Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. vísir

Verkfall flugumferðarstjóra hefst í nótt. Forstjóri Icelandair segir hættu á að fólk komist ekki heim fyrir jól leysist deilan ekki fljótlega. Við fjöllum um málið í fréttatímanum.

Al Shifa sjúkrahúsinu á Gasa svæðinu er líkt við blóðbað. Særðir sjúklingar eru sagðir liggja um öll gólf og mikill skortur á sjúkravörum, súrefniskútum og heilbrigðisstarfsfólki.

Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs.

Þá heyrum við ótrúlega sögu af kettinum Prins sem týndist fyrir tólf árum í Reykjavík en fannst heill á húfi í Húsafelli á dögunum og sjáum metnaðarfullan Eifell turn sem búin er til úr piparkökum.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×