falla niður og var hann sýknaður af bótakröfu brotaþola sem hljóðaði upp á eina milljón í skaða- og miskabætur.
Dómsmál Akranes Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira