Á ekki rétt á bótum eftir Hraunbæjarmálið Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 23:38 Sérsveitarmenn á vettvangi í Árbæ í desember 2013. Atburðarásin sem átti sér stað þar og eftirmálar hennar hafa gengið undir heitinu Hraunbæjarmálið. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013. Sérsveitarmaðurinn fyrrverandi krafðist bóta úr slysatryggingu launþega frá VÍS vegna áfallastreituröskunar sem hann glímdi við í kjölfar atburðanna. Hæstiréttur féllst ekki á kröfuna vegna þess að tryggingin sem málið varðar var, að mati Hæstaréttar, slysatrygging, en ekki höfuðstólstrygging. Hvort um sé að ræða höfuðstólstryggingu eða slysatryggingu hafði áhrif á fyrningartíma hennar. Höfuðstólstrygging fyrnist eftir tíu ár, en slysatrygging eftir fjögur ár. Þess má geta að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi VÍS til að greiða manninum rúmlega 2,4 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Líkt og áður segir átti aðgerðin sem málið varðar sér stað í desember árið 2013, í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Lögreglu var tilkynnt um skothvelli úr íbúð. Skotið var á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kvaðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu. Hann hafi óttast verulega um og líf sitt. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana, en það var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum áskorunum sem fylgdu Hraunbæjarmálinu svokallaða, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Hæstiréttur sagði ljóst að maðurinn hefði orðið fyrir sálfræðilegu tjóni vegna atburðanna í Hraunbæ. Það hafi orðið skýrt sumarið 2014, en hann hafi látið hjá líða að leita sér aðstoðar. Dómurinn segir að það hafi hann gert þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að atburðurinn hefði haft umræddar afleiðingar sem varða bótaskyldu. Afleiðingarnar hefðu verið honum ljósar umrætt sumar og því sé tryggingin fyrnd þegar hann höfðaði málið árið 2021. Dómsmál Lögreglan Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Sérsveitarmaðurinn fyrrverandi krafðist bóta úr slysatryggingu launþega frá VÍS vegna áfallastreituröskunar sem hann glímdi við í kjölfar atburðanna. Hæstiréttur féllst ekki á kröfuna vegna þess að tryggingin sem málið varðar var, að mati Hæstaréttar, slysatrygging, en ekki höfuðstólstrygging. Hvort um sé að ræða höfuðstólstryggingu eða slysatryggingu hafði áhrif á fyrningartíma hennar. Höfuðstólstrygging fyrnist eftir tíu ár, en slysatrygging eftir fjögur ár. Þess má geta að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi VÍS til að greiða manninum rúmlega 2,4 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Líkt og áður segir átti aðgerðin sem málið varðar sér stað í desember árið 2013, í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Lögreglu var tilkynnt um skothvelli úr íbúð. Skotið var á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kvaðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu. Hann hafi óttast verulega um og líf sitt. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana, en það var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum áskorunum sem fylgdu Hraunbæjarmálinu svokallaða, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Hæstiréttur sagði ljóst að maðurinn hefði orðið fyrir sálfræðilegu tjóni vegna atburðanna í Hraunbæ. Það hafi orðið skýrt sumarið 2014, en hann hafi látið hjá líða að leita sér aðstoðar. Dómurinn segir að það hafi hann gert þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að atburðurinn hefði haft umræddar afleiðingar sem varða bótaskyldu. Afleiðingarnar hefðu verið honum ljósar umrætt sumar og því sé tryggingin fyrnd þegar hann höfðaði málið árið 2021.
Dómsmál Lögreglan Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent