Hei! Jó! Þingheimur! Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 14. desember 2023 09:01 Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tæplega fjögur þúsund manns þurftu að flýja heimili sín úr litla bænum á suðvesturhorninu. Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga. Fjölmörg okkar eiga ekki afturkvæmt til heimila okkar, en við höfum skotist klökk til Grindó með pallbíl að láni, til að sækja kaffikönnuna og eldhússtólana, handklæðin og jólafötin. Við höfum velt fyrir okkur hvort pláss sé fyrir eitthvað af jólaskrautinu á nýja staðnum, hvort við verðum yfirleitt á þeim stað yfir jólin, hvar við verðum eftir áramót og hvernig við eigum að brúa öll þau bil sem skapast hafa í lífum okkar og okkar á milli. Allur almenningur virðist líta þannig á að hér sé samfélag í sárum, og á ögurstundu og neyðartímum þurfi reglur að vera sveigjanlegar og manngildi höfð að leiðarljósi í hvívetna, en þetta hefur því miður ekki verið raunin. Heimilislausir og geðshrærðir Grindvíkingar hafa í miðju áfalli þurft að steyta hnefa og byrsta sig til að fá fram það sem lang flestum landsmönnum þykir fullkomlega eðlileg krafa. Húsnæðisánagreiðendur hafa þurft að krefjast réttlátrar meðferðar í lánakerfinu og hafa viðskiptabankarnir þrír og íbúðalanasjóður dregið til baka kröfur um uppsöfnun vaxta og verðbóta á greiðslufrystingartíma húsnæðislána en aðrir lánveitendur ekki, eins og kunnugt er. Bera lífeyrissjóðir nú fyrir sig því að hér sé við ofurafl að etja í formi lagabálka eftir að hafa teygt lopann í heilan mánuð, þrátt fyrir að hafa fullyrt strax við upphaf umræðna að þessi undanþága samhæfist ekki reglum lífeyrissjóða. Einhvern manndóm hefur virst vanta til að standa við þá fullyrðingu því það hefur tekið þennan mánuð af sama japlinu -um að nú sé verið að skoða þetta, nú skuli funda og síðast en ekki síst að fullur skilningur sé á kröfum lánagreiðenda frá Grindavík og samkenndin sé mikil- til að gefa út þessa endanlegu yfirlýsingu í dag. Það er orðið ljóst að lífeyrissjóðir hafa ekki áhuga á að taka þátt í að hliðra til reglum, skapa undanþáguheimildir eða vinna að nokkru leyti til að koma til móts við kröfur lífeyrissjóðseigenda sem borga mánaðarlega samviskusamlega í sjóðinn. En svo af þessum breytingum geti orðið þarfnast greinilega hjálpar við. Nú kalla ég til þess fólks sem við kusum á þing. Fólkið sem við völdum til að vinna fyrir okkur. Nú er rúmur mánuður liðinn- og lopateygjur lífeyrissjóðanna eru á enda. Hundrað fjölskyldur bíða, hundrað fjölskyldur sem greitt hafa í þá sjóði sem ætlaðir eru sem þeirra skjól og vörn þegar lífið tekur níutíu gráðu beygju inn í óvissuna. Ég skora á þingheim að horfa til okkar fyrir frí, sýna kjark og klára dæmið. Hundrað fjölskyldum vantar breytingar á lögum, strax. Viðbætur í lögum um lánveitingar lífeyrissjóða og annara húsnæðislánaveitenda þess efnis að við náttúruhamfarir eða aðrar utanaðkomandi óviðráðanlegar aðstæður skuli lánveitendum heimilt, eða jafnvel skylt, að stöðva afborganir í afmarkaðan tíma og á sama tíma fella niður vexti og verðbætur og annan kostnað sem af getur hlotist hljómar ekki flókið í framkvæmd. Þetta er samfélagslegt sanngirnismál. Annars óska ég þingmönnum öllum, svo og stjórnendum lífeyrissjóða góðrar og gleðiríkrar jólahátíðar.. heima í sinni stofu. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tæplega fjögur þúsund manns þurftu að flýja heimili sín úr litla bænum á suðvesturhorninu. Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga. Fjölmörg okkar eiga ekki afturkvæmt til heimila okkar, en við höfum skotist klökk til Grindó með pallbíl að láni, til að sækja kaffikönnuna og eldhússtólana, handklæðin og jólafötin. Við höfum velt fyrir okkur hvort pláss sé fyrir eitthvað af jólaskrautinu á nýja staðnum, hvort við verðum yfirleitt á þeim stað yfir jólin, hvar við verðum eftir áramót og hvernig við eigum að brúa öll þau bil sem skapast hafa í lífum okkar og okkar á milli. Allur almenningur virðist líta þannig á að hér sé samfélag í sárum, og á ögurstundu og neyðartímum þurfi reglur að vera sveigjanlegar og manngildi höfð að leiðarljósi í hvívetna, en þetta hefur því miður ekki verið raunin. Heimilislausir og geðshrærðir Grindvíkingar hafa í miðju áfalli þurft að steyta hnefa og byrsta sig til að fá fram það sem lang flestum landsmönnum þykir fullkomlega eðlileg krafa. Húsnæðisánagreiðendur hafa þurft að krefjast réttlátrar meðferðar í lánakerfinu og hafa viðskiptabankarnir þrír og íbúðalanasjóður dregið til baka kröfur um uppsöfnun vaxta og verðbóta á greiðslufrystingartíma húsnæðislána en aðrir lánveitendur ekki, eins og kunnugt er. Bera lífeyrissjóðir nú fyrir sig því að hér sé við ofurafl að etja í formi lagabálka eftir að hafa teygt lopann í heilan mánuð, þrátt fyrir að hafa fullyrt strax við upphaf umræðna að þessi undanþága samhæfist ekki reglum lífeyrissjóða. Einhvern manndóm hefur virst vanta til að standa við þá fullyrðingu því það hefur tekið þennan mánuð af sama japlinu -um að nú sé verið að skoða þetta, nú skuli funda og síðast en ekki síst að fullur skilningur sé á kröfum lánagreiðenda frá Grindavík og samkenndin sé mikil- til að gefa út þessa endanlegu yfirlýsingu í dag. Það er orðið ljóst að lífeyrissjóðir hafa ekki áhuga á að taka þátt í að hliðra til reglum, skapa undanþáguheimildir eða vinna að nokkru leyti til að koma til móts við kröfur lífeyrissjóðseigenda sem borga mánaðarlega samviskusamlega í sjóðinn. En svo af þessum breytingum geti orðið þarfnast greinilega hjálpar við. Nú kalla ég til þess fólks sem við kusum á þing. Fólkið sem við völdum til að vinna fyrir okkur. Nú er rúmur mánuður liðinn- og lopateygjur lífeyrissjóðanna eru á enda. Hundrað fjölskyldur bíða, hundrað fjölskyldur sem greitt hafa í þá sjóði sem ætlaðir eru sem þeirra skjól og vörn þegar lífið tekur níutíu gráðu beygju inn í óvissuna. Ég skora á þingheim að horfa til okkar fyrir frí, sýna kjark og klára dæmið. Hundrað fjölskyldum vantar breytingar á lögum, strax. Viðbætur í lögum um lánveitingar lífeyrissjóða og annara húsnæðislánaveitenda þess efnis að við náttúruhamfarir eða aðrar utanaðkomandi óviðráðanlegar aðstæður skuli lánveitendum heimilt, eða jafnvel skylt, að stöðva afborganir í afmarkaðan tíma og á sama tíma fella niður vexti og verðbætur og annan kostnað sem af getur hlotist hljómar ekki flókið í framkvæmd. Þetta er samfélagslegt sanngirnismál. Annars óska ég þingmönnum öllum, svo og stjórnendum lífeyrissjóða góðrar og gleðiríkrar jólahátíðar.. heima í sinni stofu. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun