Mótmælin brutust út eftir að Ísraelsher drap óvart þrjá gísla á Gasa svæðinu í gær. Forsætisráðherra landsins, Benjamín Nethanjahú, lýsir dauðsföllunum sem óbærilegum harmleik.
Þá hafa Bandaríkjamenn hvatt vini sína í Ísreal til þess að sýna stillingu í hernaðaraðgerðum sínum á Gasaströndinni.
Jake Sullivan, fulltrúi þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, og Joe Biden Bandaríkjaforseti hafa verið reynt að fá Ísraela til að halda aftur af sér í sprengjuárásunum á Gasa en Netanjahú ítrekaði við Sullivan í gær að stríðinu verði haldið áfram uns algjör sigur sé í höfn.