Heimsmeistararnir í úrslit eftir dramatíska framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2023 18:29 Noregur er á leið í úrslitaleik HM kvenna í handbolta. EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT Noregur, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, er á leið í úrslitaleik HM kvenna í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur gegn Dönum í framlengdum spennutrylli í kvöld, 28-29. Dönsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Norska liðið minnkaði þó muninn fljótt niður í eitt mark áður en Danir náðu tökum á leiknum á ný og héldu fjögurra til fimm marka forystu lengst af. Mest náðu Danir sex marka forystu í stöðunni 14-8, en þær norsku skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan var því 14-9 þegar liðin gengu til búningshebergja. Það var því ljóst að norsku stelpurnar hans Þóris höfðu verk að vinna í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk áður en danska liðið náði vopnum sínum á ný og við tóku æsispennandi mínútur það sem eftir lifði leiks. Norska liðið minnkaði muninn niður í eitt mark í stöðunni 18-17, en þrátt fyrir nokkur góð tækifæri til að jafna metin virtist það ekki ætla að ganga upp. Þórir tók leikhlé fyrir norska liðið í stöðunni 22-20 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Við það skellti norska vörnin í lás og liðið náði forystunni í stöðunni 22-23 þegar slétt mínúta var til leiksloka. Danska liðið tók sitt síðasta leikhlé þegar um tuttugu sékúndur voru eftir af leiknum og þegar höndin hjádómurunum var komin upp fiskaði liðið vítakast sem Kristina Jorgensen tók og skoraði af miklu öryggi úr. Niðurstaðan því 23-23 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liðin skoruðu sín tvö mörkin hvor í fyrri hálfleik framlengingar og því var enn jafnt fyrir seinustu fimm mínútur leiksins, 25-25. Áfram var jafnræði með liðunum og lítið sem ekkert sem virtist geta skilið þau að. Danir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en Henny Ella Reistad tryggði norska liðinu ótrúlegan sigur með marki í þann mund sem lokaflautið gall, sínu fimmtánda marki í leiknum. Noregur er þar með á leið í úrslit þar sem liðið mun freista þess að verja heimsmeistaratitilinn gegn annað hvort Svíum eða Frökkum, en Danir munu leika um bronsið. HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Dönsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Norska liðið minnkaði þó muninn fljótt niður í eitt mark áður en Danir náðu tökum á leiknum á ný og héldu fjögurra til fimm marka forystu lengst af. Mest náðu Danir sex marka forystu í stöðunni 14-8, en þær norsku skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan var því 14-9 þegar liðin gengu til búningshebergja. Það var því ljóst að norsku stelpurnar hans Þóris höfðu verk að vinna í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk áður en danska liðið náði vopnum sínum á ný og við tóku æsispennandi mínútur það sem eftir lifði leiks. Norska liðið minnkaði muninn niður í eitt mark í stöðunni 18-17, en þrátt fyrir nokkur góð tækifæri til að jafna metin virtist það ekki ætla að ganga upp. Þórir tók leikhlé fyrir norska liðið í stöðunni 22-20 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Við það skellti norska vörnin í lás og liðið náði forystunni í stöðunni 22-23 þegar slétt mínúta var til leiksloka. Danska liðið tók sitt síðasta leikhlé þegar um tuttugu sékúndur voru eftir af leiknum og þegar höndin hjádómurunum var komin upp fiskaði liðið vítakast sem Kristina Jorgensen tók og skoraði af miklu öryggi úr. Niðurstaðan því 23-23 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liðin skoruðu sín tvö mörkin hvor í fyrri hálfleik framlengingar og því var enn jafnt fyrir seinustu fimm mínútur leiksins, 25-25. Áfram var jafnræði með liðunum og lítið sem ekkert sem virtist geta skilið þau að. Danir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en Henny Ella Reistad tryggði norska liðinu ótrúlegan sigur með marki í þann mund sem lokaflautið gall, sínu fimmtánda marki í leiknum. Noregur er þar með á leið í úrslit þar sem liðið mun freista þess að verja heimsmeistaratitilinn gegn annað hvort Svíum eða Frökkum, en Danir munu leika um bronsið.
HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti