Segir það ekki þjóna hagsmunum Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2023 12:46 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, flutti á Alþingi munnlega skýrslu um stöðuna sem uppi er fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/Arnar Utanríkisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum neins, og ekki heldur Palestínu, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Ráðherrann flutti munnlega skýrslu um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs á Alþingi fyrir hádegi. Í munnlegu skýrslunni taldi Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, upp öll þau skref sem Ísland hefur stigið til að milda þjáningu palestínsku þjóðarinnar. Til að mynda hefðu íslensk stjórnvöld margfaldað framlög til mannúðaraðstoðar á Gasa síðustu vikurnar og einnig til rannsóknar á ábendingum um stríðsglæpi. Í gærkvöldi sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að ekkert muni stoppa Ísraelsmenn. Sótt verði fram til fullnaðarsigurs þrátt fyrir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og vísaði þar til yfirlýsingar neyðarfundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem kallað var eftir vopnahléi. Bjarni sagði að það væri skiljanlegt að fólk vildi leita allra leiða til að hafa áhrif á átökin en um það hefur verið spurt á Alþingi hvort Ísland hefði í hyggju að ýmist slíta stjórnmálasambandi við Ísrael eða beita ríkið viðskiptaþvingunum. „Hins vegar eru engar heimildir í lögum og engin fordæmi fyrir því að Ísland setji á einhliða viðskiptaþvinganir. Við innleiðum aðgerðir Evrópusambandsins og Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og munum gera það áfram.“ Engar umræður í þá veru hafi verið ræddar á alþjóðavettvangi. „Það þjónar ekki hagsmunum neins og ekki heldur Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stjórnmálasamband milli ríkja er forsenda þess að koma afstöðu sinni á framfæri, eiga samskipti og hafa áhrif. Í sögulegu ljósi hefur Ísland aðeins einu sinni slitið stjórnmálasambandi við Breta í þriðja þorskastríðinu í febrúar 1976.“ Á morgun heldur utanríkisráðherra út til Ósló þar sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna, Benelux landanna og nokkurra Arabaríkja munu koma saman. Þá mun ráðherrann eiga tvíhliða fund með utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar. „Fundurinn er tækifæri til að ræða friðarhorfur, heyra viðhorf annarra og koma afstöðu okkar á framfæri,“ sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Tengdar fréttir Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Í munnlegu skýrslunni taldi Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, upp öll þau skref sem Ísland hefur stigið til að milda þjáningu palestínsku þjóðarinnar. Til að mynda hefðu íslensk stjórnvöld margfaldað framlög til mannúðaraðstoðar á Gasa síðustu vikurnar og einnig til rannsóknar á ábendingum um stríðsglæpi. Í gærkvöldi sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að ekkert muni stoppa Ísraelsmenn. Sótt verði fram til fullnaðarsigurs þrátt fyrir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og vísaði þar til yfirlýsingar neyðarfundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem kallað var eftir vopnahléi. Bjarni sagði að það væri skiljanlegt að fólk vildi leita allra leiða til að hafa áhrif á átökin en um það hefur verið spurt á Alþingi hvort Ísland hefði í hyggju að ýmist slíta stjórnmálasambandi við Ísrael eða beita ríkið viðskiptaþvingunum. „Hins vegar eru engar heimildir í lögum og engin fordæmi fyrir því að Ísland setji á einhliða viðskiptaþvinganir. Við innleiðum aðgerðir Evrópusambandsins og Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og munum gera það áfram.“ Engar umræður í þá veru hafi verið ræddar á alþjóðavettvangi. „Það þjónar ekki hagsmunum neins og ekki heldur Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stjórnmálasamband milli ríkja er forsenda þess að koma afstöðu sinni á framfæri, eiga samskipti og hafa áhrif. Í sögulegu ljósi hefur Ísland aðeins einu sinni slitið stjórnmálasambandi við Breta í þriðja þorskastríðinu í febrúar 1976.“ Á morgun heldur utanríkisráðherra út til Ósló þar sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna, Benelux landanna og nokkurra Arabaríkja munu koma saman. Þá mun ráðherrann eiga tvíhliða fund með utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar. „Fundurinn er tækifæri til að ræða friðarhorfur, heyra viðhorf annarra og koma afstöðu okkar á framfæri,“ sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Tengdar fréttir Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46
Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28
Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39