Einn á öræfum í ellefu nætur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2023 22:54 Einar Skúlason kom til byggða í kvöld eftir ellefu daga göngu frá Seyðisfirði. Göngumaðurinn og þjóðfræðingurinn Einar Skúlason lauk göngu sinni frá Seyðisfirði til Akureyrar í kvöld. Honum var fylgt síðasta spölinn og kom á Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar upp úr sjö. Blaðamaður náði af honum tali þar sem hann gekk yfir Pollinn. Myndir eru fengnar á Facebook-síðu sem Einar hélt úti fyrir gönguna og eru fengnar þaðan með góðfúslegu leyfi hans. Ein þeirra fjölmörgu varða sem prýða gömlu þjóðleiðirnar. „Þetta er náttúrlega búið að vera svolítið mikið álag. Ég er búinn að vera með 22 kíló á bakinu. Ég er með allt tjald, svefnpoka, dýnu og prímus. Ellefu dagar í röð þetta eru einhverjir 26 kílómetrar á dag að meðaltali.“ Fjalla-Bensi á 21. öldinni Leiðin hófst á fyrsta í aðventu síðastliðinn á Seyðisfirði og var einhverjir 280 kílómetrar. Leiðin sem hann gekk er svokölluð þjóðleið eða gamla póstleiðin frá Seyðisfirði til Akureyrar. Á morgun mun hann svo ganga með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja en öll sala á kortunum rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Friðsæl ljósaskipti. „Ég búinn að vera að fara alls konar vegleysur. Ég reyndi að forðast þjóðveginn eins og hægt var og fara bara gamlar leiðir. Þetta er búið að vera mjög fjölbreytt,“ segir Einar. Á undan áætlun Gangan var ekkert spaug en það kom honum þó á óvart hvað honum tókst að vera snöggur á ferðinni. Veðrið lék ekki beinlínis við hann en hefði þó getað verið töluvert verra. Leiðin samsvarar því að ganga frá Gróttu í Mosfellsbæ fram og til baka 8 sinnum. „Ég gerði ekki ráð fyrir því að klára á ellefu dögum. Ég hélt þetta yrðu svona tólf til sautján dagar því ég bjóst við því að eitthvað myndi bregða út af í veðrinu. En svo hefur þetta verið bara frekar mikið jafnvægi þangað til í gær eða í dag. Þá fór veðrið að breytast,“ segir Einar ánægður að vera við það að komast á áfangastað og þurfa ekki að þreyta óveðrið um helgina. „Lægðirnar eru að koma og það var mjög hvasst í dag. Það var svo mikið logn fyrstu vikuna en frostið bara yfirleitt tveggja stiga tala. Þannig það var kalt en stillt veður. Það var mjög fallegt,“ segir hann. Boðinn næturstaður og heimareykt hangikjöt Einar þurfti þó ekki að húka í köldu tjaldi allar nætur ferðarinnar vopnaður engu nema prímus. Honum var nefnilega boðin gisting á leiðinni þar sem enn er byggt. „Ótrúleg gestrisni hjá fólki. Það var alveg frábært. Ég gisti í Möðrudal og Grímsstöðum og Jökuldal. Fólk hafði samband og þetta fréttist bara af mér, held ég,“ segir Einar. Sólsetrið á hálendinu. Hann var alveg sérstaklega ánægður með vist sína á Grímsstöðum þar sem borið var fram heimareykt hangikjöt, bjúgu og alls konar gott. Hann segir það hafa verið gríðarlega athyglisvert að prófa svona og segist átta sig betur á hvað fólk var að hugsa á slíkum göngum í gamla daga. Þá var þetta fjölfarin leið og það að ganga hana ekkert tiltökumál. „Maður sér vörðurnar ennþá sem voru hlaðnar fyrir rúmum hundrað árum. Reyndar sums staðar hafa þær verið að hrynja og það þarf að fara að halda þeim betur við. En þær eru þarna og maður getur enn fylgt þeim. Það er alveg svakalega flott og mikil saga á þessum leiðum. Þær voru í notkun allar þessar aldir þangað til að bíllinn kom. Þetta voru alfaraleiðir,“ segir Einar. Einn áningarstaða Einars Fagnað yfir kvöldverði Botninn var sleginn í ferðina með kvöldverði ásamt stjórn Krabbameinsfélagsins á Akureyri og svo var honum boðið að gista á Berjaya-hótelinu á Akureyri. Hann bendir á að enn sé hægt að styrkja Krabbameinsfélagið þó að ekki sé lengur hægt að panta heimsend kort. Jólakortið, sem sýnir útlínur Herðubreiðar, er hannað af listakonunni Lindu Guðlaugsdóttur og er það hennar framlag til söfnunarinnar. Á vefsíðu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis eru allar nánari upplýsingar um pöntun á jólakortum. „Þetta eru mörg lítil skref. Þetta er eins og ef maður ætlar að borða fíl þá er það bara einn biti