„Það er aldrei góð hugmynd“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2023 08:00 Kjartan Henry er spenntur fyrir nýju hlutverki. Vísir/Stöð 2 Sport Kaflaskil eru hjá Kjartani Henry Finnbogasyni sem hefur lagt fótboltaskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann þakkar góðar viðtökur í Hafnarfirði sem hafi ekki verið sjálfsagðar. Hann kveðst vera FH-ingur í dag en þó einnig KR-ingur. „Þetta kom í gær [fyrradag] að maður væri búinn að klára samningsmálin og það. Svo koma þessar spurningar, hvort ég sé hættur í fótbolta. En ég held það gefi auga leið. Þegar maður fer inn í svona starf þá er maður ekkert að spila með, það er aldrei góð hugmynd. Skórnir eru komnir upp í hillu.“ sagði Kjartan Henry þegar hann settist niður með fréttamanni í dag. En er Kjartan búinn að venjast tilhugsuninni að vera ekki að fara að spila fótbolta næsta sumar? „Örugglega ekki. Ég held þetta komi hér og þar. Það er búið að vera margt annað að hugsa um eftir tímabilið. Það kom lítil stelpa hjá okkur fyrir tíu dögum síðan þannig að ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur og spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan en hann og eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, eignuðust sitt þriðja barn í upphafi mánaðar. Ekkert þjálfað áður Kjartan Henry hefur ekkert þjálfað yngri flokka eða slíkt meðfram leikmannaferlinum og þjálfarareynslan því af skornum skammti. Hann hefur hins vegar verið duglegur að mennta sig í fræðunum og er kominn með UEFA-B þjálfararéttindi. Þrátt fyrir reynsluleysi á þeim vettvangi er reynslan þeim mun meiri sem leikmaður og kveðst hann hafa allt til brunns að bera í starfið. „Nei, ég er bara búinn að vera mennta mig, taka námskeið og taka einhverjar af þessum gráðum. Ég mun halda því áfram. Svo er ég með hrikalega góðum mönnum þarna sem munu hjálpa mér. Ég kem með helling að borðinu líka. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit alveg um hvað þetta snýst.“ FH-ingur og KR-ingur Kjartan Henry hefur skorað ófá mörkin gegn FH í gegnum tíðina og var sérstaklega naskur við að skora í Kaplakrika þegar hann lék í röndóttum búningi KR. Kjartan er uppalinn í Vesturbæ en samningi hans hjá uppeldisfélaginu var sagt upp eftir tímabilið 2021. Það báru margir upp stór augu þegar hann samdi við FH-inga en vert er að spyrja hvort hann líti á sig sem FH-ing í dag? „Já, já, klárlega. Mér var tekið frábærlega þegar kom í Krikann og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir FH-inga að fá þarna eitthvað KR-svín sem er búinn að láta eins og fífl, kannski. Mér var tekið ótrúlega vel og það er allur kjarni í klúbbnum, aðstaða og slíkt til algjörrar fyrirmyndar. Þeir eru komnir með hybrid-grasvöll og það eru ótrúlega spennandi tímar í Hafnarfirðinum,“ „Ég er FH-ingur í dag en ég er líka KR-ingur. Það er eins og þetta er í boltanum, það eru fleiri sem þekkja það en ég. En já, ég er FH-ingur í dag.“ segir Kjartan Henry. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti viðtalsins verður sýndur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Besta deild karla FH KR Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
„Þetta kom í gær [fyrradag] að maður væri búinn að klára samningsmálin og það. Svo koma þessar spurningar, hvort ég sé hættur í fótbolta. En ég held það gefi auga leið. Þegar maður fer inn í svona starf þá er maður ekkert að spila með, það er aldrei góð hugmynd. Skórnir eru komnir upp í hillu.“ sagði Kjartan Henry þegar hann settist niður með fréttamanni í dag. En er Kjartan búinn að venjast tilhugsuninni að vera ekki að fara að spila fótbolta næsta sumar? „Örugglega ekki. Ég held þetta komi hér og þar. Það er búið að vera margt annað að hugsa um eftir tímabilið. Það kom lítil stelpa hjá okkur fyrir tíu dögum síðan þannig að ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur og spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan en hann og eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, eignuðust sitt þriðja barn í upphafi mánaðar. Ekkert þjálfað áður Kjartan Henry hefur ekkert þjálfað yngri flokka eða slíkt meðfram leikmannaferlinum og þjálfarareynslan því af skornum skammti. Hann hefur hins vegar verið duglegur að mennta sig í fræðunum og er kominn með UEFA-B þjálfararéttindi. Þrátt fyrir reynsluleysi á þeim vettvangi er reynslan þeim mun meiri sem leikmaður og kveðst hann hafa allt til brunns að bera í starfið. „Nei, ég er bara búinn að vera mennta mig, taka námskeið og taka einhverjar af þessum gráðum. Ég mun halda því áfram. Svo er ég með hrikalega góðum mönnum þarna sem munu hjálpa mér. Ég kem með helling að borðinu líka. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit alveg um hvað þetta snýst.“ FH-ingur og KR-ingur Kjartan Henry hefur skorað ófá mörkin gegn FH í gegnum tíðina og var sérstaklega naskur við að skora í Kaplakrika þegar hann lék í röndóttum búningi KR. Kjartan er uppalinn í Vesturbæ en samningi hans hjá uppeldisfélaginu var sagt upp eftir tímabilið 2021. Það báru margir upp stór augu þegar hann samdi við FH-inga en vert er að spyrja hvort hann líti á sig sem FH-ing í dag? „Já, já, klárlega. Mér var tekið frábærlega þegar kom í Krikann og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir FH-inga að fá þarna eitthvað KR-svín sem er búinn að láta eins og fífl, kannski. Mér var tekið ótrúlega vel og það er allur kjarni í klúbbnum, aðstaða og slíkt til algjörrar fyrirmyndar. Þeir eru komnir með hybrid-grasvöll og það eru ótrúlega spennandi tímar í Hafnarfirðinum,“ „Ég er FH-ingur í dag en ég er líka KR-ingur. Það er eins og þetta er í boltanum, það eru fleiri sem þekkja það en ég. En já, ég er FH-ingur í dag.“ segir Kjartan Henry. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti viðtalsins verður sýndur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Besta deild karla FH KR Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira