Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum verður fjallað áfram um kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA en samningafundur hófst í deilunni klukkan tíu.

Þá fjöllum við um ný raforkulög sem nú eru til umræðu á Alþingi en frumvarpið er sagt hafa tekið nokkrum breytingum í meðförum þingsins. 

Að auki heyum við í formanni Neytendasamtakanna um mál konu sem lenti í því að búslóð hennar var étin af mölflugum þar sem hún var í geymslu hjá fyrirtæki í Kópavogi.

Og í íþróttapakkanum verður fjallað um körfubolta karla þar sem Valsmenn eru á toppnum þegar deildin fer í jólafrí. Einnig verður fjallað um Evrópuævintýri Blika sem nú er á enda eftir stórt tap í Póllandi í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×