í einu. Það er það sama með skrefin, þá getur maður komist langt,“ segir Einar kaldur og kátur. Einar kominn á Ráðhústorg. Fjallamennska Jól Múlaþing Akureyri Krabbamein Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Myndir eru fengnar á Facebook-síðu sem Einar hélt úti fyrir gönguna og eru fengnar þaðan með góðfúslegu leyfi hans. Ein þeirra fjölmörgu varða sem prýða gömlu þjóðleiðirnar. „Þetta er náttúrlega búið að vera svolítið mikið álag. Ég er búinn að vera með 22 kíló á bakinu. Ég er með allt tjald, svefnpoka, dýnu og prímus. Ellefu dagar í röð þetta eru einhverjir 26 kílómetrar á dag að meðaltali.“ Fjalla-Bensi á 21. öldinni Leiðin hófst á fyrsta í aðventu síðastliðinn á Seyðisfirði og var einhverjir 280 kílómetrar. Leiðin sem hann gekk er svokölluð þjóðleið eða gamla póstleiðin frá Seyðisfirði til Akureyrar. Á morgun mun hann svo ganga með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja en öll sala á kortunum rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Friðsæl ljósaskipti. „Ég búinn að vera að fara alls konar vegleysur. Ég reyndi að forðast þjóðveginn eins og hægt var og fara bara gamlar leiðir. Þetta er búið að vera mjög fjölbreytt,“ segir Einar. Á undan áætlun Gangan var ekkert spaug en það kom honum þó á óvart hvað honum tókst að vera snöggur á ferðinni. Veðrið lék ekki beinlínis við hann en hefði þó getað verið töluvert verra. Leiðin samsvarar því að ganga frá Gróttu í Mosfellsbæ fram og til baka 8 sinnum. „Ég gerði ekki ráð fyrir því að klára á ellefu dögum. Ég hélt þetta yrðu svona tólf til sautján dagar því ég bjóst við því að eitthvað myndi bregða út af í veðrinu. En svo hefur þetta verið bara frekar mikið jafnvægi þangað til í gær eða í dag. Þá fór veðrið að breytast,“ segir Einar ánægður að vera við það að komast á áfangastað og þurfa ekki að þreyta óveðrið um helgina. „Lægðirnar eru að koma og það var mjög hvasst í dag. Það var svo mikið logn fyrstu vikuna en frostið bara yfirleitt tveggja stiga tala. Þannig það var kalt en stillt veður. Það var mjög fallegt,“ segir hann. Boðinn næturstaður og heimareykt hangikjöt Einar þurfti þó ekki að húka í köldu tjaldi allar nætur ferðarinnar vopnaður engu nema prímus. Honum var nefnilega boðin gisting á leiðinni þar sem enn er byggt. „Ótrúleg gestrisni hjá fólki. Það var alveg frábært. Ég gisti í Möðrudal og Grímsstöðum og Jökuldal. Fólk hafði samband og þetta fréttist bara af mér, held ég,“ segir Einar. Sólsetrið á hálendinu. Hann var alveg sérstaklega ánægður með vist sína á Grímsstöðum þar sem borið var fram heimareykt hangikjöt, bjúgu og alls konar gott. Hann segir það hafa verið gríðarlega athyglisvert að prófa svona og segist átta sig betur á hvað fólk var að hugsa á slíkum göngum í gamla daga. Þá var þetta fjölfarin leið og það að ganga hana ekkert tiltökumál. „Maður sér vörðurnar ennþá sem voru hlaðnar fyrir rúmum hundrað árum. Reyndar sums staðar hafa þær verið að hrynja og það þarf að fara að halda þeim betur við. En þær eru þarna og maður getur enn fylgt þeim. Það er alveg svakalega flott og mikil saga á þessum leiðum. Þær voru í notkun allar þessar aldir þangað til að bíllinn kom. Þetta voru alfaraleiðir,“ segir Einar. Einn áningarstaða Einars Fagnað yfir kvöldverði Botninn var sleginn í ferðina með kvöldverði ásamt stjórn Krabbameinsfélagsins á Akureyri og svo var honum boðið að gista á Berjaya-hótelinu á Akureyri. Hann bendir á að enn sé hægt að styrkja Krabbameinsfélagið þó að ekki sé lengur hægt að panta heimsend kort. Jólakortið, sem sýnir útlínur Herðubreiðar, er hannað af listakonunni Lindu Guðlaugsdóttur og er það hennar framlag til söfnunarinnar. Á vefsíðu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis eru allar nánari upplýsingar um pöntun á jólakortum. „Þetta eru mörg lítil skref. Þetta er eins og ef maður ætlar að borða fíl þá er það bara einn biti í einu. Það er það sama með skrefin, þá getur maður komist langt,“ segir Einar kaldur og kátur. Einar kominn á Ráðhústorg.
Fjallamennska Jól Múlaþing Akureyri Krabbamein Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent