„Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl“ Árni Sæberg skrifar 17. desember 2023 13:55 Sigurður skilur ekki hvernig Macchiarini gat haldið að plastbarkinn myndi virka. Vísir/AP Lögmaður ekkju manns sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig plastbarka segir málið í raun stórfurðulegt. Ekkjan muni gera hófsama skaðabótakröfu. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Hann segir málið, sem ætíð er kallað Plastbarkamálið, í raun stórfurðulegt og furðar sig helst á því að Paolo Macchiarini, sem hefur hlotið fangelsisdóm vegna málsins, og fleiri hámenntaðir læknar, hafi haft trú á aðferðinni. „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl að einhverjir læknar sem eru búnir að læra í sex, átta eða tíu ár geti látið sér detta í hug að taka stoðfrumu, nudda henni utan í plast og segja: heyrðu, svo verður þetta bara barki, aðlagast líkamanum. Ég er auðvitað bara lögfræðingur sem er að skoða þetta út frá skaðabótarétti.“ Forstjórinn hafi viðurkennt bótaábyrgð Forstjóri Landspítalans tilkynnti í fyrradag að hann harmi aðkomu spítalans að málinu, hann hafi beðið ekkjuna afsökunar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. Sigurður telur að með því hafi hann í raun gengist við skaðabótaábyrgð ekkjunnar. „Ég fullyrði það kannski út frá því sem forstjóri Landspítalans segir, sem yrði alltaf umsagnaraðili um málið, að það sé í raun búið að viðurkenna það að menn ætli að greiða skaðabætur. Síðan eigum við eftir að setjast yfir það og ræða það líka við ekkjuna, hvað hún sættir sig við. Þetta er nægjusamt fólk og við erum ekki að tala um bætur eins og myndu hafa verið ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum, þar sem allt er úr takti við raunveruleikann.“ Sagði Sigurður G. Guðjónsson þegar hann ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að neðan: Plastbarkamálið Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Hann segir málið, sem ætíð er kallað Plastbarkamálið, í raun stórfurðulegt og furðar sig helst á því að Paolo Macchiarini, sem hefur hlotið fangelsisdóm vegna málsins, og fleiri hámenntaðir læknar, hafi haft trú á aðferðinni. „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl að einhverjir læknar sem eru búnir að læra í sex, átta eða tíu ár geti látið sér detta í hug að taka stoðfrumu, nudda henni utan í plast og segja: heyrðu, svo verður þetta bara barki, aðlagast líkamanum. Ég er auðvitað bara lögfræðingur sem er að skoða þetta út frá skaðabótarétti.“ Forstjórinn hafi viðurkennt bótaábyrgð Forstjóri Landspítalans tilkynnti í fyrradag að hann harmi aðkomu spítalans að málinu, hann hafi beðið ekkjuna afsökunar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. Sigurður telur að með því hafi hann í raun gengist við skaðabótaábyrgð ekkjunnar. „Ég fullyrði það kannski út frá því sem forstjóri Landspítalans segir, sem yrði alltaf umsagnaraðili um málið, að það sé í raun búið að viðurkenna það að menn ætli að greiða skaðabætur. Síðan eigum við eftir að setjast yfir það og ræða það líka við ekkjuna, hvað hún sættir sig við. Þetta er nægjusamt fólk og við erum ekki að tala um bætur eins og myndu hafa verið ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum, þar sem allt er úr takti við raunveruleikann.“ Sagði Sigurður G. Guðjónsson þegar hann ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að neðan:
Plastbarkamálið Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13
Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44
Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00