Margrét sýknuð í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 15. desember 2023 14:27 Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri vefsíðunnar frettin.is. Vísir Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við en Margrét fór hörðum orðum um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir héraðsdómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist fyrir dómi hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Í héraði var Margrét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni verjanda sínum rúma milljón í málskostnað. Fór mikinn á samfélagsmiðlum og verjandinn hætti Margrét brást hin versta við dómnum í héraði og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ sagði Margrét í uppfærðri færslu á Facebook daginn eftir. Það varð bæði til þess að Barbara kærði Margréti fyrir meiðyrði og Arnar Þór hætti sem verjandi hennar. Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við en Margrét fór hörðum orðum um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir héraðsdómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist fyrir dómi hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Í héraði var Margrét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni verjanda sínum rúma milljón í málskostnað. Fór mikinn á samfélagsmiðlum og verjandinn hætti Margrét brást hin versta við dómnum í héraði og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ sagði Margrét í uppfærðri færslu á Facebook daginn eftir. Það varð bæði til þess að Barbara kærði Margréti fyrir meiðyrði og Arnar Þór hætti sem verjandi hennar.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira