Heimsmeistararnir í úrslit eftir dramatíska framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2023 18:29 Noregur er á leið í úrslitaleik HM kvenna í handbolta. EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT Noregur, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, er á leið í úrslitaleik HM kvenna í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur gegn Dönum í framlengdum spennutrylli í kvöld, 28-29. Dönsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Norska liðið minnkaði þó muninn fljótt niður í eitt mark áður en Danir náðu tökum á leiknum á ný og héldu fjögurra til fimm marka forystu lengst af. Mest náðu Danir sex marka forystu í stöðunni 14-8, en þær norsku skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan var því 14-9 þegar liðin gengu til búningshebergja. Það var því ljóst að norsku stelpurnar hans Þóris höfðu verk að vinna í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk áður en danska liðið náði vopnum sínum á ný og við tóku æsispennandi mínútur það sem eftir lifði leiks. Norska liðið minnkaði muninn niður í eitt mark í stöðunni 18-17, en þrátt fyrir nokkur góð tækifæri til að jafna metin virtist það ekki ætla að ganga upp. Þórir tók leikhlé fyrir norska liðið í stöðunni 22-20 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Við það skellti norska vörnin í lás og liðið náði forystunni í stöðunni 22-23 þegar slétt mínúta var til leiksloka. Danska liðið tók sitt síðasta leikhlé þegar um tuttugu sékúndur voru eftir af leiknum og þegar höndin hjádómurunum var komin upp fiskaði liðið vítakast sem Kristina Jorgensen tók og skoraði af miklu öryggi úr. Niðurstaðan því 23-23 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liðin skoruðu sín tvö mörkin hvor í fyrri hálfleik framlengingar og því var enn jafnt fyrir seinustu fimm mínútur leiksins, 25-25. Áfram var jafnræði með liðunum og lítið sem ekkert sem virtist geta skilið þau að. Danir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en Henny Ella Reistad tryggði norska liðinu ótrúlegan sigur með marki í þann mund sem lokaflautið gall, sínu fimmtánda marki í leiknum. Noregur er þar með á leið í úrslit þar sem liðið mun freista þess að verja heimsmeistaratitilinn gegn annað hvort Svíum eða Frökkum, en Danir munu leika um bronsið. HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Dönsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Norska liðið minnkaði þó muninn fljótt niður í eitt mark áður en Danir náðu tökum á leiknum á ný og héldu fjögurra til fimm marka forystu lengst af. Mest náðu Danir sex marka forystu í stöðunni 14-8, en þær norsku skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan var því 14-9 þegar liðin gengu til búningshebergja. Það var því ljóst að norsku stelpurnar hans Þóris höfðu verk að vinna í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk áður en danska liðið náði vopnum sínum á ný og við tóku æsispennandi mínútur það sem eftir lifði leiks. Norska liðið minnkaði muninn niður í eitt mark í stöðunni 18-17, en þrátt fyrir nokkur góð tækifæri til að jafna metin virtist það ekki ætla að ganga upp. Þórir tók leikhlé fyrir norska liðið í stöðunni 22-20 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Við það skellti norska vörnin í lás og liðið náði forystunni í stöðunni 22-23 þegar slétt mínúta var til leiksloka. Danska liðið tók sitt síðasta leikhlé þegar um tuttugu sékúndur voru eftir af leiknum og þegar höndin hjádómurunum var komin upp fiskaði liðið vítakast sem Kristina Jorgensen tók og skoraði af miklu öryggi úr. Niðurstaðan því 23-23 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liðin skoruðu sín tvö mörkin hvor í fyrri hálfleik framlengingar og því var enn jafnt fyrir seinustu fimm mínútur leiksins, 25-25. Áfram var jafnræði með liðunum og lítið sem ekkert sem virtist geta skilið þau að. Danir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en Henny Ella Reistad tryggði norska liðinu ótrúlegan sigur með marki í þann mund sem lokaflautið gall, sínu fimmtánda marki í leiknum. Noregur er þar með á leið í úrslit þar sem liðið mun freista þess að verja heimsmeistaratitilinn gegn annað hvort Svíum eða Frökkum, en Danir munu leika um bronsið.
HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira