Ingibjörg hissa á að fá ekki tilboð og stefnir á sterkari deild Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2023 10:35 Ingibjörg Sigurðardóttir er einn af bestu varnarmönnum íslenska landsliðsins og var gerð að fyrirliða Vålerenga í sumar. Getty Landsliðskonan öfluga Ingibjörg Sigurðardóttir kveður nú norska knattspyrnufélagið Vålerenga eftir fjögurra ára dvöl. Hún kveðst undrandi á því að félagið skyldi ekki bjóða henni nýjan samning. Ingibjörg hefur verið algjör lykilmaður í liði Vålerenga. Hún vann tvennuna með liðinu á sínu fyrsta tímabili árið 2020 og var kjörin besti leikmaður norsku deildarinnar, og tók svo við meistarabikarnum sem fyrirliði í síðasta mánuði. Þess vegna kemur það á óvart að Vålerenga hafi ekki boðið þessum 26 ára Grindvíkingi nýjan samning, en sjálf var Ingibjörg á báðum áttum með það hvort hún vildi vera áfram hjá félaginu eða komast í sterkari deild. Sú ákvörðun liggur núna fyrir, þar sem Ingibjörg hefur ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í norsku deildinni. „Þetta er búið að vera ferli í ákveðinn tíma, að finna út hvað væri best fyrir mig, en að lokum var það eiginlega bara klúbburinn sem ákvað að bjóða mér ekki samning. Það kom svolítið á óvart því ég var að bíða eftir tilboði, og þó ég hafi nánast verið ákveðin í að fara eitthvað annað þá reiknaði ég með því. En svona endaði þetta,“ sagði Ingibjörg við Vísi í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í sigri gegn Wales í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Diego Hún er hins vegar ekki á flæðiskeri stödd. Kemur til Íslands á mánudag til að vera hér yfir jólin og nýtir næstu daga í að skoða hvaða valkostur hentar best. „Draumurinn er að fara í ensku deildina en svo eru fleiri deildir líka. Ég er með valmöguleika og var þannig búin undir þessa stöðu. En janúarglugginn getur verið svolítið erfiður fyrir hafsent, svo ég skoða bara hvað býðst. Ég er í sambandi við lið í nokkrum deildum og held öllu opnu, hvort sem það er England, Þýskaland, Ítalía eða eitthvað annað,“ sagði Ingibjörg. Leið yfir að komast ekki í Grindavík um jólin en lítur á björtu hliðarnar Svo gæti farið að það skýrist ekki fyrr en í janúar hvert næsta skref Ingibjargar verður en þangað til ætlar hún að njóta sín í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. Vanalega myndi það þýða að hún færi til Grindavíkur en það er víst ekki í boði að þessu sinni. „Við verðum uppi í bústað og svo höfum við fengið íbúð í Reykjavík frá góðum vinum. Auðvitað fylgir því mikill söknuður og manni finnst skrýtið að geta ekki verið í Grindavík. Það á kannski eftir að hellast smá yfir mann þegar maður kemur og getur ekki farið heim, en við vorum búin að undirbúa okkur fyrir þetta og lítum bara á björtu hliðarnar,“ segir landsliðskonan. Norski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Ingibjörg hefur verið algjör lykilmaður í liði Vålerenga. Hún vann tvennuna með liðinu á sínu fyrsta tímabili árið 2020 og var kjörin besti leikmaður norsku deildarinnar, og tók svo við meistarabikarnum sem fyrirliði í síðasta mánuði. Þess vegna kemur það á óvart að Vålerenga hafi ekki boðið þessum 26 ára Grindvíkingi nýjan samning, en sjálf var Ingibjörg á báðum áttum með það hvort hún vildi vera áfram hjá félaginu eða komast í sterkari deild. Sú ákvörðun liggur núna fyrir, þar sem Ingibjörg hefur ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í norsku deildinni. „Þetta er búið að vera ferli í ákveðinn tíma, að finna út hvað væri best fyrir mig, en að lokum var það eiginlega bara klúbburinn sem ákvað að bjóða mér ekki samning. Það kom svolítið á óvart því ég var að bíða eftir tilboði, og þó ég hafi nánast verið ákveðin í að fara eitthvað annað þá reiknaði ég með því. En svona endaði þetta,“ sagði Ingibjörg við Vísi í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í sigri gegn Wales í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Diego Hún er hins vegar ekki á flæðiskeri stödd. Kemur til Íslands á mánudag til að vera hér yfir jólin og nýtir næstu daga í að skoða hvaða valkostur hentar best. „Draumurinn er að fara í ensku deildina en svo eru fleiri deildir líka. Ég er með valmöguleika og var þannig búin undir þessa stöðu. En janúarglugginn getur verið svolítið erfiður fyrir hafsent, svo ég skoða bara hvað býðst. Ég er í sambandi við lið í nokkrum deildum og held öllu opnu, hvort sem það er England, Þýskaland, Ítalía eða eitthvað annað,“ sagði Ingibjörg. Leið yfir að komast ekki í Grindavík um jólin en lítur á björtu hliðarnar Svo gæti farið að það skýrist ekki fyrr en í janúar hvert næsta skref Ingibjargar verður en þangað til ætlar hún að njóta sín í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. Vanalega myndi það þýða að hún færi til Grindavíkur en það er víst ekki í boði að þessu sinni. „Við verðum uppi í bústað og svo höfum við fengið íbúð í Reykjavík frá góðum vinum. Auðvitað fylgir því mikill söknuður og manni finnst skrýtið að geta ekki verið í Grindavík. Það á kannski eftir að hellast smá yfir mann þegar maður kemur og getur ekki farið heim, en við vorum búin að undirbúa okkur fyrir þetta og lítum bara á björtu hliðarnar,“ segir landsliðskonan.
Norski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira