Frakkar heimsmeistarar og silfur til Þóris og Noregs Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 19:44 Leikmenn franska liðsins fagna heimsmeistaratitlinum í leikslok. Vísir/EPA Frakkar urðu í dag heimsmeistarar kvenna í handknattleik í þriðja sinn eftir þriggja marka sigur á Noregi í úrslitaleik. Frakkar voru eina ósigraða lið mótsins fyrir úrslitaleikinn í dag en franska liðið lagði það norska í milliriðlunum. Almennt var talið að þjóðirnar væru með tvö bestu lið mótsins og því búist við spennandi úrslitaleik. Noregur byrjaði betur í dag og leiddi 8-6 í upphafi leiks. Lykilmaður norska liðsins Henny Reistad, sem glímdi við veikindi, byrjaði leikinn en settist á bekkinn um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tók franska liðið við sér og náði forystunni. Staðan í hálfleik 20-17 Frökkum í vil. Þórir Hergeirsson gefur fyrirmæli á bekknum í dag.Vísir/EPA Frakkar náðu fjögurra marka forystu í byrjun seinni hálfleiks og norska liðinu voru mislagðar hendur í sóknarleiknum. Katrine Lunde varði vítakast á mikilvægum tímapunkti sem kveikti í Norðmönnum og þeim tókst að minnka muninn í 23-21. Frakkar juku þó muninn á ný og voru fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir lærimeyjar Þóris Hergeirssonar að brúa. Frakkar unnu að lokum 31-28 ög fögnuðu sínum þriðja heimsmeistaratitli. CHAMPIONNES DU MONDE !! C'EST FAIT !! Les Bleues viennent à bout des Norvégiennes et s'offrent un troisième titre mondial ! Un parcours irréprochable, une équipe soudée et une avalanche d'émotions Merci les BLEUES 31-28 #BleuetFier pic.twitter.com/seWhzvqkEY— Equipes de France de Handball (@FRAHandball) December 17, 2023 Þórir Hergeirsson var að stýra Noregi í sextánda sinn í leik um verðlaun á stórmóti. Noregur hefur unnið níu gullverðlaun undir hans stjórn og átti heimsmeistaratitil að verja en í dag þarf hann að sætta sig við silfrið. Léna Grandveau og Tamara Horacek voru markahæstar í franska liðinu með fimm mörk hvor en Nora Mörk skoraði átta fyrir Noreg og Stina Breidal Oftedal sex. HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Frakkar voru eina ósigraða lið mótsins fyrir úrslitaleikinn í dag en franska liðið lagði það norska í milliriðlunum. Almennt var talið að þjóðirnar væru með tvö bestu lið mótsins og því búist við spennandi úrslitaleik. Noregur byrjaði betur í dag og leiddi 8-6 í upphafi leiks. Lykilmaður norska liðsins Henny Reistad, sem glímdi við veikindi, byrjaði leikinn en settist á bekkinn um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tók franska liðið við sér og náði forystunni. Staðan í hálfleik 20-17 Frökkum í vil. Þórir Hergeirsson gefur fyrirmæli á bekknum í dag.Vísir/EPA Frakkar náðu fjögurra marka forystu í byrjun seinni hálfleiks og norska liðinu voru mislagðar hendur í sóknarleiknum. Katrine Lunde varði vítakast á mikilvægum tímapunkti sem kveikti í Norðmönnum og þeim tókst að minnka muninn í 23-21. Frakkar juku þó muninn á ný og voru fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir lærimeyjar Þóris Hergeirssonar að brúa. Frakkar unnu að lokum 31-28 ög fögnuðu sínum þriðja heimsmeistaratitli. CHAMPIONNES DU MONDE !! C'EST FAIT !! Les Bleues viennent à bout des Norvégiennes et s'offrent un troisième titre mondial ! Un parcours irréprochable, une équipe soudée et une avalanche d'émotions Merci les BLEUES 31-28 #BleuetFier pic.twitter.com/seWhzvqkEY— Equipes de France de Handball (@FRAHandball) December 17, 2023 Þórir Hergeirsson var að stýra Noregi í sextánda sinn í leik um verðlaun á stórmóti. Noregur hefur unnið níu gullverðlaun undir hans stjórn og átti heimsmeistaratitil að verja en í dag þarf hann að sætta sig við silfrið. Léna Grandveau og Tamara Horacek voru markahæstar í franska liðinu með fimm mörk hvor en Nora Mörk skoraði átta fyrir Noreg og Stina Breidal Oftedal sex.
HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00