Ingibjörg hissa á að fá ekki tilboð og stefnir á sterkari deild Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2023 10:35 Ingibjörg Sigurðardóttir er einn af bestu varnarmönnum íslenska landsliðsins og var gerð að fyrirliða Vålerenga í sumar. Getty Landsliðskonan öfluga Ingibjörg Sigurðardóttir kveður nú norska knattspyrnufélagið Vålerenga eftir fjögurra ára dvöl. Hún kveðst undrandi á því að félagið skyldi ekki bjóða henni nýjan samning. Ingibjörg hefur verið algjör lykilmaður í liði Vålerenga. Hún vann tvennuna með liðinu á sínu fyrsta tímabili árið 2020 og var kjörin besti leikmaður norsku deildarinnar, og tók svo við meistarabikarnum sem fyrirliði í síðasta mánuði. Þess vegna kemur það á óvart að Vålerenga hafi ekki boðið þessum 26 ára Grindvíkingi nýjan samning, en sjálf var Ingibjörg á báðum áttum með það hvort hún vildi vera áfram hjá félaginu eða komast í sterkari deild. Sú ákvörðun liggur núna fyrir, þar sem Ingibjörg hefur ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í norsku deildinni. „Þetta er búið að vera ferli í ákveðinn tíma, að finna út hvað væri best fyrir mig, en að lokum var það eiginlega bara klúbburinn sem ákvað að bjóða mér ekki samning. Það kom svolítið á óvart því ég var að bíða eftir tilboði, og þó ég hafi nánast verið ákveðin í að fara eitthvað annað þá reiknaði ég með því. En svona endaði þetta,“ sagði Ingibjörg við Vísi í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í sigri gegn Wales í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Diego Hún er hins vegar ekki á flæðiskeri stödd. Kemur til Íslands á mánudag til að vera hér yfir jólin og nýtir næstu daga í að skoða hvaða valkostur hentar best. „Draumurinn er að fara í ensku deildina en svo eru fleiri deildir líka. Ég er með valmöguleika og var þannig búin undir þessa stöðu. En janúarglugginn getur verið svolítið erfiður fyrir hafsent, svo ég skoða bara hvað býðst. Ég er í sambandi við lið í nokkrum deildum og held öllu opnu, hvort sem það er England, Þýskaland, Ítalía eða eitthvað annað,“ sagði Ingibjörg. Leið yfir að komast ekki í Grindavík um jólin en lítur á björtu hliðarnar Svo gæti farið að það skýrist ekki fyrr en í janúar hvert næsta skref Ingibjargar verður en þangað til ætlar hún að njóta sín í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. Vanalega myndi það þýða að hún færi til Grindavíkur en það er víst ekki í boði að þessu sinni. „Við verðum uppi í bústað og svo höfum við fengið íbúð í Reykjavík frá góðum vinum. Auðvitað fylgir því mikill söknuður og manni finnst skrýtið að geta ekki verið í Grindavík. Það á kannski eftir að hellast smá yfir mann þegar maður kemur og getur ekki farið heim, en við vorum búin að undirbúa okkur fyrir þetta og lítum bara á björtu hliðarnar,“ segir landsliðskonan. Norski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Ingibjörg hefur verið algjör lykilmaður í liði Vålerenga. Hún vann tvennuna með liðinu á sínu fyrsta tímabili árið 2020 og var kjörin besti leikmaður norsku deildarinnar, og tók svo við meistarabikarnum sem fyrirliði í síðasta mánuði. Þess vegna kemur það á óvart að Vålerenga hafi ekki boðið þessum 26 ára Grindvíkingi nýjan samning, en sjálf var Ingibjörg á báðum áttum með það hvort hún vildi vera áfram hjá félaginu eða komast í sterkari deild. Sú ákvörðun liggur núna fyrir, þar sem Ingibjörg hefur ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í norsku deildinni. „Þetta er búið að vera ferli í ákveðinn tíma, að finna út hvað væri best fyrir mig, en að lokum var það eiginlega bara klúbburinn sem ákvað að bjóða mér ekki samning. Það kom svolítið á óvart því ég var að bíða eftir tilboði, og þó ég hafi nánast verið ákveðin í að fara eitthvað annað þá reiknaði ég með því. En svona endaði þetta,“ sagði Ingibjörg við Vísi í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í sigri gegn Wales í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Diego Hún er hins vegar ekki á flæðiskeri stödd. Kemur til Íslands á mánudag til að vera hér yfir jólin og nýtir næstu daga í að skoða hvaða valkostur hentar best. „Draumurinn er að fara í ensku deildina en svo eru fleiri deildir líka. Ég er með valmöguleika og var þannig búin undir þessa stöðu. En janúarglugginn getur verið svolítið erfiður fyrir hafsent, svo ég skoða bara hvað býðst. Ég er í sambandi við lið í nokkrum deildum og held öllu opnu, hvort sem það er England, Þýskaland, Ítalía eða eitthvað annað,“ sagði Ingibjörg. Leið yfir að komast ekki í Grindavík um jólin en lítur á björtu hliðarnar Svo gæti farið að það skýrist ekki fyrr en í janúar hvert næsta skref Ingibjargar verður en þangað til ætlar hún að njóta sín í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. Vanalega myndi það þýða að hún færi til Grindavíkur en það er víst ekki í boði að þessu sinni. „Við verðum uppi í bústað og svo höfum við fengið íbúð í Reykjavík frá góðum vinum. Auðvitað fylgir því mikill söknuður og manni finnst skrýtið að geta ekki verið í Grindavík. Það á kannski eftir að hellast smá yfir mann þegar maður kemur og getur ekki farið heim, en við vorum búin að undirbúa okkur fyrir þetta og lítum bara á björtu hliðarnar,“ segir landsliðskonan.
Norski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira