Innlent

Tveir hand­teknir vegna inn­brots í Garða­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkuð var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.
Nokkuð var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo vegna innbrots sem framið var í Garðabæ. Þeir hafa báðir verið vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Frá þessu greinir í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Ekki eru gefnar nánari upplýsingar um málið.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í miðborg Reykjavíkur þar sem bíl hafði verið ekið á vegg. Er ökumaður hans grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og er hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Í Garðabæ var tilkynnt um umferðaróhapp en þar sem bíl hafði verið ekið á ljósastaur. Meiðsli ökumanns voru talin minniháttar og eitthvað tjón var á bílnum.

Þá stöðvaði lögregla nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.


Tengdar fréttir

Tíu bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi

Tíu bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hlutu fleiri minniháttar áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×