RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2023 11:40 Glaðir á góðri stundu en nú er ekki eins gaman. Félag tónskálda og textahöfunda fagnaði í ár 40 ára afmæli sínu og hélt afmælistónleika í Gamla bíói. Hér má sjá þá Braga Valdimar og Friðrik Ómar en Bragi spyr hvað verði eftir þegar listamenn dragi sig einn af öðrum úr Eurovisionverkefninu. vísir/hulda margrét Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? Vegna hroðalegs ástands á Gasa, þar sem verið er að brytja íbúa niður í átökum Ísrael og Palestínu, er þátttaka Íslands í Eurovision í uppnámi. Nú þegar þetta er skrifað hafa 8.110 skrifað undir áskorun þar sem skorað er á RÚV að neita að taka þátt í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. „Þrátt fyrir þjóðarmorð Ísraels á hendur Palestínu er Ísrael þátttakandi í Eurovision í ár. Rússland var ekki rekið úr Eurovision fyrr en Finnland hótaði að draga sig úr keppni, og önnur lönd fylgdu í kjölfarið. RÚV hefur völdin til þess að þrýsta á stjórn ESB og draga sig úr þátttöku en þau sitja þögul hjá. Hvers vegna er það? Hvar er réttlætið í því? Við skorum á RÚV að gera betur og draga sig úr þátttöku, nema Ísrael verði vísað úr keppni,“ segir í texta þar sem undirskriftasöfnuninni er fylgt úr hlaði. RÚV-arar með böggum hildar Víst er að Ríkisútvarpið hefur lagt mikið undir í sinni dagskrárgerð tengdri Eurovision. Þó er ekki er hægt að að þeir sem starfa hjá RÚV sitji þöglir hjá og segi pass. Ekki allir. Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður útvarps hefur lýst því yfir að honum þyki þátttaka Íslands orka tvímælis: Óli Palli, einn reynslumesti útvarpsmaður Rásar 2, þarna í Bylgjulestinni ásamt Siggu Lund og Svala, sendi frá sér afdráttarlausa yfirlýsingu: Það að mæta í söngpartí með morðingjum - þó svo þeir séu í glimmergöllum - er afstaða.vísir/hulda margrét „Að taka enga afstöðu er afstaða. Afstaða með þeim stóra og sterka sem kúgar, níðist á og drepur. Það að mæta í söngpartí með morðingjum - þó svo þeir séu í glimmergöllum - er afstaða. Og heimurinn heldur áfram að farast meðan við horfum aðgerðalaus á,“ skrifaði Óli Palli á Facebook-síðu sína. Þá vakti það mikla athygli þegar Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, skrifaði á Facebook-síðu sína að hann hafi á fundi stjórnar lagt fram eftirfarandi tillögu að ályktun um Eurovision: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Erovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“ Mörður sagðist vera sér þess meðvitaður að trúnaður ríkti um það sem fram færi á fundum en þetta málefni væri þess eðlis að hann gæti ekki setið hljóður hjá. „Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ Að hengja sig í fundarsköpum Diljá Ámundadóttir Zoëga á jafnframt sæti í stjórn og hún tjáir sig í athugasemdum við þessa yfirlýsingu Marðar: „Jú ég sat fundinn og við Mörður töluðum nánast orðrétt sama máli um þetta mál - hann getur vottað um það,“ segir Dilja. Hún segist hafa lagt öll sín lóð á vogaskálarnar á þessum fundi til að finna leiðir til að láta rödd RÚV heyrast á þessum vettvangi (Eurovision) til að standa með mennsku og mannúð - og palestínsku þjóðinni. Diljá á sæti í stjórn RÚV fyrir hönd Viðreisnar og ljóst að hún veit ekki alveg í hvern fótinn hún á að stíga. Hún segist hafa staðið að ályktun sem væntanlega verður send út samhliða því að fundargerð sem beðið er í ofvæni verði send út.vísir/vilhelm „Það að ég hafi hafnað tillögunni er tæknilega ekki alveg rétt. En ég er þó miður mín að hafa ekki hreyft við mótmælum þegar tillaga um frávísun var borin upp.“ Dilja segir jafnframt að tillagan hafi ekki farið í atkvæðagreiðslu af því að stjórnarformaður lagði til að vísa henni frá. Mörður og Margrét voru þau einu sem hreyfðu við mótmælum. „Á þeim forsendum að svona ákvörðunartaka á ekki heima á borði stjórnar - ss stjórnin hefur ekki þetta dagskrárvald skv. samþykktum. Því miður.“ Diljá segist hafa tekið þátt í bókun sem verður birt þegar fundargerð þar sem meðal annars er talað um að Stefán Eiríksson verði hvattur til að þrýsta á EBU og setja þeim ríkjum sem gerast sek um stríðsglæpi skorður og útiloka þau frá þátttöku í Eurovision. Siðferðilegum spurningum varpað á listafólk Þannig stendur málið í Efstaleitinu, nú bíða menn þess að fundargerðin verði birt en víst er að Stefán útvarpsstjóri er í bobba. Rithöfundurinn Bragi Páll vakti athygli á því að hann væri uppvís að hræsni með því að hafa fyrir ári talað tæpitungulaust fyrir því að Rússland yrði rekið úr keppninni en Ísrael ekki. Og nú virðist hann vilja setja hina miklu þungu siðferðilegu spurningu á herðar gítarleikara, þeirra sem vilja grauta í trommusetti sínu eða syngja; hvort þeir vilji gefa kost á sér í þetta verkefni; syngja og tralla á sama sviði og fulltrúar Ísrael. Bragi Valdimar Skúlason segir að þetta verði þungur sjór að sigla. Hann er formaður Félags tónskálda og textahöfunda sem létu ekki sitt eftir liggja og sendu frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að Ísland tæki ekki þátt. Hann undrast ályktunarleysi stjórnar RÚV. Það tók því sumsé ekki einu sinni að athuga hvort stjórn RÚV vildi taka einhverja afstöðu. „Þá vitum við það,“ segir Bragi Valdimar. „Við köstuðum inn þessari áskorun, það var orðið mikið kurr. Þetta verður þungt hér heima að fara inn í þennan storm. Þetta er listræna hliðin er samviskan er að naga. Þetta verður ansi þungt,“ segir Bragi Valdimar. Slydda og lydda Hann segir nú tónlistarfólk, höfunda og svo eru náttúrlega flytjendur, listræna stjórnendur og dansara nú hugsa sinn gang. Það verði erfitt að labba inn í partíið með þetta hangandi yfir sér. Grímur Atlason er einn fjölmargra sem hafa tjáð sig um afstöðuleysi RÚV og hann orðar þetta þannig: „Slyddan er leiðinlegust allra veðra og fólk sem eru slyddur er á pari.“ Bragi Valdimar telur þarna einu eða tveimur E-ssum ofaukið. Grímur Atlason er einn fjölmargra sem hefur furðað sig á því að tillaga Marðar hafi ekki svo mikið sem verið borin til atkvæða. Hann telur þetta til marks um (s)lydduskap stjórnarmanna.vísir/vilhelm „Þegar listafólkið fer að týnast út, neitar að mæta, hvað þá? Ég sé ekki dæmið reiknast til enda þegar maður reynir að horfa fram í maí. Ég sé ekki íslenska atriðið lenda uppá sviði og allir sáttir,“ segir Bragi Valdimar. En það sé auðvitað ekki í þeirra höndum. Þau geti lítt annað gert en koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Ég veit ekki hver strategían er en vona að hún sé einhver. Kannski kemur einhver ályktun frá þeim áður en sjálf fundargerðin verður birt,“ segir Bragi Valdimar. En fundargerðir eru ekki birtar fyrr en þær hafa verið samþykktar á næsta fundi stjórnar sem er yfirleitt haldin síðasta miðvikudag í hverjum mánuði. Eru Íslendingar einir á báti í andófi sínu? Bragi Valdimar segir að viðbrögðin við ályktun þeirra í Félagi tónskálda og textahöfunda hafi verið góð. En hjá því verði ekki litið að málið er gríðarlega viðkvæmt og flókið. Hvað myndu Hatari gera? Þeir vildu ekki að Ísland væri með þarsíðast vegna átaka á Gasa. En létu sig hafa það, fóru og vöktu athygli fyrir afstöðu sína.vísir/vilhelm Þegar Rússum var vísað úr keppni var það á þeim forsendum að sjónvarpsstöð þeirra hafi gerst brotleg. Ef til vill er hægt að fá það út að sjónvarpsstöð Ísrael hafi gerst brotleg einnig. Það liggur ekkert fyrir um það. „Fáar þjóðir hafa tekið eins eindregna afstöðu með Palestínu og Ísland. Kannski eru þetta bara einhverjir Íslendingar hér uppá skeri í miðju Ballarhafi sem treysta sér til að hreyfa við einhverjum mótmælum'“ veltir Bragi Valdimar fyrir sér þegar því er velt upp hvort og hvers vegna ekkert hafi spurst að neinum mótmælum á öðrum vettvangi, ekki eins og þegar Finnar settu Rússum stólinn fyrir dyrnar og fengu Norðurlöndin með sér í það. Eurovision Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Vegna hroðalegs ástands á Gasa, þar sem verið er að brytja íbúa niður í átökum Ísrael og Palestínu, er þátttaka Íslands í Eurovision í uppnámi. Nú þegar þetta er skrifað hafa 8.110 skrifað undir áskorun þar sem skorað er á RÚV að neita að taka þátt í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. „Þrátt fyrir þjóðarmorð Ísraels á hendur Palestínu er Ísrael þátttakandi í Eurovision í ár. Rússland var ekki rekið úr Eurovision fyrr en Finnland hótaði að draga sig úr keppni, og önnur lönd fylgdu í kjölfarið. RÚV hefur völdin til þess að þrýsta á stjórn ESB og draga sig úr þátttöku en þau sitja þögul hjá. Hvers vegna er það? Hvar er réttlætið í því? Við skorum á RÚV að gera betur og draga sig úr þátttöku, nema Ísrael verði vísað úr keppni,“ segir í texta þar sem undirskriftasöfnuninni er fylgt úr hlaði. RÚV-arar með böggum hildar Víst er að Ríkisútvarpið hefur lagt mikið undir í sinni dagskrárgerð tengdri Eurovision. Þó er ekki er hægt að að þeir sem starfa hjá RÚV sitji þöglir hjá og segi pass. Ekki allir. Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður útvarps hefur lýst því yfir að honum þyki þátttaka Íslands orka tvímælis: Óli Palli, einn reynslumesti útvarpsmaður Rásar 2, þarna í Bylgjulestinni ásamt Siggu Lund og Svala, sendi frá sér afdráttarlausa yfirlýsingu: Það að mæta í söngpartí með morðingjum - þó svo þeir séu í glimmergöllum - er afstaða.vísir/hulda margrét „Að taka enga afstöðu er afstaða. Afstaða með þeim stóra og sterka sem kúgar, níðist á og drepur. Það að mæta í söngpartí með morðingjum - þó svo þeir séu í glimmergöllum - er afstaða. Og heimurinn heldur áfram að farast meðan við horfum aðgerðalaus á,“ skrifaði Óli Palli á Facebook-síðu sína. Þá vakti það mikla athygli þegar Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, skrifaði á Facebook-síðu sína að hann hafi á fundi stjórnar lagt fram eftirfarandi tillögu að ályktun um Eurovision: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Erovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“ Mörður sagðist vera sér þess meðvitaður að trúnaður ríkti um það sem fram færi á fundum en þetta málefni væri þess eðlis að hann gæti ekki setið hljóður hjá. „Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ Að hengja sig í fundarsköpum Diljá Ámundadóttir Zoëga á jafnframt sæti í stjórn og hún tjáir sig í athugasemdum við þessa yfirlýsingu Marðar: „Jú ég sat fundinn og við Mörður töluðum nánast orðrétt sama máli um þetta mál - hann getur vottað um það,“ segir Dilja. Hún segist hafa lagt öll sín lóð á vogaskálarnar á þessum fundi til að finna leiðir til að láta rödd RÚV heyrast á þessum vettvangi (Eurovision) til að standa með mennsku og mannúð - og palestínsku þjóðinni. Diljá á sæti í stjórn RÚV fyrir hönd Viðreisnar og ljóst að hún veit ekki alveg í hvern fótinn hún á að stíga. Hún segist hafa staðið að ályktun sem væntanlega verður send út samhliða því að fundargerð sem beðið er í ofvæni verði send út.vísir/vilhelm „Það að ég hafi hafnað tillögunni er tæknilega ekki alveg rétt. En ég er þó miður mín að hafa ekki hreyft við mótmælum þegar tillaga um frávísun var borin upp.“ Dilja segir jafnframt að tillagan hafi ekki farið í atkvæðagreiðslu af því að stjórnarformaður lagði til að vísa henni frá. Mörður og Margrét voru þau einu sem hreyfðu við mótmælum. „Á þeim forsendum að svona ákvörðunartaka á ekki heima á borði stjórnar - ss stjórnin hefur ekki þetta dagskrárvald skv. samþykktum. Því miður.“ Diljá segist hafa tekið þátt í bókun sem verður birt þegar fundargerð þar sem meðal annars er talað um að Stefán Eiríksson verði hvattur til að þrýsta á EBU og setja þeim ríkjum sem gerast sek um stríðsglæpi skorður og útiloka þau frá þátttöku í Eurovision. Siðferðilegum spurningum varpað á listafólk Þannig stendur málið í Efstaleitinu, nú bíða menn þess að fundargerðin verði birt en víst er að Stefán útvarpsstjóri er í bobba. Rithöfundurinn Bragi Páll vakti athygli á því að hann væri uppvís að hræsni með því að hafa fyrir ári talað tæpitungulaust fyrir því að Rússland yrði rekið úr keppninni en Ísrael ekki. Og nú virðist hann vilja setja hina miklu þungu siðferðilegu spurningu á herðar gítarleikara, þeirra sem vilja grauta í trommusetti sínu eða syngja; hvort þeir vilji gefa kost á sér í þetta verkefni; syngja og tralla á sama sviði og fulltrúar Ísrael. Bragi Valdimar Skúlason segir að þetta verði þungur sjór að sigla. Hann er formaður Félags tónskálda og textahöfunda sem létu ekki sitt eftir liggja og sendu frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að Ísland tæki ekki þátt. Hann undrast ályktunarleysi stjórnar RÚV. Það tók því sumsé ekki einu sinni að athuga hvort stjórn RÚV vildi taka einhverja afstöðu. „Þá vitum við það,“ segir Bragi Valdimar. „Við köstuðum inn þessari áskorun, það var orðið mikið kurr. Þetta verður þungt hér heima að fara inn í þennan storm. Þetta er listræna hliðin er samviskan er að naga. Þetta verður ansi þungt,“ segir Bragi Valdimar. Slydda og lydda Hann segir nú tónlistarfólk, höfunda og svo eru náttúrlega flytjendur, listræna stjórnendur og dansara nú hugsa sinn gang. Það verði erfitt að labba inn í partíið með þetta hangandi yfir sér. Grímur Atlason er einn fjölmargra sem hafa tjáð sig um afstöðuleysi RÚV og hann orðar þetta þannig: „Slyddan er leiðinlegust allra veðra og fólk sem eru slyddur er á pari.“ Bragi Valdimar telur þarna einu eða tveimur E-ssum ofaukið. Grímur Atlason er einn fjölmargra sem hefur furðað sig á því að tillaga Marðar hafi ekki svo mikið sem verið borin til atkvæða. Hann telur þetta til marks um (s)lydduskap stjórnarmanna.vísir/vilhelm „Þegar listafólkið fer að týnast út, neitar að mæta, hvað þá? Ég sé ekki dæmið reiknast til enda þegar maður reynir að horfa fram í maí. Ég sé ekki íslenska atriðið lenda uppá sviði og allir sáttir,“ segir Bragi Valdimar. En það sé auðvitað ekki í þeirra höndum. Þau geti lítt annað gert en koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Ég veit ekki hver strategían er en vona að hún sé einhver. Kannski kemur einhver ályktun frá þeim áður en sjálf fundargerðin verður birt,“ segir Bragi Valdimar. En fundargerðir eru ekki birtar fyrr en þær hafa verið samþykktar á næsta fundi stjórnar sem er yfirleitt haldin síðasta miðvikudag í hverjum mánuði. Eru Íslendingar einir á báti í andófi sínu? Bragi Valdimar segir að viðbrögðin við ályktun þeirra í Félagi tónskálda og textahöfunda hafi verið góð. En hjá því verði ekki litið að málið er gríðarlega viðkvæmt og flókið. Hvað myndu Hatari gera? Þeir vildu ekki að Ísland væri með þarsíðast vegna átaka á Gasa. En létu sig hafa það, fóru og vöktu athygli fyrir afstöðu sína.vísir/vilhelm Þegar Rússum var vísað úr keppni var það á þeim forsendum að sjónvarpsstöð þeirra hafi gerst brotleg. Ef til vill er hægt að fá það út að sjónvarpsstöð Ísrael hafi gerst brotleg einnig. Það liggur ekkert fyrir um það. „Fáar þjóðir hafa tekið eins eindregna afstöðu með Palestínu og Ísland. Kannski eru þetta bara einhverjir Íslendingar hér uppá skeri í miðju Ballarhafi sem treysta sér til að hreyfa við einhverjum mótmælum'“ veltir Bragi Valdimar fyrir sér þegar því er velt upp hvort og hvers vegna ekkert hafi spurst að neinum mótmælum á öðrum vettvangi, ekki eins og þegar Finnar settu Rússum stólinn fyrir dyrnar og fengu Norðurlöndin með sér í það.
Eurovision Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent