Ímyndarherferð Samtaka atvinnulífsins Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 18. desember 2023 13:31 Samtök atvinnulífsins (SA) fara nú mikinn í fjölmiðlum vegna kjaradeilu sinnar og Isavia við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna. SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum. Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara. Fulltrúar úr stjórn SA sem starfa við ferðaþjónustu krefjast þess að Alþingi setji lög á kjaradeiluna til að binda enda á verkföllin. Verkfallsrétturinn eru grundvallarmannréttindi launafólks og hingað til hefur lítill hluti flugumferðastjóra lagt niður störf í samtals 18 klukkustundir á einni viku og verða í verkfalli í sex til viðbótar á miðvikudag. Áhrif verkfallsins voru breytingar á flugtímum og því engir í almannahagsmunir í húfi sem réttlæta lagasetningu eftir pöntun atvinnurekenda. SA líkir ríkissáttasemjara við umsjónarmann kaffistofu vegna meints valdaleysis embættisins. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð á að deiluaðilar nái saman – það gera þeir sjálfir. Hins vegar hefur ríkissáttasemjari þó nokkur völd samkvæmt lögum og verkfæri til að stuðla að því að kjaradeila leysist. Að lýsa embættinu sem kaffistofu endurspeglar skort á virðingu við verkefnið. Samlíkingin með kaffistofuna er líklega gerð til að renna stoðum undir ósk SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins hafa þannig nánast eytt fleiri klukkustundum á síðustu vikum í greinaskrif og upphrópanir í fjölmiðlum en við samningsborðið. Þess í stað er allt kapp lagt á að benda á aðra. Staðan er sú að kjarasamningur FÍF og SA hefur verið laus í þrjá mánuði en FÍF hefur upplifað lítinn sem engan samningsvilja af hálfu SA. Eftir þriggja mánaða viðræður sem engu hafa skilað stendur ekkert eftir nema að boða verkfall til að knýja fram alvöru samtal til að ljúka kjarasamningi. Það er engin óskastaða heldur ill nauðsyn. Fái SA því framgengt að lög séu sett á verkföll og/eða valdheimildum ríkissáttasemjara verði breytt samkvæmt þeirra óskum þvert á vilja launafólks ýtir það undir möguleika þeirra til að draga lappirnar við kjarasamningsgerð og veikir samningsstöðu launafólks. Þótt nú standi SA fyrir ímyndarherferð um að við séum öll í sama liði og þurfum að vera samtaka, þar sem mennska samtakanna er undirtónninn, verður ekki séð að framkoma þeirra við kjarasamningsgerð eða í fjölmiðlum undanfarið einkennist af þessum meginstefum. Það dylst fáum að SA er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir (stór)fyrirtæki en ekki fólk. Áróðursstríð SA er að sjálfsögðu háð í þeim tilgangi að komast eins léttilega hjá kjarasamningsgerð við FÍF og annað launafólk og hægt er. Nái SA markmiðum sínum mun það hafa skaðleg áhrif á gerð annarra kjarasamninga sem eru í undirbúningi við meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er framtíðin sem SA vill skapa en spurningin sem eftir stendur er hvort samtök launafólks, stjórnmálafólk eða almenningur deili þeirri framtíðarsýn. Höfundur er formaður BSRB sem styður heilshugar kjarabaráttu flugumferðarstjóra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Atvinnurekendur Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) fara nú mikinn í fjölmiðlum vegna kjaradeilu sinnar og Isavia við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna. SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum. Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara. Fulltrúar úr stjórn SA sem starfa við ferðaþjónustu krefjast þess að Alþingi setji lög á kjaradeiluna til að binda enda á verkföllin. Verkfallsrétturinn eru grundvallarmannréttindi launafólks og hingað til hefur lítill hluti flugumferðastjóra lagt niður störf í samtals 18 klukkustundir á einni viku og verða í verkfalli í sex til viðbótar á miðvikudag. Áhrif verkfallsins voru breytingar á flugtímum og því engir í almannahagsmunir í húfi sem réttlæta lagasetningu eftir pöntun atvinnurekenda. SA líkir ríkissáttasemjara við umsjónarmann kaffistofu vegna meints valdaleysis embættisins. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð á að deiluaðilar nái saman – það gera þeir sjálfir. Hins vegar hefur ríkissáttasemjari þó nokkur völd samkvæmt lögum og verkfæri til að stuðla að því að kjaradeila leysist. Að lýsa embættinu sem kaffistofu endurspeglar skort á virðingu við verkefnið. Samlíkingin með kaffistofuna er líklega gerð til að renna stoðum undir ósk SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins hafa þannig nánast eytt fleiri klukkustundum á síðustu vikum í greinaskrif og upphrópanir í fjölmiðlum en við samningsborðið. Þess í stað er allt kapp lagt á að benda á aðra. Staðan er sú að kjarasamningur FÍF og SA hefur verið laus í þrjá mánuði en FÍF hefur upplifað lítinn sem engan samningsvilja af hálfu SA. Eftir þriggja mánaða viðræður sem engu hafa skilað stendur ekkert eftir nema að boða verkfall til að knýja fram alvöru samtal til að ljúka kjarasamningi. Það er engin óskastaða heldur ill nauðsyn. Fái SA því framgengt að lög séu sett á verkföll og/eða valdheimildum ríkissáttasemjara verði breytt samkvæmt þeirra óskum þvert á vilja launafólks ýtir það undir möguleika þeirra til að draga lappirnar við kjarasamningsgerð og veikir samningsstöðu launafólks. Þótt nú standi SA fyrir ímyndarherferð um að við séum öll í sama liði og þurfum að vera samtaka, þar sem mennska samtakanna er undirtónninn, verður ekki séð að framkoma þeirra við kjarasamningsgerð eða í fjölmiðlum undanfarið einkennist af þessum meginstefum. Það dylst fáum að SA er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir (stór)fyrirtæki en ekki fólk. Áróðursstríð SA er að sjálfsögðu háð í þeim tilgangi að komast eins léttilega hjá kjarasamningsgerð við FÍF og annað launafólk og hægt er. Nái SA markmiðum sínum mun það hafa skaðleg áhrif á gerð annarra kjarasamninga sem eru í undirbúningi við meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er framtíðin sem SA vill skapa en spurningin sem eftir stendur er hvort samtök launafólks, stjórnmálafólk eða almenningur deili þeirri framtíðarsýn. Höfundur er formaður BSRB sem styður heilshugar kjarabaráttu flugumferðarstjóra
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun