Skilur vel ósátt smáríki sem finna mest fyrir áhrifunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2023 15:36 Helga Barðadóttir er formaður íslensku sendinefndarinnar. Tímamótasamkomulagi var náð á Cop28 loftslagsráðstefnunni í Dúbaí í morgun, þar sem ríki heims eru hvött til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Fjöldi ríkja lýsti því yfir að ekki sé gengið nógu langt með samkomulaginu en formaður íslensku sendinefndarinnar telur það ganga eins langt og mögulegt er á þessari stundu. Al Jaber, súltán og forseti Cop, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hefðu verið samþykkt án andmæla við fagnaðarlæti í morgun. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og fögnuðu ákaft en þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu Cop-ráðstefnu. Fundað fram á nótt Fundað var í alla nótt til að ná samkomulagi og er yfirlýsing ráðstefnunnar 21 blaðsíða að lengd með nærri tvö hunduð málsgreinum. Skjalið er ekki bindandi en talið marka leiðina til framtíðar. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum um að ekki hafi verið gengið nógu langt í yfirlýsingunni til að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Þar á meðal voru Samtök smáeyríkja, 39 ríkja sem verða vörust við áhrif loftslagsbreytinga. Fultrúar ríkjanna voru fjarverandi þegar tilkynnt var um samþykkt lokayfirlýsingarinnar, af því að þeir voru að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu sem flytja átti áður en niðurtaðan var tilkynnt. Anne Rasmussen, formaður sendinefndar Samóa, tók til máls. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vísa til vísinda og svo komast að samkomulagi sem hundsa það sem vísindin segja að við þurfum að gera. Þetta er ekki aðferðarfræði sem við ættum að vera beðin um að verja,“ sagði Rasmussen. Samkomulag tvö hundruð ríkja „Herra forseti. Við verðum að yfirgefa ráðstefnuna með ákvörðun af þeirri stærðargráðu sem loftslagsvandinn er, sem mæta þeim væntingum sem heimsbyggðin hefur til okkar. Og að við tökum ákvarðanir sem tryggja öryggi kynslóða framtíðarinnar.“ Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar, segist skilja smáríkin vel. „Þetta eru hátt í tvö hundruð ríki sem að koma að þessu. Það er ekki kosið um neitt heldur þurfa allir að ná saman um textann. Þannig að þá má segja að allir séu pínulítið ósáttir. En þetta er samnefnarinn og held ég það besta sem við gátum náð núna.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Samóa Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Al Jaber, súltán og forseti Cop, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hefðu verið samþykkt án andmæla við fagnaðarlæti í morgun. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og fögnuðu ákaft en þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu Cop-ráðstefnu. Fundað fram á nótt Fundað var í alla nótt til að ná samkomulagi og er yfirlýsing ráðstefnunnar 21 blaðsíða að lengd með nærri tvö hunduð málsgreinum. Skjalið er ekki bindandi en talið marka leiðina til framtíðar. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum um að ekki hafi verið gengið nógu langt í yfirlýsingunni til að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Þar á meðal voru Samtök smáeyríkja, 39 ríkja sem verða vörust við áhrif loftslagsbreytinga. Fultrúar ríkjanna voru fjarverandi þegar tilkynnt var um samþykkt lokayfirlýsingarinnar, af því að þeir voru að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu sem flytja átti áður en niðurtaðan var tilkynnt. Anne Rasmussen, formaður sendinefndar Samóa, tók til máls. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vísa til vísinda og svo komast að samkomulagi sem hundsa það sem vísindin segja að við þurfum að gera. Þetta er ekki aðferðarfræði sem við ættum að vera beðin um að verja,“ sagði Rasmussen. Samkomulag tvö hundruð ríkja „Herra forseti. Við verðum að yfirgefa ráðstefnuna með ákvörðun af þeirri stærðargráðu sem loftslagsvandinn er, sem mæta þeim væntingum sem heimsbyggðin hefur til okkar. Og að við tökum ákvarðanir sem tryggja öryggi kynslóða framtíðarinnar.“ Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar, segist skilja smáríkin vel. „Þetta eru hátt í tvö hundruð ríki sem að koma að þessu. Það er ekki kosið um neitt heldur þurfa allir að ná saman um textann. Þannig að þá má segja að allir séu pínulítið ósáttir. En þetta er samnefnarinn og held ég það besta sem við gátum náð núna.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Samóa Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira