Sjáðu dramatíkina í dauðariðlinum og fleiri mörk úr Meistaradeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 08:01 Alessandro Florenzi og félagar í AC Milan fögnuðu sigri í leiklok í Newcastle en komust samt bara í Evrópudeildina því PSG náði í stig í Þýskalandi. Getty/Michael Steele Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöldi og nú er endanlega ljóst hvaða lið komust áfram í sextán liða úrslitin, hvaða lið enduðu í Evrópudeildinni og hvaða lið þurfa ekki að gera ráð fyrir neinum Evrópuleikjum eftir áramót. Paris Saint-Germain og Porto voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin var mikil í Dauðariðlinum þar sem Newcastle komst yfir á móti AC Milan og var um tíma inn í sextán liða úrslitunum. AC Milan tókst að snúa leiknum við og tryggja sér 2-1 sigur á St. James Park. Joelinton skoraði mark Newcastle með frábæru skoti en Christian Pulisic og Samuel Chukwueze svöruðu fyrir AC Milan í seinni hálfleiknum. Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og AC Milan Paris Saint-Germain var ekki í allt of góðum málum í sama riðli eftir að liðið lenti undir á móti Dortmund en tókst að jafna metin og þau úrslit dugðu franska liðinu til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik en Warren Zaïre-Emery jafnaði metin fimm mínútum síðar sem reyndist vera markið sem bjargaði Frökkunum á endanum. AC Milan komst í Evrópudeildina en Newcastle varð annað enska liðið á tveimur dögum sem kemst hvorki áfram í sextán liða úrslit né inn í Evrópudeildina. Það var líka hlutskipti Manchester United kvöldið áður. Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og PSG Barcelona vann sinn riðil og það skipti ekki máli þótt að liðið tapaði 3-2 á móti botnliði Antwerpen í gær. Porto tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með 5-3 sigri á Shakhtar Donetsk í ótrúlegum átta marka leik. Ferran Torres og Marc Guiu skoruðu mörk Barcelona en fyrir Antwerpen skoruðu Arthur Vermeeren, Vincent Janssen og George Ilenikhena. Galeno skoraði tvö mörk fyrir Porto en hin mörkin skoruðu Mehdi Taremi, Pepe og Francisco Conceicao. Mörk úkraínska liðsins skoruðu þeir Danylo Sikan og Eguinaldo auk þess sem að þriðja markið var sjálfsmark. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þessum úr Meistaradeildinni í gær. Klippa: Mörkin úr leik Antwerpen og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Porto og Shakhtar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Paris Saint-Germain og Porto voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin var mikil í Dauðariðlinum þar sem Newcastle komst yfir á móti AC Milan og var um tíma inn í sextán liða úrslitunum. AC Milan tókst að snúa leiknum við og tryggja sér 2-1 sigur á St. James Park. Joelinton skoraði mark Newcastle með frábæru skoti en Christian Pulisic og Samuel Chukwueze svöruðu fyrir AC Milan í seinni hálfleiknum. Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og AC Milan Paris Saint-Germain var ekki í allt of góðum málum í sama riðli eftir að liðið lenti undir á móti Dortmund en tókst að jafna metin og þau úrslit dugðu franska liðinu til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik en Warren Zaïre-Emery jafnaði metin fimm mínútum síðar sem reyndist vera markið sem bjargaði Frökkunum á endanum. AC Milan komst í Evrópudeildina en Newcastle varð annað enska liðið á tveimur dögum sem kemst hvorki áfram í sextán liða úrslit né inn í Evrópudeildina. Það var líka hlutskipti Manchester United kvöldið áður. Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og PSG Barcelona vann sinn riðil og það skipti ekki máli þótt að liðið tapaði 3-2 á móti botnliði Antwerpen í gær. Porto tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með 5-3 sigri á Shakhtar Donetsk í ótrúlegum átta marka leik. Ferran Torres og Marc Guiu skoruðu mörk Barcelona en fyrir Antwerpen skoruðu Arthur Vermeeren, Vincent Janssen og George Ilenikhena. Galeno skoraði tvö mörk fyrir Porto en hin mörkin skoruðu Mehdi Taremi, Pepe og Francisco Conceicao. Mörk úkraínska liðsins skoruðu þeir Danylo Sikan og Eguinaldo auk þess sem að þriðja markið var sjálfsmark. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þessum úr Meistaradeildinni í gær. Klippa: Mörkin úr leik Antwerpen og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Porto og Shakhtar
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira