Skilur vel ósátt smáríki sem finna mest fyrir áhrifunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2023 15:36 Helga Barðadóttir er formaður íslensku sendinefndarinnar. Tímamótasamkomulagi var náð á Cop28 loftslagsráðstefnunni í Dúbaí í morgun, þar sem ríki heims eru hvött til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Fjöldi ríkja lýsti því yfir að ekki sé gengið nógu langt með samkomulaginu en formaður íslensku sendinefndarinnar telur það ganga eins langt og mögulegt er á þessari stundu. Al Jaber, súltán og forseti Cop, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hefðu verið samþykkt án andmæla við fagnaðarlæti í morgun. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og fögnuðu ákaft en þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu Cop-ráðstefnu. Fundað fram á nótt Fundað var í alla nótt til að ná samkomulagi og er yfirlýsing ráðstefnunnar 21 blaðsíða að lengd með nærri tvö hunduð málsgreinum. Skjalið er ekki bindandi en talið marka leiðina til framtíðar. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum um að ekki hafi verið gengið nógu langt í yfirlýsingunni til að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Þar á meðal voru Samtök smáeyríkja, 39 ríkja sem verða vörust við áhrif loftslagsbreytinga. Fultrúar ríkjanna voru fjarverandi þegar tilkynnt var um samþykkt lokayfirlýsingarinnar, af því að þeir voru að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu sem flytja átti áður en niðurtaðan var tilkynnt. Anne Rasmussen, formaður sendinefndar Samóa, tók til máls. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vísa til vísinda og svo komast að samkomulagi sem hundsa það sem vísindin segja að við þurfum að gera. Þetta er ekki aðferðarfræði sem við ættum að vera beðin um að verja,“ sagði Rasmussen. Samkomulag tvö hundruð ríkja „Herra forseti. Við verðum að yfirgefa ráðstefnuna með ákvörðun af þeirri stærðargráðu sem loftslagsvandinn er, sem mæta þeim væntingum sem heimsbyggðin hefur til okkar. Og að við tökum ákvarðanir sem tryggja öryggi kynslóða framtíðarinnar.“ Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar, segist skilja smáríkin vel. „Þetta eru hátt í tvö hundruð ríki sem að koma að þessu. Það er ekki kosið um neitt heldur þurfa allir að ná saman um textann. Þannig að þá má segja að allir séu pínulítið ósáttir. En þetta er samnefnarinn og held ég það besta sem við gátum náð núna.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Samóa Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Al Jaber, súltán og forseti Cop, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hefðu verið samþykkt án andmæla við fagnaðarlæti í morgun. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og fögnuðu ákaft en þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu Cop-ráðstefnu. Fundað fram á nótt Fundað var í alla nótt til að ná samkomulagi og er yfirlýsing ráðstefnunnar 21 blaðsíða að lengd með nærri tvö hunduð málsgreinum. Skjalið er ekki bindandi en talið marka leiðina til framtíðar. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum um að ekki hafi verið gengið nógu langt í yfirlýsingunni til að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Þar á meðal voru Samtök smáeyríkja, 39 ríkja sem verða vörust við áhrif loftslagsbreytinga. Fultrúar ríkjanna voru fjarverandi þegar tilkynnt var um samþykkt lokayfirlýsingarinnar, af því að þeir voru að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu sem flytja átti áður en niðurtaðan var tilkynnt. Anne Rasmussen, formaður sendinefndar Samóa, tók til máls. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vísa til vísinda og svo komast að samkomulagi sem hundsa það sem vísindin segja að við þurfum að gera. Þetta er ekki aðferðarfræði sem við ættum að vera beðin um að verja,“ sagði Rasmussen. Samkomulag tvö hundruð ríkja „Herra forseti. Við verðum að yfirgefa ráðstefnuna með ákvörðun af þeirri stærðargráðu sem loftslagsvandinn er, sem mæta þeim væntingum sem heimsbyggðin hefur til okkar. Og að við tökum ákvarðanir sem tryggja öryggi kynslóða framtíðarinnar.“ Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar, segist skilja smáríkin vel. „Þetta eru hátt í tvö hundruð ríki sem að koma að þessu. Það er ekki kosið um neitt heldur þurfa allir að ná saman um textann. Þannig að þá má segja að allir séu pínulítið ósáttir. En þetta er samnefnarinn og held ég það besta sem við gátum náð núna.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Samóa Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira