Ingibjörg hissa á að fá ekki tilboð og stefnir á sterkari deild Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2023 10:35 Ingibjörg Sigurðardóttir er einn af bestu varnarmönnum íslenska landsliðsins og var gerð að fyrirliða Vålerenga í sumar. Getty Landsliðskonan öfluga Ingibjörg Sigurðardóttir kveður nú norska knattspyrnufélagið Vålerenga eftir fjögurra ára dvöl. Hún kveðst undrandi á því að félagið skyldi ekki bjóða henni nýjan samning. Ingibjörg hefur verið algjör lykilmaður í liði Vålerenga. Hún vann tvennuna með liðinu á sínu fyrsta tímabili árið 2020 og var kjörin besti leikmaður norsku deildarinnar, og tók svo við meistarabikarnum sem fyrirliði í síðasta mánuði. Þess vegna kemur það á óvart að Vålerenga hafi ekki boðið þessum 26 ára Grindvíkingi nýjan samning, en sjálf var Ingibjörg á báðum áttum með það hvort hún vildi vera áfram hjá félaginu eða komast í sterkari deild. Sú ákvörðun liggur núna fyrir, þar sem Ingibjörg hefur ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í norsku deildinni. „Þetta er búið að vera ferli í ákveðinn tíma, að finna út hvað væri best fyrir mig, en að lokum var það eiginlega bara klúbburinn sem ákvað að bjóða mér ekki samning. Það kom svolítið á óvart því ég var að bíða eftir tilboði, og þó ég hafi nánast verið ákveðin í að fara eitthvað annað þá reiknaði ég með því. En svona endaði þetta,“ sagði Ingibjörg við Vísi í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í sigri gegn Wales í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Diego Hún er hins vegar ekki á flæðiskeri stödd. Kemur til Íslands á mánudag til að vera hér yfir jólin og nýtir næstu daga í að skoða hvaða valkostur hentar best. „Draumurinn er að fara í ensku deildina en svo eru fleiri deildir líka. Ég er með valmöguleika og var þannig búin undir þessa stöðu. En janúarglugginn getur verið svolítið erfiður fyrir hafsent, svo ég skoða bara hvað býðst. Ég er í sambandi við lið í nokkrum deildum og held öllu opnu, hvort sem það er England, Þýskaland, Ítalía eða eitthvað annað,“ sagði Ingibjörg. Leið yfir að komast ekki í Grindavík um jólin en lítur á björtu hliðarnar Svo gæti farið að það skýrist ekki fyrr en í janúar hvert næsta skref Ingibjargar verður en þangað til ætlar hún að njóta sín í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. Vanalega myndi það þýða að hún færi til Grindavíkur en það er víst ekki í boði að þessu sinni. „Við verðum uppi í bústað og svo höfum við fengið íbúð í Reykjavík frá góðum vinum. Auðvitað fylgir því mikill söknuður og manni finnst skrýtið að geta ekki verið í Grindavík. Það á kannski eftir að hellast smá yfir mann þegar maður kemur og getur ekki farið heim, en við vorum búin að undirbúa okkur fyrir þetta og lítum bara á björtu hliðarnar,“ segir landsliðskonan. Norski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Ingibjörg hefur verið algjör lykilmaður í liði Vålerenga. Hún vann tvennuna með liðinu á sínu fyrsta tímabili árið 2020 og var kjörin besti leikmaður norsku deildarinnar, og tók svo við meistarabikarnum sem fyrirliði í síðasta mánuði. Þess vegna kemur það á óvart að Vålerenga hafi ekki boðið þessum 26 ára Grindvíkingi nýjan samning, en sjálf var Ingibjörg á báðum áttum með það hvort hún vildi vera áfram hjá félaginu eða komast í sterkari deild. Sú ákvörðun liggur núna fyrir, þar sem Ingibjörg hefur ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í norsku deildinni. „Þetta er búið að vera ferli í ákveðinn tíma, að finna út hvað væri best fyrir mig, en að lokum var það eiginlega bara klúbburinn sem ákvað að bjóða mér ekki samning. Það kom svolítið á óvart því ég var að bíða eftir tilboði, og þó ég hafi nánast verið ákveðin í að fara eitthvað annað þá reiknaði ég með því. En svona endaði þetta,“ sagði Ingibjörg við Vísi í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í sigri gegn Wales í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Diego Hún er hins vegar ekki á flæðiskeri stödd. Kemur til Íslands á mánudag til að vera hér yfir jólin og nýtir næstu daga í að skoða hvaða valkostur hentar best. „Draumurinn er að fara í ensku deildina en svo eru fleiri deildir líka. Ég er með valmöguleika og var þannig búin undir þessa stöðu. En janúarglugginn getur verið svolítið erfiður fyrir hafsent, svo ég skoða bara hvað býðst. Ég er í sambandi við lið í nokkrum deildum og held öllu opnu, hvort sem það er England, Þýskaland, Ítalía eða eitthvað annað,“ sagði Ingibjörg. Leið yfir að komast ekki í Grindavík um jólin en lítur á björtu hliðarnar Svo gæti farið að það skýrist ekki fyrr en í janúar hvert næsta skref Ingibjargar verður en þangað til ætlar hún að njóta sín í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. Vanalega myndi það þýða að hún færi til Grindavíkur en það er víst ekki í boði að þessu sinni. „Við verðum uppi í bústað og svo höfum við fengið íbúð í Reykjavík frá góðum vinum. Auðvitað fylgir því mikill söknuður og manni finnst skrýtið að geta ekki verið í Grindavík. Það á kannski eftir að hellast smá yfir mann þegar maður kemur og getur ekki farið heim, en við vorum búin að undirbúa okkur fyrir þetta og lítum bara á björtu hliðarnar,“ segir landsliðskonan.
Norski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira